Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 14

Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Bjóðum öflugar og endingargóðar vélar frá Electrolux og Primus. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og við aðstoðum þig við að finna hagkvæmustu lausnina. ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, STRAU- OG BROTVÉLAR Þorsteinn Hjaltested, fjárfestir og eigandi Vatnsendajarðarinnar í Kópavogi, greiðir hæstu skattana í ár, samtals 185,4 milljónir króna. Þorsteinn hagnaðist á því að selja verðmætt byggingarland í Kópavogi. Karie Hjaltested, eiginkona Þor- steins, er í 44. sæti á lista yfir gjalda- hæstu Íslendingana, sem birtur var í gær, en hún greiðir 39,7 millj- ónir króna. Þorsteinn greiddi einnig hæstu opinberu gjöldin á síðasta ári, samkvæmt lista ríkisskatt- stjóra, eða tæpar 162 milljónir króna. Listinn yfir þá einstaklinga, sem greiða hæstu opinberu gjöldin í ár samkvæmt álagningarskrá, hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra. Andri Már Ingólfsson, sem var í 2. sæti í fyrra, er ekki á lista yfir 50 hæstu gjaldendur nú. Í því sæti er nú Guðbjörg Astrid Skúladóttir, eigandi og skólastjóri Klassíska listdansskól- ans, ekkja Þórarins Kjartanssonar sem var framkvæmdastjóri flug- félagsins Bláfugls. Hún greiðir 139,8 milljónir króna í opinber gjöld í ár. Í þriðja sæti nú er Frímann Elvar Guðjónsson viðskiptafræðingur, sem ekki var á listanum í fyrra, en hann greiðir nú 129,4 milljónir í opinber gjöld. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, er áfram í 4. sæti listans. Hún greiðir 116,7 milljónir króna í ár en greiddi 98,2 milljónir í fyrra. Þrenn hjón meðal efstu Poul Jansen eftirlaunaþegi sem starfaði hjá heildverslun, er í fimmta sæti, greiðir tæpar 114 milljónir kr. Sumir af skatthæstu einstakling- unum komast á listann vegna upp- gjörs dánarbúa. Þrenn hjón eru á lista ríkisskatt- stjóra yfir skatthæstu einstaklinga. Auk Þorsteins og Karie Hjaltested, sem samstals greiða 225 milljónir kr. í opinber gjöld, eru það Skúli Mog- ensen fjárfestir og Margrét Ásgeirs- dóttir sem greiða samtals 158,5 milljónir og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jóns- dóttir úr BYKO-fjölskyldunni sem samtals greiða rúmar 90 milljónir. Væru skattar Skúla og Margrétar lagðir saman næðu þau öðru sæti skattalistans og Finnur og Steinunn myndu komast í hóp tíu efstu. 261.764 á skattgrunnskrá Á skattgrunnskrá voru 261.764 framteljendur. Er það fjölgun um 1.002 frá fyrra ári eða 0,4%. Framtaldar tekjur eru ekki aðeins launatekjur sem atvinnurekandi greiðir um hver mánaðamót. Þetta geta verið fjármagnstekjur, arður, hagnaður af sölu hlutabréfa, fast- eigna eða annarra eigna. Þann 1. ágúst nk. koma til útborg- unar úr ríkissjóði til framteljenda 20,4 milljarðar króna eftir skulda- jöfnun vegna vangoldinna krafna. Vaxtabætur eru stærsti hluti út- borgunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu nam tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna 876,1 milljarði króna á síðasta ári og hækkaði um 7,8% frá fyrra ári. Sam- anlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 228 milljörðum króna og hækkar um 13,5%. Útsvarstekjur til sveitarfélaga nema alls 130,5 milljörðum króna sem er 19% aukning. Fjármálaráðu- neytið segir, að þessi mikla aukning eigi sér að hluta til skýringu í hækk- un útsvarshlutfalls vegna tilflutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfé- laga og tilsvarandi lækkun tekju- skattshlutfallsins. