Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 60

Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útskriftarverk hinnar margreyndu tónlistarkonu Ragnhildar Gísladótt- ur, sem lokið hefur MA-námi í tón- smíðum við Listaháskóla Íslands, nefnist i ii iii iv og samdi hún hluta af því við ljóð Kristínar Ómarsdóttur, Skuggi minn og Neðansjávar. Tón- verkið er í fjórum þáttum og byggir Ragnhildur það á niðurstöðum rann- sókna sinna á því hvernig hópur heyrnarlausra skynjaði tónlist. Og staðurinn sem hún valdi til að flytja verkið og halda útskriftartónleika, neðri bílakjallari tónlistarhússins Hörpu, er heldur óhefðbundinn en verkið verður flutt þar kl. 16 í dag. Skynja tilfinningar Blaðamaður ræddi við Ragnhildi í miðri viku og spurði hana fyrst út í rannsóknir hennar á því hvernig heyrnarlausir skynji tónlist. „Ég byrjaði reyndar á þessu í BA- náminu og þá var ég að kanna hvort og hvernig fólk með óvirka heyrnar- stöð skynjaði tónlist. Ég var svona að velta fyrir mér hvort þeir gætu fundið eitthvað sem við sem heyrum missum kannski af. Þeir eru afar næmir á hljóðbylgjur, titring tónlist- arinnar og hljóðanna þótt þeir heyri ekki neitt og þá var forvitnilegt að kanna hvort þeir skynjuðu ein- hverjar tilfinningar í þessum hljóð- dæmum, hvort þau sæju myndir, liti eða hvað og það reyndist vera nið- urstaðan og það meira að segja gæt- ir samræmis í svörum þeirra við hljóðdæmunum. Svo það er núna al- veg ljóst að heyrnarlausir heyra,“ segir Ragnhildur. „Tónverkið bygg- ist á þessum elementum sem ég skoðaði í rannsókninni. Svo verður að koma í ljós hvort mér tekst að skapa samsvarandi áhrif með minni tónlist og þeir heyrnarlausu upplifðu í hljóðdæmunum.“ -Nú eru tónleikarnir í bílakjallara Hörpu, er ástæðan sérstakur hljóm- burður þar? „Það er spennandi að taka áhætt- una. Það hafa, að ég held, ekki verið haldnir neinir tónleikar þarna sem ég kalla núna rótarstöðina í Hörpu. Það má segja að við séum nokkuð neðansjávar þarna á þessum stað, en áhættan felst í að leika sér í þessu langa bergmáli (reverb) sem er þarna og við vitum ekki hvernig kemur til með að virka.“ Ný leið til að leika á gítar -Hvernig verður verkið flutt, verður það flutt af hljómsveit? „Já, með mér eru fimm söngvarar, kontrabassaleikari, slagverksleikari, harmonikkuleikari, snittubassaleik- ari og snittukassaleikari. Ég kynni til sögunnar nýja tækni sem ég held að ég hafi fundið upp, kannski er það vitleysa í mér, sjáum til. Hún kemur til vegna þess að ég kann ekki á hefðbundinn gítar. Með snittuteini fann ég leið til að spila á gítar á nýj- an máta og það er harla viðkvæmt og vandasamt. Hljóðfærið er strokið með þessum snittuteini og ég er svo heppin að það eru tveir snillingar sem koma til með að spila með þess- um hætti í Rótarstöðinni í dag, á raf- bassa (snittubassa) og kassagítar (snittukassa),“ segir Ragnhildur og hlær. Þá séu einnig hljóðmyndir í verkinu sem vonandi hafi tilætluð áhrif. Alltaf að semja -Hvað tekur svo við hjá þér? „Að halda áfram að semja músík.“ -Er þá plata á leiðinni? „Það er partur af því en ég er að búa til tónlist við sjónvarpsþáttaröð sem byrjað er að taka upp. Þetta er mitt líf, alla daga, allar stundir og þó ég sé að tala við þig núna þá er ég að semja tónlist um leið. Það er nú bara einhvern veginn þannig, þó maður átti sig ekki alveg á því,“ segir Ragn- hildur og hlær. Hvaða sjónvarps- þætti um ræðir má ekki greina frá að svo stöddu. Spennandi að taka áhættu  Ragnhildur Gísladóttir heldur tónleika í bílakjallara Hörpu  Tónverk byggt á því hvernig heyrnarlausir skynja tónlist Sköpun Ragnhildur Gísladóttir segist alltaf vera að semja tónlist, öllum stundum og þá jafnvel á meðan hún ræðir við blaðamenn. „Þetta verða mjög leikrænir tón- leikar,“ segir