Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 ✝ Karen Vil-bergsdóttir var fædd á Eyrarbakka 17. maí 1926. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 22. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Vilbergur Jóhannsson f. Starkaðarhúsum Hraungerðishreppi 29. mars 1899, d. 3. júlí 1939 og Ragnheiður Guð- munda Ólafsdóttir f. í Garðbæ á Eyrarbakka 1. mars 1906, d. 9. júní 1998. Systkini Karenar eru Sigurður f. 1927, d. 1928, Ólaf- ur f. 1929, d. 2005, Jóhann f. 1931, Ásta Þórunn f. 1932 og Sigríður Vilborg f. 1939 og hálfbróðir samfeðra Sveinn f. 1920, d. 1991 Karen giftist 5. ágúst 1944 Prebeni Jóni Sigurðssyni f. 4. júlí 1920, d. 9. ágúst 1965. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Erna Reinhold f. 28. desember 1944, d. 4. apríl 1953. 2) Pétur Hans Reinhold Sigurðsson f. 15. jan- úar 1947. Hans kona er Guðrún Gunnarsdóttir f. 6. febrúar 1950, þeirra börn eru Jón Einar f. 1. desember 1980 og Erna Rut f. 10. janúar 1986. Synir Karen f. 5. maí 1988. c) Daníel Rafn f. 23. september 1992. Karen ólst upp á Eyrarbakka og gekk í Barnaskóla Eyr- arbakka. Eftir stutta skóla- göngu tóku við hin ýmsu störf svo sem vinna á netaverkstæði. Hún fór síðan til starfa í Mjólk- urbúi Flóamanna á Selfossi þar sem hún kynntist lífsförunaut sínum. Þau fóru síðan til Dan- merkur þar sem Preben nam mjólkurfræði. Þau komu síðan heim og settust fyrst að í Reykjavík en fluttu fljótlega á Selfoss og hófu bæði vinnu við MBF. Við fráfall Prebens 1965 vann Karen fullt starf í MBF, aðallega í mötuneyti. Svo ákvað hún að skipta um umhverfi og flutti til Reykjavíkur þar sem hún vann hin ýmsu störf þar til hún hóf störf í eldhúsi Borg- arspítans þar sem hún starfaði í tuttugu og fjögur ár, eða þar til hún lét af störfum vegna ald- urs. Meðan hún starfaði þar afl- aði hún sér réttinda sem mat- artæknir. Eftir að hún lét af störfum flutti hún fljótlega í átthagana og bjó í Grænumörk 5 síðustu æviárin og undi sér vel í því umhverfi sem hún best þekkti. Karen hafði mjög gam- an af vinna handavinnu, hún var mjög vandvirk og eftir hana liggur töluvert af fallegum myndum, stólum og útsaumuð- um myndum. Útför Karenar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 2. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Péturs frá fyrra hjónabandi eru: Preben Jón f. 29. júlí 1966. Hans kona er Halla Björk Reynisdóttir f. 17. september 1967. Þeirra börn: a) Margrét Ýr f. 9. október 1990. b) Reynir Dagur f. 1. desember 1994. c) Halldóra Kolka f. 11. febrúar 2002. Maron f. 17. júlí 1967. Hans kona er Martha Lilja Martheinsdóttir Olsen f. 27. ágúst 1973. Þeirra börn eru: a) Ísak Andri f. 7. maí 2000. b) Marey Dóróthea f. 21. febrúar 2004. Sonur Marons frá fyrra sambandi er Pétur Berg f. 27. maí 1990. 3) Vilbergur f. 10. júní 1954. Kona hans er Mar- grét Steinunn Kristinsdóttir f. 26. júlí 1957. Þeirra börn eru: a) Kristinn Steinar f. 2. apríl 1980. Sambýliskona hans er Lone Petersen f. 13. ágúst 1982. b) Jóhann Vignir f. 10. mars 1987. c) Guðmundur Einar f. 3. ágúst 1992. 4) Ólafur f. 20. janúar 1959. Hans kona er Anna Bald- ursdóttir f. 14. nóvember 1960. Þeirra börn eru: a) Brynja María f. 29. nóvember 1983. b) Eyrarbakki út í Vog er þar mældur vegur. Átján þúsund áratog attatíu og fjögur. Þessa vísu kenndi móðir mín mér og fór oft með fyrir mig, ekki veit ég hver gerði þessa vísu en hún hefur eflaust lært hana hjá ömmu sinni henni Tótu Gests langömmu minni eins og margt annað. En þetta sagði mér að mamma mín þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Hún missti föður sinn ung og þurfti að byrja að vinna ung og fór ung að heiman og byrj- aði ung að búa á þeim tíma sem mikill skortur var eða um það leyti sem stríðið var að enda og ekkert var hægt að fá