Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 43
» Þótt mataræði sé
einstaklingsbundið
er nútímamataræði
varasamt vegna óþarfa
mikils matarsalts og
prótíns sem yfir lengri
tíma hefur áhrif á heilsu
Stafar ofsúrnun
eða oflútun líkamans
einfaldlega af röngu
mataræði eða af því
að líffærin eru farin
að slappast m.a.
vegna ofálags nú-
tímamataræðis með
of miklu prótíni og
matarsalti? Mikið
virðist álitið um ofs-
úrnun í t.d. BNA
enda flestir sem
neyta blandaðs fæðis þar með miklu
skyndibita- og kjötáti sem veldur
súrmyndun við niðurbrot í
líkamanum.
Til að skýra þetta fyrirbrigði pínu-
lítið þarf hjálp frá rafmagnsfræðinni.
Frumefni jarðarinnar geta einkum
bundist saman á tvo vegu: með raf-
kröftum eða með að deila rafeindum
sínum. Steinefnin í mataræðinu eru
frumefni sem í þurrum ham mynda
krystalla með rafkröftum en í vatni
leysast þeir í sundur og mynda hlaðin
efni sem kallast jónir. Þar sem
einingarhleðsalan er ýmist plús eða
mínus og eru jafnstórar er á efna-
fræðimáli oft talað um milliígildi í
einum lítra vökva (meq/L) fyrir hvert
efni út frá einingarhleðslum þess í
samanburði fleiri efna. Þessar jónir í
vatni kljúfa hluta þess í vetnis- og hy-
droxíðjónir. Plúsjónir mynda lút og
mínusjónir sýru. Sé jafnt af klofn-
ingsefnunum er vatnið hlutlaust,
hvorki súrt né lútað. Sé meira af
vetnisjónum er það súrt en annars
lútað. Þetta eru mjög veikar lausnir.
Til að lífefnahvörfin gangi sem best í
um 200 gerðum frumna
líkamans þarf svo til
hlutlaust umhverfi sem
aðallega nýrun sjá um
með því að skilja út mikið
af lútar- og sýrumynd-
andi efnum og koma á
jafnvægi.
Ef skoðuð er jóna-
samsetning eðlilegs
vökva frumna í hlutlausu
umhverfi í meq/L, en þá
er jafnt að plús- og mín-
usjónaígildum. Frumu-
vökvinn er 10 sinnum
meiri en blóðið:
Sé blóðvökvinn skoðaður á sama
hátt:
Vitað er að við borðum margfalt of
mikið af matarsalti (Na- og klórjón-
ir) og jafnvel tvöfalt of mikið af
prótíni. Of mikið prótín og matarsalt
er varhugavert vegna álags á nýrun
yfir lengri tíma. Kalíum og magn-
esíum kemur úr öllum mat sem hefur
frumur og ætti að vera meir en nóg af
kalíum a.m.k. í öllu mataræði.
Næringarfræðingar halda því
hinsvegar fram að fæðið eigi að vera
þannig samsett að við niðurbrot fæð-
unnar myndist jafnt sýrur og lútar.
Fyrir erfiðisvinnufólk og þá sem
stunda mikla líkamsrækt en hvort
tveggja gerir líkamann súran er
þumalfingursreglan að 1/5 fæðunnar
ættu að vera úr dýraríkinu á móti 4/5
úr jurtaríkinu. Fyrir eldri og kyrr-
setufólk er talið að 1 hluti úr dýrarík-
inu á móti 2 úr jurtaríkinu sé nægj-
anlegt til að halda góðri heilsu.
Sumir næringarfræðingar hafa
jafnvel gengið svo langt að fullyrða
að nánast alla sjúkdóma megi rekja
til ójafnvægis í sýru-lútar-búskap lík-
amans og stafi þeir af langtíma
rangri samsetningu matarins. Af töl-
unum hér á undan má álykta að gæta
þurfi vel þess að rétt magn K og Mg
sé í frumunum með aldrinum. Of lítið
kalíum bendir til ofsúrnunar í frum-
unum. Þá er átt við blandað mat-
aræði. Þá er talið að líkaminn geti
líka þurft að leita í beinakalkið til að
hlutleysa of mikla sýru í frumunum
og valdið beinþynningu. Grænmet-
isætur geta líka á sama hátt orðið of-
lútaðar með tilheyrandi heilsufars-
vandamálum, jafnvel lífshættulegt
fyrir hjartað vegna K-eitrunar frá of
miklu kalíum.
Eftir Pálma
Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Plúsjónir Mínusjónir
K-jónir 150 vetnisfosfórsýruj. 88
Mg-jónir 40 prótin 80
Na-jónir 10 súlfatjónir 20
bikarbónatjónir 10
klórjónir 2
Plúsjónir Mínusjónir
Na-jónir 139 klórjónir 103
K-jónir 4,5 bikarbónatjónir 27
Ca-jónir 5,0 prótín 16
Mg-jónir 2,0 vetnisfosfórsýruj.2,0
lífrænar sýrujónir 2,0
súlfatjónir 1,0
Ert þú of súr,
lútaður eða í lagi?
Pálmi
Stefánsson
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Bridgedeild Félags eldri
borgara Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
31. maí. Spilað var á 12 borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N - S:
Jón Lárusson - Ragnar Björnss. 243
Magnús Halldórss - Ásgr. Aðalsteinss. 241
Höskuldur Jónsson - Magnús Jónss. 240
Erla Sigurjónsd. - Jóhann R Benediktss.
235
Árangur A - V:
Bergur Ingimundars. - Oddur Jónss. 303
Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 270
Sigurjón Helgason - Helgi Samúelss. 248
Jórunn Kristinsd. - Sigrún Andrews 247
Sumarbrids fyrir norðan
Spilaður verður tvímenningur á
þriðjudögum á Akureyri í sumar á
vegum Bridgefélags Akureyrar
Spilað er á þriðjudögum kl 19:30 í
sumar í Lionssalnum að Skipagötu
14.
Sumarbrids í Reykjavík
Sumarbrids í Reykjavík er spilað
mánudags- og miðvikudagskvöld.
Alltaf er spilaður eins kvölds baro-
meter tvímenningur. Spilarar jafnt
vanir sem óvanir eru hvattir til að
mæta. Þeir sem mæta án meðspil-
ara eru spyrtir við næsta mann.
Spilað er í Bridssambandshúsinu
í Síðumúla og hefst keppni ætíð kl.
19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda.
Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar
eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
"Senda inn grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið nóg að
slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
Pönnusteikt búraflök með
humri og humarsósu
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383
SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660
Gjöf sem gleðurHálsmen
3.700 kr.
Eyrnalokkar
2.700 kr.
Hálsmen
6.500 kr.
Eyrnalokkar
2.500 kr.