Berglind María Tóm- asdóttir flautuleikari um verk sitt Ég er eyja sem flutt verður í Kalda- lóni í Hörpu í dag kl. 17, en verkið er hluti af tónleikaþrennu ungra tónskálda á Listahátíð í Reykjavík. Ég er eyja er margmiðlunarverk sem flutt verður af höfundinum sjálfum og tónlistarmanninum Dav- íð Þór Jónssyni, en í flutningi sín- um notast þau við vídeó sem unnin voru í samstarfi við myndlistarkon- una Frankie Martin, vettvangs- upptökur og heimasmíðað hljóð- færi er þau kalla hrokk svo fátt eitt sé nefnt. Spurð um tilurð verksins segist Berglind hafa farið að velta fyrir sér hugmyndum um þjóð- areinkenni. „Ég var að skoða þjóð- ernisstefnuna áður en hún varð vond,“ segir Berglind og bendir á að hún hafi m.a. skoðað gamla þjóðbúninga og þjóðlög. „Ég hef t.d. verið að semja lög sem mig langar til að hljómi eins og þjóðlög án þess að vera það,“ segir Berg- lind og tekur fram að hún sé með- vitað að spila inn á ákveðna stemn- ingu sem oft megi finna í raunverulegum þjóðlögum. Spilar á flautuna með nöglum Aðspurð segist Berglind hafa samið verkið í vetur og flutt það í aðeins breyttri mynd og með ann- arri hljóðfæraskipan í byrjun þessa árs innan veggja skólans þar sem hún nemur. Berglind hefur sl. fjög- ur ár lagt stund á nám í flutningi nútímatónlistar við Kaliforníu- háskóla í San Diego og stefnir að því að ljúka námi á næsta ári. „Þó ég spili á flautuna á tónleik- unum er óhætt að segja að hún sé ekki sérlega flautuleg á þessum tónleikum,“ segir Berglind og tek- ur til útskýringar fram að hún leiki m.a. á flautuna með nöglunum á sér. „Það er alltaf gaman að gera tilraunir með hljóðheim flaut- unnar,“ segir Berglind að lokum. silja@mbl.is Hrokkur Á tónleikunum leikur Berglind María m.a. á heimasmíðað hljóð- færi sem hún nefnir hrokk, sem innblásið er af spunarokknum. Leikrænir tónleikar  Nýtt verk eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur verður flutt í Kaldalóni Uppsetning Þjóðleikhússins á Vesa- lingunum eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg byggð á skáldsögu Victors Hugo hlaut flest- ar tilnefningar til Grímunnar, ís- lensku sviðslistaverðlaunanna 2012, eða alls níu. Þetta kom fram í Tjarn- arbíói í gær þar sem tilnefningarnar voru kynntar, en verðlaunin sjálf verða afhent í Hörpu 14. júní. Vesa- lingarnir voru m.a. tilnefndir sem sýning ársins, Selma Björnsdóttir fyrir leikstjórn sína á verkinu og Þór Breiðfjörð sem söngvari ársins. Afmælisveislan eftir Harold Pin- ter hlaut næstflestar tilnefningar eða sjö. Hún var þannig tilnefnd sem sýning ársins, Guðjón Pedersen fyrir leikstjórn auk þess sem Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors, Eggert Þorleifsson og Erlingur Gíslason voru öll tilnefnd fyrir leik sinn ýmist í aðal- eða aukahlutverkum. Fimm leiksýningar hlutu tilnefn- ingar sem sýning ársins 2012 og þær voru, auk tveggja ofangreindra sýninga, Heimsljós eftir Halldór Laxness, Hreinsun eftir Sofi Oks- anen og Tengdó eftir Val Frey Ein- arsson. Sýningarnar Heimsljós, Svartur hundur prestsins og Tengdó fengu allar samtals fimm tilnefningar hver. Sem leikskáld ársins voru til- nefnd þau Valur Freyr Einarsson fyrir Tengdó, Auður Ava Ólafs- dóttir fyrir Svartan hund prestsins, Eiríkur G. Stephensen, Hjörleifur Hjartarson og Benedikt Erlingsson fyrir Sögu þjóðar, Leikhópurinn 16 elskendur fyrir Sýningu ársins og Þór Tulinius fyrir Blótgoða. Tilnefnt var í átján flokkum en alls komu 89 leiklistarverkefni til álita í ár, þar af voru 7 útvarpsverk, 9 barnaleikhúsverk, 23 dansverk og 50 sviðsverk. Tæmandi lista yfir til- nefningarnar má finna á mbl.is. Stjarna Þór Breiðfjörð er til- nefndur sem söngvari ársins. Vesalingarnir með flestar tilnefningar til Grímunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.