nema gegn skömmtunarmiðum. Svo flutti hún til Danmerkur með pabba sem var að nema mjólkurfræði eftir stríð þar sem ekkert var til eftir her- setu Þjóðverja. Man ég eftir að hún sagði mér frá því að henni tókst að eignast nýtt hjól sem hún gat ferðast á en hún var svo óheppin að því var stolið og fannst aldrei aftur. En svona var mamma, hún lét ekki mótlætið brjóta sig heldur stóð upprétt þótt á móti blési. Mig langaði að þakka mömmu fyrir allt, því hún studdi mig af stað í lífinu og án hennar væri ég ekki það sem ég er í dag. Minning þín lifir. Ólafur Prebensson. Í dag, laugardaginn 2. júní, verður til moldar borin systir og mágkona, Karen Vilbergsdóttir. Karen ólst upp í hópi fimm systkina, sem öll voru af vinum og kunningjum í æsku kennd við fæð- ingarstað sinn og heimili, Helga- fell á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru hjónin Vilbergur Jó- hannsson og Ragnheiður G. Ólafs- dóttir. Karen var elst systkinanna, en Sigurður, sjötta systkinið, dó á fyrsta ári. Aðeins 13 ára gömul missti hún föður sinn og það var því nauðsyn að allir sem vettlingi gætu valdið tækju þátt í að sjá svo stórri fjölskyldu farborða. Karen fór snemma að vinna það sem til féll. Fór til dæmis í kaupavinnu á sumrum. Sautján ára gömul fór hún að vinna í Mjólkurbúi Flóa- manna og þar kynntist hún ung- um hálfdönskum Vestfirðingi, Preben Sigurðsson, er þar vann. Þau giftust og eignuðust sitt fyrsta barn, Ernu, í lok lýðveld- isársins 1944. Það má segja að þau hafi hafið sinn búskap í Danmörku, þar sem Preben nam mjólkurfræði. Í upp- hafi árs 1953 ákváðum við Þórunn systir Karenar að ganga saman æviveginn og auðvitað þurfti að kynna þennan förunaut fyrir stóru systur. Þau kynni hafa síðan enst til þessa dags. Þau hjón tóku mér með ágætum vel. Þar bundust vinabönd. Sorgin heimsótti þau hjón í apríl þetta sama ár, þegar Erna, litla fallega glóhærða dóttir þeirra, lést eftir fárra daga veik- indi, tæpra níu ára gömul. Pétur, elsti sonur þeirra, var þá 6 ára snáði, en á næsta ári bættist þeim miðsonurinn, Vilbergur, og Ólaf- ur, sá yngsti, fæddist 1959. Það var mikill missir og sorg þegar Preben lést skyndilega árið 1965. Þau systkin frá Helgafelli bera ekki tilfinningar sínar á torg og Karen lét ekki mótlæti buga sig, en hélt fjölskyldunni saman. Nokkrum árum síðar hóf hún sambúð um skeið með Haraldi Helgasyni matsveini. Þau fluttu fljótlega til Reykjavíkur og þar starfaði Karen síðan sem matar- tæknir í eldhúsi Borgarspítalans til starfsloka. Eftir nokkurra ára búskap í eldri borgara húsi á Sléttuvegi í Reykjavík flutti hún á Selfoss. Síð- ustu árin hefur hún búið á Græn- umörk, húsi fyrir eldri borgara. Þar naut hún návistar ýmissa fyrrum samborgara frá Selfossár- unum, auk þess að vera í nágrenni sona sinna. Tengdadæturnar allar þrjár hafa á liðnum árum reynst henni sérlega vel og hjálpað henni á marga vegu. Nú að ferðalokum Karenar viljum við hjónin þakka henni samveruna og óskum henni fararheilla til fyrirheitna landsins. Öllum afkomendum hennar og tengdafólki sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þórunn og Óskar. Karen Vilbergsdóttir Nú kveð ég elsku tengdamóður mína, Eygló Björnsdóttur. Eygló tók mér opnum örmum inn í fjölskyldu sína þegar ég og dóttir hennar, Þóra Birna, hófum samband okkar fyrir rúmum átta árum. Allt frá fyrstu tíð þótti mér afar vænt um tengdamóður mína og virti ég alla hennar sérvisku. Ávallt kom hún fram við mig af mikilli hreinskilni, heiðarleika, hlýju og væntumþykju, þó vissu- lega gætum við verið ósammála um marga hluti, en aldrei skildi leiðir okkar í ósætti enda bar ég mikla virðingu fyrir tengdamóður minni. Eygló var mikil fjölskyldukona og lagði hún mikla áherslu á vel- ferð og öryggi sinna nánustu, og að unga fólkið skyldi menntast. Heimili hennar stóð ávallt opið Eygló Björnsdóttir ✝ Eygló Björns-dóttir fæddist á Gauksmýri í Vestur-Húnavatns- sýslu 1. nóvember 1942. