Morgunblaðið - 26.07.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 26.07.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is Hæstiréttur hafnaði í gær tveimur kröfum um ógildingu forsetakosn- inganna en auk þess vísaði dómstóll- inn einni ógildingarkröfu frá Hæsta- rétti. Í fyrsta lagi barst Hæstarétti bréf Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns þar sem hann bar fram kæru fyrir hönd Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur, Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar og Guðmund- ar Magnússonar varðandi lögmæti forsetakjörs. Allir 12 dómarar Hæstaréttar komu að ákvörðun í málinu, sem ger- ist ekki oft, en hafa ber í huga að ekki var um dómsmál að ræða. Með kæru sinni kröfðust þre- menningarnir að kjör forseta Íslands í nýliðnum forsetakosningum yrði ógilt en tilefni kærunnar mun eink- um hafa verið það að kjósendum, sem ekki var fært að kjósa með eigin hendi í kosningunum, hafi ekki verið heimilað að velja sjálfir sinn eigin að- stoðarmann heldur hafi þeim verið gert að fá aðstoð eins af kjörstjórn- armönnum í viðkomandi kjördeild til að rita á kjörseðil. Þá hafi þeim kjós- endum sem ekki hafi viljað una þessu verið meinað að neyta atkvæðisrétt- ar síns. Ótvíræður galli Í ákvörðun Hæstaréttar er m.a. fjallað um hvernig Freyja Haralds- dóttir, nefndarmaður í stjórnlagar- áði, fékk að kjósa. Um það segir orð- rétt í ákvörðuninni: „Jafnframt liggur fyrir að í einu öðru tilviki fékk kjósandi, sem ekki var einfær um að greiða atkvæði, aðstoð frá manni, sem fylgdi kjósandanum á kjörstað en átti ekki sæti í kjörstjórn. Teljast þetta ótvíræðir gallar á forsetakjör- inu. Í 3. mgr. 120. gr. laga nr. 24/ 2000, sbr. einnig 94. gr. laga nr. 5/ 1998 um kosningar til sveitarstjórna, kemur fram sú meginregla í íslensk- um rétti að almennar kosningar skulu því aðeins lýstar ógildar að slíkir gallar séu á þeim að ætla megi að þeir hafi haft áhrif á kosninga- úrslit.“ Þá tekur Hæstiréttur fram að frá ofangreindri meginreglu sé gerð undantekning ef frambjóðandi, umboðsmaður hans eða meðmælend- ur hafa vísvitandi átt sök á veruleg- um misfellum. Þá undantekningu er að finna í 3. mgr. 120. gr. laga um kosningar til Alþingis, en rétturinn telur að eðli máls samkvæmt hljóti sömu reglur að eiga við þegar úr- skurðað er um gildi forsetakjörs og alþingiskosninga enda sé í báðum til- fellum um að ræða almennar kosn- ingar á landinu öllu. Þá segir loks orðrétt í framhaldi af því: „Samkvæmt því verður ekki litið svo á að fyrrgreindir gallar á forseta- kjörinu 30. júní 2012 eigi að leiða til ógildingar þess, enda voru þeir með öllu óviðkomandi þeim frambjóð- anda, sem flest atkvæði hlaut, um- boðsmönnum hans og meðmælend- um og höfðu augljóslega engin áhrif á úrslit kjörsins.“ Kröfðust „leiðréttingar“ Fjórir stuðningsmenn Ástþórs Magnússonar, þau Haukur Haralds- son, Helena Hauksdóttir, Kristinn Jónsson og Ingvar Örn Arnarsson, kærðu undirbúning kosninganna og hvernig staðið var að honum af hálfu yfirkjörstjórna og innanríkisráðu- neytisins. Þá kröfðust þau þess að forsetakosningarnar yrðu annað- hvort leiðréttar eða ógiltar. Tilefni kærunnar mun hafa verið það að innanríkisráðuneytið tilkynnti Ástþóri, þann 1. júní síðastliðinn, að framboð hans uppfyllti ekki skilyrði 4. gr. laga um framboð og kjör for- seta Íslands og yrði af