Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Gálgaklettur og órar sjónskynsins er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í dag í Listasafni Reykjavík- ur, Kjarvalsstöðum, kl. 16. Grunnur sýningarinnar er verk sem Kjarval málaði á stað sem hann kenndi við Gálgaklett, í Garðahrauni norðan Hafnarfjarðar. „Sýningin fjallar öðru fremur um fyrirbærafræði sjónskynsins þar sem sýningar- stjórinn Ólafur Gíslason hefur til hliðsjónar verk eftir tuttugu aðra íslenska listamenn og finnur í þeim endurómun við Gálgakletts- viðfangsefni Kjarvals,“ segir á vef safnsins um sýninguna. Verkin á sýningunni spanni heila öld. Viðtal við Ólaf um sýninguna verður birt í næstu viku í Morgun- blaðinu. Hraun Úr Gálgahrauni eftir Kjarval, verk málað á árunum 1955-1960. Gálgaklettur og órar sjónskynsins Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Olivier Messiaen skynjaði tónlist á sjónrænan hátt og fyrir honum var grunntóntegund verksins, A-dúr, blá; líkt og himinninn, eilífðin og paradís. Blái liturinn verður því áberandi í tónleikasalnum meðan verkið er flutt,“ segir Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari sem ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara mun flytja Visions de l’Amen eða Amen séð í hugsýnum eftir franska tón- skáldið Olivier Messiaen í Norður- ljósasal Hörpu á morgun kl. 11:30. Að sögn Önnu Guðnýjar hefur Messiaen lengi verið í miklu uppá- haldi hjá þeim Tinnu og þær lagt sig fram um að takast á við heillandi tón- mál hans. Sem dæmi má nefna að Anna Guðný gerði víðreist um landið með Tuttugu tillit til Jesúbarnsins og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2009 fyrir flutning og upptökur á verkinu. Tinna þekkir vel verk Messi- aens sem nefnast Catalogue d’Oi- seaux eða Fuglabækur og hefur í gegnum tíðina numið hjá helstu Messiaen-sérfræðingum heims, þeirra á meðal Yvonne Loriod- Messiaen sem frumflutti verkið á sín- um tíma með tónskáldinu. Frumflutt í París 1943 „Árið 2008 vorum við Tinna báðar staddar í Stavanger á ráðstefnu um Messiaen í tilefni þess að hundrað ár voru þá liðin frá fæðingu hans. Meðal þess sem við heyrðum þar var Amen séð í hugsýnum sem flutt var í dóm- kirkjunni í Stavanger og heillaði okk- ur. Síðan þá hefur okkur langað til að flytja þetta verk saman og nú er loks- ins komið að því,“ segir Anna Guðný, en þess má geta að í ár eru liðin tutt- ugu ár frá dauða tónskáldsins. „Messiaen skrifaði Amen séð í hug- sýnum árið 1943 og er það með fyrstu verkunum sem hann samdi eftir að hann var látinn laus úr fangabúðum nasista. Verkið skiptist í sjö kafla sem hver um sig nálgast á sinn hátt merk- ingu hins heilaga orðs amen,“ segir Anna Guðný og tekur fram að helsti innblástur verksins hafi verið hin unga Yvonne Loriod, sem var þá nemandi Messiaens og varð seinna eiginkona hans. Þau frumfluttu verk- ið sama ár í París og léku það í fram- haldinu víðs vegar um Frakkland og víða í Evrópu. Aðspurð segist Anna Guðný leika partinn sem Yvonne lék á sínum tíma en Tinna leikur part Messiaens. „Partur Messiaens tekur grunnstefin og er nokkurs konar akkeri verksins, en partur Yvonne tekur fuglasönginn og skrautlitina á efra tónsviði píanó- sins,“ segir Anna Guðný. Þess má að lokum geta að tónlist- arfræðingurinn Árni Heimir Ingólfs- son flytur stuttan inngang á undan tónleikunum þar sem hann gefur tón- leikagestum innsýn í litríkan tónheim Messiaens. Skynjaði liti í tónlist  Verk eftir Olivier Messiaen fyrir tvö píanó flutt í Hörpu á morgun  Blái liturinn verður áberandi í tónleikasalnum Morgunblaðið/Styrmir Kári Heillaðar Tinna Þorsteinsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir hafa lengi verið heillaðar af tónmáli franska tónskáldsins Oliviers Messiaens. NUTRILENK TEL AÐ NUTRILENK HAFI BJARGAÐ FERLINUM FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA NÁTTÚRULEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Haustið 2009 fékk ég brjóskskemmd í hnéð á mörkum hnéskeljar og lærleggs. Þessu fylgdi mikill sársauki og það brakaði í hnénu á mér í hverju skre og átti ég ertt með ængar og að labba niður stiga. Mér var bent á að prófa NutriLenk og ákvað að slá til, tilbúin til að reyna allt til að laga hnéð. Strax á fyrstu dögunum minnkaði verkurinn og ég fór að geta æft aftur. Ég hef tekið NutriLenk síðan. Í ágúst síðastliðinn tryggði ég mér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London og tel ég að NutriLenk ha bjargað ferlinum. Ásdís Hjálmsdóttir afreksíþróttakona í spjótkasti Við mikið álag og með árunum getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvenn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af liðvandamálum. Prófið sjálf - upplifið breytinguna Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Nutrilenk fyrir liðina Náttúru legt fyrir liði na NutriLenk náttúrulegt byggingar- efni fyrir liðbrjóskið og beinin Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Allra síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 2/6 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 2/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta Þriðju og síðustu tónleikar Kvartetts Kammersveitar Reykjavíkur í röð- inni Meistaraverk Jóns Leifs verða í Kaldalóni á morgun kl. 13. Á efnisskránni eru tvö verk, annars vegar Quartetto I Mors et vita, Dauði og líf, eftir Jón Leifs og hins vegar Langur skuggi fyrir strengjaseptett eftir Hauk Tómasson. „Fyrsta kvartett sinn, Mors et vita, samdi Jón Leifs um það leyti sem heimsstyrjöldin síðari braust út árið 1939. Í verkinu notar Jón tvísöngs- lagið Húmar að mitt hinsta kvöld og skrifar Jón texta Bólu-Hjálmars yfir nóturnar í handritinu en víólan leikur lagið í fimmundum. Langur skuggi er samið fyrir þrjár fiðlur, víólu, tvö selló og kontrabassa. Verkið skiptist í sex kafla og er hver um sig langsótt tilbrigði við frum úr íslensku þjóð- lagi,“ segir m.a. í tilkynningu. Kvartett Kammersveitar Reykja- víkur skipa Rut Ingólfsdóttir og Sig- urlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleik- ar og Hrafnkell Orri Egilsson selló- leikari. Í septettnum bætast við Júl- íana Elín Kjartansdóttir fiðluleikari Sigurður Bjarki Gunnarsson selló- leikari og Richard Korn kontrabassa- leikari. Morgunblaðið/Styrmir Kári Lokatónleikar Tónskáldið Haukur ásamt hljóðfæraleikurunum Richard, Þórunni, Hrafnkeli, Sigurlaugu, Júlíönu, Rut, og Sigurði. Meistaraverk Jóns Leifs í Kaldalóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.