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. maí 2012. Útför Eyglóar var gerð frá Graf- arvogskirkju 24. maí 2012. ættingjum og vinum og fór þaðan enginn án þess að hafa feng- ið að njóta veitinga húsfreyjunnar sem voru auðvitað eitt- hvað hollt og gott, Eygló spáði nefni- lega mikið í hollustu og var ísskápurinn alltaf fullur af alls kyns hollustugóð- gæti. Til dæmis þegar Karl Eggert sonur okkar kom úr næturgist- ingu frá ömmu, sem voru þó nokkrar, kom hann iðulega með poka í hendi sem í voru hnetur, döðlur eða þurrkaðir ávextir. Karl Eggert hafði mikið gaman af þeim samverustundum sem hann átti með ömmu sinni, öllum göngu- og strætóferðunum fyrir utan allt sem þau brölluðu saman heima. Dauðsfall Eyglóar kom öllum í opna skjöldu því að heilsuhraust var hún og afar glæsileg kona. Við náðum þó að kyssa ömmu hinstu kveðju og Karl Eggert sagði: Amma er bara sofandi en hún er að hugsa um að fara til Guðs. Það er því með miklum söknuði sem við kveðjum ömmu og tengdamömmu. Guð blessi minningu hennar. Þórarinn Eggertsson. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Nú hefur Sigga á Hálsi kvatt þennan heim. Við sem þekktum Siggu vitum að hún varð hvíld- inni fegin og fannst vera sín á þessari jörð vera orðin nógu löng. Sigga gerðist ekki víðförul á sinni ævi. Hún fór einn vetur í Húsmæðraskólann á Staðarfelli og annan vetur var hún í vist í Reykjavík. Hún fór síðan aftur heim að Hálsi vegna veikinda móður sinnar og bjó þar á meðan heilsan leyfði. Að koma í heimsókn að Hálsi var sérstök upplifun sem gleym- ist ekki þeim sem þangað komu. Sigurbjörg Sigurðardóttir ✝ SigurbjörgJenný Sigurðardóttir var fædd á Hálsi á Skógarströnd 25. mars 1919. Hún lést 15. maí síðastliðinn á St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Sigurbjörg var jarðsungin frá Stykkishólmskirkju 23. maí 2012. Systkinin á Hálsi, þau Kristján, Guð- finna og Sigurbjörg voru gestrisin og tóku vel á móti gestum. Þau bjuggu saman eftir andlát foreldra sinna og skiptu með sér þeim verkum sem vinna þarf í sveit. Á Hálsi var ekki bruðlað með peninga eða mat heldur haldið vel utan um allt og við sem yngri erum hefð- um gott af því að taka sér þau til fyrirmyndar. Eftir að Sigga fluttist á Dval- arheimili Stykkishólms vildi hún aldrei eyða neinu í sjálfa sig nema það væri brýn nauðsyn. Hún vildi heldur aldrei láta hafa neitt fyrir sér enda var hún van- ari að hugsa fyrst um aðra og þeirra þarfir og láta sínar sitja á hakanum. Hún prjónaði alla sína ævi mjög mikið og það eru marg- ir sem eiga frá henni einstaklega fallega og vel prjónaða vettlinga með skeljamunstri. Henni var mjög umhugað um það ef ég leit við í heimsókn til hennar hvort að mig vantaði ekki vettlinga. Undir það síðasta var hún hætt að prjóna, hvorki heilsa né sjón buðu upp á prjónaskap og það var ekki Siggu að skapi að vera algerlega iðjulaus. Ég efa ekki að allir englar himins verða komnir með skeljaprjónaða vett- linga eftir Siggu innan tíðar. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir. Jólabarnið hún Inga er farin heim. Ágæt skátasystir, Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, tók staf sinn og mal laugardaginn 9. maí síðastliðinn og lagði upp í ferðina miklu, yfir landamæri lífs og dauða, til ljóssins landa. Þeim hefur því borist góður liðsauki vinum okkar og félögum, sem þangað eru farnir á undan okk- ur. Nafnið er stórt og rismikið og er vel við hæfi mikilhæfrar konu. En heitið Inga er þjálla í munni, einlægt og eðlilegt, okkur hjart- fólgið og hentugra til daglegrar notkunar. Inga var góður félagi, vinföst og velvirk. Hagleikur og heið- arleiki