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 10,3 milljörðum króna og hækkar um 1,4% milli ára. Fjármálaráðuneytið segir, að þeim sem greiða þennan skatt hafi fækkað töluvert milli ára. Þá greiða 5.212 einstaklingar svonefndan auðlegð- arskatt, samtals 5,6 milljarða, sem er tæplega 17% aukning á milli ára. Þorsteinn aftur skattakóngur Álagning einstaklinga 2012 – 50 hæstu gjaldendur á landinu Nafn Starf/menntun Heimili Sveitarfélag Samtals gjöld 1 Þorsteinn Hjaltested landeigandi Vatnsenda Kópavogi 185.366.305 kr. 2 Guðbjörg Astrid Skúladóttir skólastjóri Mýrarási 15 Reykjavík 139.761.723 kr. 3 Frímann Elvar Guðjónsson viðskiptafræðingur Klausturhvammi 34 Hafnarfirði 129.427.144 kr. 4 Guðbjörg M. Matthíasdóttir útgerðarmaður Birkihlíð 17 Vestmannaeyjum 116.659.494 kr. 5 Poul Jansen fv. starfsm. heildsölu Malarási 12 Reykjavík 113.724.459 kr. 6 Kristján V. Vilhelmsson útgerðarmaður Kolgerði 3 Akureyri 98.648.747 kr. 7 Hermann Kr. Sigurjónsson vélstjóri Eyrarvegi 16 Grundarfirði 92.026.845 kr. 8 Skúli Mogensen fjárfestir Bugðuósi 2 Mosfellsbæ 84.724.998 kr. 9 Ívar Daníelsson lyfsali Árskógum 6 Reykjavík 80.572.758 kr. 10 Arnór Víkingsson læknir Kársnesbraut 64 Kópavogi 78.676.404 kr. 11 David John Kjos framkvæmdastjóri Skrúðási 6 Garðabæ 75.874.828 kr. 12 Kirstín Þ. Flygenring hagfræðingur Strandvegi 17 Garðabæ 73.982.695 kr. 13 Margrét Ásgeirsdóttir læknir Bugðuósi 2 Mosfellsbæ 73.742.989 kr. 14 Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður Barðstúni 7 Akureyri 68.248.066 kr. 15 Ársæll Valfells viðskiptafræðingur Gunnarsbraut 30 Reykjavík 67.102.825 kr. 16 Kristín Jónína Gísladóttir kennari Sólbraut 8 Seltjarnarnesi 66.454.331 kr. 17 Össur Kristinsson forstjóri Sæbólsbraut 42 Kópavogi 64.221.733 kr. 18 Guðmundur Ásgeirsson fyrrv. framkvæmdastj. Barðaströnd 33 Seltjarnarnesi 62.996.238 kr. 19 Árni Hauksson fjárfestir Mávanesi 17 Garðabæ 61.487.194 kr. 20 Ingunn GyðaWernersdóttir fjárfestir Bjarmalandi 7 Reykjavík 60.471.240 kr. 21 Sigurður Örn Eiríksson tannlæknir Kornakri 4 Garðabæ 58.669.867 kr. 22 Sigurður Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Breiðahvarfi 17 Kópavogi 57.856.934 kr. 23 Hörður Arnarson forstjóri Stallaseli 8 Reykjavík 56.133.711 kr. 24 Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir lyfjafræðingur Dalakri 10 Garðabæ 55.393.494 kr. 25 Gunnar I. Hafsteinsson lögfræðingur Skildinganesi 58 Reykjavík 53.662.715 kr. 26 Þórarinn Ragnarsson fjárfestir Blikanesi 25 Garðabæ 50.782.037 kr. 27 Sigurbergur Sveinsson kaupmaður Miðvangi 118 Hafnarfirði 50.555.185 kr. 28 Jón Pálmason fjárfestir Arnarási 2 Garðabæ 50.323.816 kr. 29 Finnur Reyr Stefánsson fjárfestir Brekkuási 11 Garðabæ 48.728.172 kr. 30 Helga S. Guðmundsdóttir fjárfestir Nesbala 66 Seltjarnarnes 48.185.046 kr. 31 Bjarni Ármannsson fjárfestir Bakkavör 28 Seltjarnarnesi 47.518.766 kr. 32 Katrín Þorvaldsdóttir fjárfestir Háuhlíð 12 Reykjavík 46.355.347 kr. 33 Ólafur Björnsson framkvæmdastjóri Lækjarbergi 2 Hafnarfirði 44.888.915 kr. 34 Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Skjólvangi 1 Hafnarfirði 44.796.441 kr. 35 Ingi Guðjónsson lyfjafræðingur Bakkasmára 25 Kópavogi 41.995.959 