Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 43
» Þótt mataræði sé einstaklingsbundið er nútímamataræði varasamt vegna óþarfa mikils matarsalts og prótíns sem yfir lengri tíma hefur áhrif á heilsu Stafar ofsúrnun eða oflútun líkamans einfaldlega af röngu mataræði eða af því að líffærin eru farin að slappast m.a. vegna ofálags nú- tímamataræðis með of miklu prótíni og matarsalti? Mikið virðist álitið um ofs- úrnun í t.d. BNA enda flestir sem neyta blandaðs fæðis þar með miklu skyndibita- og kjötáti sem veldur súrmyndun við niðurbrot í líkamanum. Til að skýra þetta fyrirbrigði pínu- lítið þarf hjálp frá rafmagnsfræðinni. Frumefni jarðarinnar geta einkum bundist saman á tvo vegu: með raf- kröftum eða með að deila rafeindum sínum. Steinefnin í mataræðinu eru frumefni sem í þurrum ham mynda krystalla með rafkröftum en í vatni leysast þeir í sundur og mynda hlaðin efni sem kallast jónir. Þar sem einingarhleðsalan er ýmist plús eða mínus og eru jafnstórar er á efna- fræðimáli oft talað um milliígildi í einum lítra vökva (meq/L) fyrir hvert efni út frá einingarhleðslum þess í samanburði fleiri efna. Þessar jónir í vatni kljúfa hluta þess í vetnis- og hy- droxíðjónir. Plúsjónir mynda lút og mínusjónir sýru. Sé jafnt af klofn- ingsefnunum er vatnið hlutlaust, hvorki súrt né lútað. Sé meira af vetnisjónum er það súrt en annars lútað. Þetta eru mjög veikar lausnir. Til að lífefnahvörfin gangi sem best í um 200 gerðum frumna líkamans þarf svo til hlutlaust umhverfi sem aðallega nýrun sjá um með því að skilja út mikið af lútar- og sýrumynd- andi efnum og koma á jafnvægi. Ef skoðuð er jóna- samsetning eðlilegs vökva frumna í hlutlausu umhverfi í meq/L, en þá er jafnt að plús- og mín- usjónaígildum. Frumu- vökvinn er 10 sinnum meiri en blóðið: Sé blóðvökvinn skoðaður á sama hátt: Vitað er að við borðum margfalt of mikið af matarsalti (Na- og klórjón- ir) og jafnvel tvöfalt of mikið af prótíni. Of mikið prótín og matarsalt er varhugavert vegna álags á nýrun yfir lengri tíma. Kalíum og magn- esíum kemur úr öllum mat sem hefur frumur og ætti að vera meir en nóg af kalíum a.m.k. í öllu mataræði. Næringarfræðingar halda því hinsvegar fram að fæðið eigi að vera þannig samsett að við niðurbrot fæð- unnar myndist jafnt sýrur og lútar. Fyrir erfiðisvinnufólk og þá sem stunda mikla líkamsrækt en hvort tveggja gerir líkamann súran er þumalfingursreglan að 1/5 fæðunnar ættu að vera úr dýraríkinu á móti 4/5 úr jurtaríkinu. Fyrir eldri og kyrr- setufólk er talið að 1 hluti úr dýrarík- inu á móti 2 úr jurtaríkinu sé nægj- anlegt til að halda góðri heilsu. Sumir næringarfræðingar hafa jafnvel gengið svo langt að fullyrða að nánast alla sjúkdóma megi rekja til ójafnvægis í sýru-lútar-búskap lík- amans og stafi þeir af langtíma rangri samsetningu matarins. Af töl- unum hér á undan má álykta að gæta þurfi vel þess að rétt magn K og Mg sé í frumunum með aldrinum. Of lítið kalíum bendir til ofsúrnunar í frum- unum. Þá er átt við blandað mat- aræði. Þá er talið að líkaminn geti líka þurft að leita í beinakalkið til að hlutleysa of mikla sýru í frumunum og valdið beinþynningu. Grænmet- isætur geta líka á sama hátt orðið of- lútaðar með tilheyrandi heilsufars- vandamálum, jafnvel lífshættulegt fyrir hjartað vegna K-eitrunar frá of miklu kalíum. Eftir Pálma Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Plúsjónir Mínusjónir K-jónir 150 vetnisfosfórsýruj. 88 Mg-jónir 40 prótin 80 Na-jónir 10 súlfatjónir 20 bikarbónatjónir 10 klórjónir 2 Plúsjónir Mínusjónir Na-jónir 139 klórjónir 103 K-jónir 4,5 bikarbónatjónir 27 Ca-jónir 5,0 prótín 16 Mg-jónir 2,0 vetnisfosfórsýruj.2,0 lífrænar sýrujónir 2,0 súlfatjónir 1,0 Ert þú of súr, lútaður eða í lagi? Pálmi Stefánsson UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Bridgedeild Félags eldri borgara Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 31. maí. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N - S: Jón Lárusson - Ragnar Björnss. 243 Magnús Halldórss - Ásgr. Aðalsteinss. 241 Höskuldur Jónsson - Magnús Jónss. 240 Erla Sigurjónsd. - Jóhann R Benediktss. 235 Árangur A - V: Bergur Ingimundars. - Oddur Jónss. 303 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 270 Sigurjón Helgason - Helgi Samúelss. 248 Jórunn Kristinsd. - Sigrún Andrews 247 Sumarbrids fyrir norðan Spilaður verður tvímenningur á þriðjudögum á Akureyri í sumar á vegum Bridgefélags Akureyrar Spilað er á þriðjudögum kl 19:30 í sumar í Lionssalnum að Skipagötu 14. Sumarbrids í Reykjavík Sumarbrids í Reykjavík er spilað mánudags- og miðvikudagskvöld. Alltaf er spilaður eins kvölds baro- meter tvímenningur. Spilarar jafnt vanir sem óvanir eru hvattir til að mæta. Þeir sem mæta án meðspil- ara eru spyrtir við næsta mann. Spilað er í Bridssambandshúsinu í Síðumúla og hefst keppni ætíð kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Pönnusteikt búraflök með humri og humarsósu gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gjöf sem gleðurHálsmen 3.700 kr. Eyrnalokkar 2.700 kr. Hálsmen 6.500 kr. Eyrnalokkar 2.500 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.