var ættarfylgja, sem hún fékk í vöggugjöf. Sama má segja um réttlætiskennd og ræktar- semi. Hraunið og hafið, gleðin og gróandinn, stóðu henni nærri. Skátastarfið lék í högum hönd- um hennar og heitum huga. Hafnarfjörður stóð á traust- um grunni í hugsunum hennar og hjarta. Hafnfirsk var hún í orði og verki, hagvirk og hug- kvæm, söngelsk og sumarvæn. Í stuttu máli sagt: Hún hafði það til brunns að bera, sem eiginlegt er hverjum sönnum skáta. Það Ingibjörg S. Sigurðardóttir ✝ Ingibjörg S.Sigurðardóttir fæddist í Hafn- arfirði 25. desem- ber 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. maí síð- astliðinn. Útför Ingibjarg- ar var gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 16. maí 2012. er ekki amalegt að eiga slíkan skátavin og félaga. Ung sór hún skátahreyfingunni eiða, var í hópi fyrstu stúlknanna í Skátafélagi Hafnar- fjarðar, atorkumikil og áhugasöm. Það munaði um Ingu, hvar sem hún lagði hönd að verki. Hún lét hugann vinna og hendurnar tala og lagði gleði og góðvild í hvert verk. Alls staðar er fengur að slíku fólki. Með þér var gott að ganga grösin og blómin anga. Lífsgleðin leikur í spori, leiðin er full af vori. Förum því syngjandi saman söngur er yndi og gaman. Eflandi viljann í verki, vorhugans berum við merki. Kveðjustundin er kyrrlát og hljóð. Við vitum að aftur liggja saman leiðir. Allnokkurn spöl eigum við að baki, en áfram skal haldið. Margar dýrmætar minningar lifa á farinni leið og margt skemmtilegt á eftir að ske á veg- ferðinni framundan. Lífið er lokkandi og fagurt enn sem fyrr. Við skátasystkin þín segjum því: Bless í bili. Hafðu þökk fyrir samveruna hérna megin grafar. Við finnum þig svo einhvern dag- inn í fjörunni þarna hinum meg- in. Og þá verður sungið og hleg- ið. Ég hlakka til þeirrar stundar. Gildisfélagarnir biðja að heilsa. Góða ferð og guð blessi þig. Hörður Zóphaníasson. Hlýr og hæglátur maður, Kjartan frændi minn, hef- ur kvatt. Harmafregnin kom óvænt og skarðið sem hann skilur eftir er stórt. Feður okkar eru bræður, þegar ég var barn var Kjartan unglingur, þegar ég var unglingur var hann fullorðinn og svo urðum við bæði fullorðin. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Kjartan frændi hafði ekki mörg orð um hlutina en nærvera hans var þægileg og orðin sem hann notaði innihaldsrík. Það er eftirminnilegt þegar hann mætti með vinkonu sína að halda upp á 60 ára hjúskaparaf- mæli ömmu og afa. Þau Kjartan og Takakó fengu far með okkur fjöskyldunni frá Skógum og þar sátum við tvær systur ásamt parinu í aftursæti fólks- vagenbjöllu. Hún var framandi, Kjartan Jónsson ✝ Kjartan Jóns-son fæddist á Selfossi 20. nóv- ember 1952. Hann varð bráðkvaddur í Esjuhlíðum 13. maí 2012. Útför Kjartans fór fram frá Hall- grímskirkju 25. maí 2012. fáguð og góð viðbót við Fagradalsættina. Tíminn leið og svo fæddust börnin Árni Rúnar og Ólöf Júlía, fallegustu börn sem ég hafði séð. Á kveðjustund er mér ofarlega í huga nærfærni og um- hyggja Kjartans fyr- ir fólki og umhverfi. Virðing og alúð. Hann var hógvær, talaði lágri röddu og brosti með augunum. Þegar hann talaði um börnin sín, tengdadóttur og barnabörnin kom þetta fallega blik sem sagði svo mikið meira en mörg orð, honum þótti undurvænt um þau og hann var augljóslega stoltur af þeim. Það var mikill missir þegar Ta- kakó dó um aldur fram eftir erfiða baráttu við sjúkdóm sem hafði betur. Bróðurmissir þegar Árni Heimir dó gekk líka nærri honum. En áfram hélt hann lífsgöngunni, naut útivistar, samvista við börnin sín, systkini og foreldra sem hann sinnti af natni og virðingu. Góður Guð styrki og leiði börn, tengdadóttur, barnabörn og for- eldra. Megi minning um ljúfan dreng sefa sáran söknuð. Sigrún Óskarsdóttir. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.