kr. 36 Steinunn Jónsdóttir fjárfestir Brekkuási 11 Garðabær 41.514.476 kr. 37 Jakob Már Ásmundsson iðnverkfræðingur Hamarsbraut 8 Hafnarfirði 41.477.673 kr. 38 Guðmundur Steinar Jónsson framkvæmdastjóri Eskiholti 4 Garðabæ 41.433.422 kr. 39 Kristinn Zimsen viðskiptafræðingur Furugerði 12 Reykjavík 41.248.566 kr. 40 Baltasar Kormákur Baltasarsson kvikmyndaleikstjóri Miðstræti 7 Reykjavík 40.966.186 kr. 41 Guðmundur H. Magnason framkvæmdastjóri Brautarási 12 Reykjavík 40.736.136 kr. 42 Hjörtur Georg Gíslason skurðlæknir Byggðavegi 88 Akureyri 40.420.112 kr. 43 Kári Stefánsson forstjóri Hávallagötu 24 Reykjavík 40.001.615 kr. 44 Kaire Hjaltested landeigandi Vatnsenda Kópavogi 39.695.128 kr. 45 Finnur Árnason forstjóri Lækjarbergi 52 Hafnarfirði 39.375.768 kr. 46 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Næfurholti 2 Hafnarfirði 38.828.535 kr. 47 Ágúst Sigurðsson útgerðarmaður Birkihvammi 3 Hafnarfirði 38.763.511 kr. 48 Hreggviður Jónsson forstjóri Byggðarenda 13 Reykjavík 38.405.772 kr. 49 Elínborg Jónsdóttir fv. útgerðarmaður Hraunslóð 2 Vestmannaeyjum 36.797.432 kr. 50 Eiríkur Smith Finnbogason listmálari Klukkubergi 9 Hafnarfirði 36.651.258 kr.  Þrenn hjón á lista yfir 50 gjalda- hæstu einstaklinga á landinu í ár Þorsteinn Hjaltested Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segir að álagningin hafi gengið mjög vel. „Framtalsskilin voru töluvert fyrr á ferðinni en á undanförnum árum. Þau voru svipuð í heildina eins og áð- ur en voru þó heldur betri. Við erum með 97% af öllum framtölum á raf- rænu formi, það gerir vinnsluna mun auðveldari og öruggari. Það er skýr- asta dæmið hvað rafræn stjórnsýsla hefur þróast vel á Íslandi í gegnum framtölin, þegar skattskilin eiga sér stað auk þess sem þetta er mjög hag- kvæmt fyrir þjóðarbúið. Það að einstaklingar þurfi ekki að gera sér sérstaka ferð út í bæ né að fylla út fleiri pappíra munar miklu.“ Skúli Eggert segir þó að álagn- ingin hafi verið töluvert flóknari í ár en undanfarin ár. „Sérstaklega þar sem við erum nú að leggja á fimm nýja skatta á þessu og næsta ári. Meginflækjurnar voru í kringum útsvarið vegna einstak- linga sem búið hafa í fleiri en einu sveitarfélagi. Þessar flækjur hafa verið mjög erfiðar og tekið mikinn tíma í forritun. Þær hafa skapað alls konar umstang, vesen og villur sem nú hefur verið leiðrétt,“ segir Skúli Eggert. Framtalsgerðin er flóknari hjá þeim sem eru að kaupa og selja eign- ir og eru umsvifamiklir í viðskiptum. Fráfall maka og hjónaskilnaðir flækja einnig framtöl. „En fyrir þorra framteljendagengur gengur þetta mjög létt og einfaldlega fyrir sig,“ segir Skúli Eggert. Skúli Eggert kveðst hvað ánægð- astur með hvað þeim hjá ríkisskatts- stjóra tókst að þjóna fólki vel. „Það sýndi sig í þessari álagningu hvað sameining skattyfirvaldanna var tímabær og nú gengur þetta allt mun betur. Nýting á mannafla er einnig mun betri, þrátt fyrir fækkun starfsmanna.“ Þetta er í þriðja sinn sem ríkis- skattstjóri leggur fram álagningar- skrá eftir sameiningu skattaum- dæma en áður lögðu níu skattstjórar fram hver sína skrá. „Allt hefur gengið mun betur eftir að samein- ingin átti sér stað,“ segir Skúli Eggert. aslaug@mbl.is Álagningin tölu- vert flóknari nú Skúli Eggert Vel hefur gengið eftir sameiningu embætta skattstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.