þeim sökum ekki metið gilt. Niðurstaða Hæsta- réttar var sú að ekki væri heimild í lögum til að beina til réttarins erindi af því tagi sem að framan er lýst og var kærunni því vísað frá Hæstarétti. Loks hafnaði Hæstiréttur kæru að hálfu Ástþórs Magnússonar þar sem þess var krafist að rétturinn lýsti kosningarnar ógiltar vegna þriggja atriða sem tengjast því að Ástþór hugðist bjóða sig fram en honum var, líkt og áður kom fram, tilkynnt af innanríkisráðuneytinu að framboð hans yrði ekki metið gilt. Hafnaði kærum vegna kosninga  Hæstiréttur hafnaði tveimur ógildingarkærum vegna forsetakosninganna og vísaði einni frá  Ótvíræður galli hafði ekki áhrif á úrslit kosninganna og leiddi því ekki til ógildingar þeirra Morgunblaðið/Kristinn Allt tilbúið Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti forseta Íslands að nýju í þingsal Alþingis miðvikudaginn 1. ágúst næstkomandi. „Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Ís- lands, við mbl.is í gær eftir að ljóst var að Hæstiréttur hafði hafnað kæru hans og tveggja annarra, þar sem þess var krafist að kjör forseta Íslands yrði ógilt. Að sögn Guðmundar finnst honum gamaldags hugmynda- fræði og forræðishyggja yfir fötluðu fólki skína í gegn í ákvörðun réttarins. Kæra þre- menninganna snerist um þá ákvörðun kjörstjórna að fatl- aðir fengu ekki að njóta hjálp- ar aðstoðarmanns að eigin vali við að merkja kjörseðil heldur þurftu þeir að fá aðstoð eins af kjörstjórnarmönnum við- komandi kjördeildar. „Mér og lögmanni sem ég hef borið þetta undir finnst þetta ansi hraðsoðin niður- staða hjá Hæstarétti,“ segir meðal annars í fréttatilkynn- ingu sem Ástþór Magnússon sendi frá sér í gær en kæru hans vegna kosninganna hefur verið hafnað. Ákvörðunin vonbrigði VIÐBRÖGÐ VIÐ NIÐUR- STÖÐU HÆSTARÉTTAR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, er þingmaður flokksins í Norð- austurkjördæmi. Hann ólst upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, skammt frá Finnafirði þar sem áformað er að reisa stóra umskipunarhöfn – og jafnvel olíu- hreinsunarstöð – og þekkir því vel til staðhátta. Steingrímur hvetur til stilling- ar í málinu. „Menn eru nokkuð stórhuga og það er allt í lagi með það. Menn mega hafa stórbrotin fram- tíðaráform. Það er réttur hvers og eins. Rætt hefur verið um möguleika Gunnólfsvíkur og hefur þá fyrst og fremst verið horft á mögulega þjón- ustu við olíuleit og hugsanlega náma- vinnslu og þjónustu við Austur- Grænland. Þannig fóru þessar hug- myndir af stað. Síðan hafa blandast í þetta enn þá stórbrotnari hugmynd- ir um gríðarlega umskipunarhöfn. Ég er ekki fær um að leggja mat á hvort þetta sé raunhæft en tel að menn ættu að halda sig á jörðinni.“ Góðar líkur á uppbyggingu Steingrímur telur líklegt að það verði af einhvers konar uppbyggingu hafnarmannvirkja á Austurlandi. „Hér er um að ræða enn þá risa- vaxnari framkvæmdir með miklu meiri umbyltingu á þessum slóðum sem ég ímynda mér að geti verið blendnar tilfinningar gagnvart. Það er auðvitað líklegt að aukin þjónusta við rannsóknir og leit norðan við okkur, hvort sem það er á okkar eig- in mögulegum olíuvinnslusvæðum eða þjónusta sem tengist Grænlandi, eigi eftir að finna sér stað á Íslandi. Það er auðvitað margt sem bendir til þess að það sé í kortunum en ná- kvæmlega hvar og hvernig það verð- ur er ótímabært að gefa sér. Ég skil mjög vel forsvarsmenn sveitarfélag- anna á þessu svæði sem hafa lagt í það vinnu, tíma og peninga að kort- leggja möguleika síns svæðis. Það er eðlilegt að það sé gert.“ Bíði með að gefa grænt ljós – Hvernig samræmast áform um olíuhreinsunarstöð í Finnafirði um- hverfisstefnu VG og stjórnvalda? „Það er stórt dæmi sem menn myndu vilja skoða vel áður en þeir færu að gefa grænt ljós á slíka hluti. Slík áform eru auðvitað komin lang- an veg frá hafnaraðstöðu og þjón- ustu við rannsóknarskip og svo framvegis. Þá eru þetta orðnir allt aðrir hlutir. Fyrri áformum um olíu- hreinsunarstöðvar á Íslandi var ekki alltof vel tekið enda getur þar verið um mjög mengandi og umfangs- mikla starfsemi að ræða. Auðvitað fer það eftir því hvernig að því er staðið og einhvers staðar verður slík starfsemi sjálfsagt að vera. En ég vil nú hafa alla mína fyrirvara á slíku. Þannig að ég er ekki tilbúinn að skrifa upp á slíkt fyrirfram. Ég held að íbúarnir á viðkomandi svæðum þurfi nú að skoða þau mál og fá tæki- færi til þess að segja hvað þeir vilja sjálfir fyrir hönd sinna byggða. Ég get mér þess til að það geti orðið um það býsna skiptar skoðanir allt saman. Loks verður að segja eins og er að þessi risa-olíuhreinsunar- áform samrýmast illa umhverfis- stefnu okkar Vinstri grænna og áherslu á sjálfbæra og fjölbreytta at- vinnuuppbyggingu svo það sé nú sagt alveg skýrt,“ segir Steingrímur. Olíuhreinsun gegn stefnu VG  Formaður Vinstri grænna hvetur sveitarstjórnir á Norðausturlandi til að vera á jörðinni í olíumálum  Telur heimamenn munu hafa blendnar tilfinningar til hugmynda um olíuhreinsunarstöð í Finnafirði Ljósmynd/Harald Pettersen Statoil Olíuhöfn í Melkøya í Noregi. Hugmyndir eru um að reisa olíuhöfn á Reyðarfirði í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, segir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra velkomið að láta rannsaka hvort tengsl séu á milli áforma um um- skipunarhöfn í Finnafirði og Grímsstaðamálsins, í ljósi þess að Halldór Jóhannsson, umboðsmaður Huang Nubo, er skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar. Engin tengsl milli málanna tveggja Orðrétt segir Þorsteinn: „Ég hef ekkert við það að athuga því tengslin þarna á milli eru nákvæmlega ekki nein. Einu tengslin þarna á milli eru að Halldór Jóhannsson hefur verið tals- maður Huang Nubo. Hann hefur til margra ára unnið að skipulagsmálum, bæði í Langanesbyggð og á Vopna- firði. Það má rannsaka það í bak og fyrir,“ segir Þor- steinn sem bregst einnig við þeim ummælum Ögmund- ar að sveitarfélögin á Norðausturlandi geti ekki ein tekið ákvörðun um að byggja um- skipunarhöfn sem keppi við Súez- skurðinn á næstu áratugum. „Mín viðbrögð eru þau að hvorki ég né Ögmundur ráði neinu í því. Það sem ræður þeirri samkeppni er það hvort siglingaleiðin frá Kyrra- hafi um Norðuríshafið til Atlantshafs opnist. Ef hún opnast mun hún sjálf- krafa keppa við Súez-skurðinn um flutninga. Við erum eingöngu að velta fyrir okkur hvað við getum gert fyrir Ísland í ljósi þeirra möguleika sem það myndi skapa að þessi siglingaleið væri að opnast. Ef hún opn- ast keppir hún við Súez-skurðinn. Hvorki ég né Ög- mundur stjórnar því. Hér ræður náttúran för. Leiðin er mörgum dögum styttri en um Súez-skurðinn.“ Innanríkisráðherra svarað Þorsteinn Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.