Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
✝ Björgvin SmáriJónatansson
var fæddur á Ak-
ureyri hinn 7. sept-
ember árið 1949.
Hann lést af slysför-
um hinn 14. júlí
2012.
Foreldrar hans
voru Bergþóra Lár-
usdóttir frá Heiði á
Langanesi og Jón-
atan Magnússon,
vélstjóri frá Ólafsfirði.
Eftirlifandi eiginkona Smára
er Svava Halldóra Ásgeirsdóttir.
Börn þeirra eru Sindri Smára-
son, grafískur hönnuður og Silva
Rannveig Smáradóttir nemi.
Sambýliskona Sindra er Unnur
Jónsdóttir, grafískur hönnuður
frá Akranesi og saman eiga þau
soninn Stein Sindrason. Saman
ólu Smári og Svava upp Ásgeir
Hjartarson hárgreiðslumeistara,
sem er sonur Svövu af fyrra
hjónabandi. Önnur
börn Svövu frá
fyrra hjónabandi
eru Sif Hjart-
ardóttir og Hlynur
Hjartarson.
Smári var yngst-
ur fimm systkina
sem eru Alda, sem
er látin, Magnús,
Jóna Þrúður og
Sævar.
Smári var vél-
fræðingur að mennt. Hann lauk
prófi í vélvirkjun frá Slippstöð-
inni á Akureyri og síðan vél-
stjóraprófi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík. Lengstan
hluta starfsævinnar starfaði
Smári til sjós sem vélstjóri á
fiskiskipum. Eftir að sjómennsku
lauk vann hann hin ýmsu störf í
landi fram að andláti.
Utför Smára fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 26. júlí
2012 og hefst athöfnin kl. 13:30.
Elsku pabbi, það er skrýtið að
hugsa núna hvernig lífið leggur
línurnar hjá manni. Lífið þitt var
heldur betur ein stór bílferð og
þrátt fyrir að þú lifðir ekki ávallt
réttu megin við línuna þá áttir þú
samt sem áður glæsilegan rúnt.
Sumt fólk leggur í ferð sína og
kveður lífið á spítölum, en það má
alveg segja að þín ferð hafi hafist
á sjúkrahúsinu en endað í ferð-
inni. Þegar ég hugsa til þess að
þá gæti það ekki verið meira við-
eigandi í þínu tilfelli að kveðja
okkur á rúntinum í sól og blíðu,
og er ég viss um að þér þótti það
ekki leitt.
Í dag syrgi ég þig ekki ein-
ungis sem pabba minn heldur
einnig sem minn besta vin, sálu-
félaga og samstarfsfélaga. Ég er
gríðarlega þakklátur að lífsleiðin
okkar var mjög náin og alveg
ótrúlega merkilegt hvað við átt-
um vel saman. Þegar ég var barn
þá hófst rúnturinn okkar og aldr-
ei hefði mig órað fyrir að við ætt-
um eftir að verða bestu vinir,
samstarfsfélagar, stunda fundi
saman, leita ráða til hvor annars
og deila margri lífsreynslu sam-
an.
Það var heiður og forréttindi
að eyða þessum tíma með þér. Þú
gafst mér allt, varst mín fyrir-
mynd og veittir mér öryggi, leið-
sögn og allan tímann í heiminum.
Þrátt fyrir allt það sem gekk á
hjá mér á erfiðu tímunum að þá
gafstu aldrei upp, sama þó ég
klessti alla bílana þína, að þá fékk
ég þá alltaf aftur að láni. Þú varst
óhagganlegur þegar þú ákvaðst
eitthvað og þetta var ein af þeim
ákvörðunum, að gefast aldrei upp
á mér. Þú varst alltaf til staðar
fyrir mig, sama hvað gekk á.
Ég man hvað ég hugsaði oft
þegar þú bjargaðir mér, hversu
mikið mig langaði að endurgjalda
þér allt sem þú veittir mér og
gera þig stoltan af mér. Ég er svo
þakklátur að síðustu ár höfum við
verið nánari með hverjum degi,
og deilt sömu reynslu af lífinu,
miklum skilning á hvor öðrum og
hvað þá sama áhugamáli og
stefna að sama draumi saman
sem við unnum mikið af undan-
farið.
Eitt það besta sem ég hef
heyrt var sá dagur þegar þú
tókst utan um mig og sagðist
vera rosalega stoltur af mér en
ég er einnig stoltur að bera áfram
þína arfleifð. Ég man þegar ég
var lítill og þú pakkaðir í töskuna
þína og keyptir þér kassa af osta-
poppi, það þýddi ávallt að þú
varst að fara í burtu í langan tíma
og þá fór ég á undan þér í bíl-
skúrinn og tók af þér grænu úlp-
una til að reyna að hindra þig að
fara en án árangurs. Síðan fórum
við öll með þér niður á bryggju og
horfðum á eftir þér að labba upp í
skipið og sigla út Eyjafjörðinn.
Ég man hvað það var gríðarlega
erfitt og hvað ég grét mörgum
tárum og ég beið alltaf eftir deg-
inum að sjá skipið koma aftur inn
fjörðinn með sjónaukanum úr
eldhúsinu. Þegar sá dagur kom
og við heyrðum flautið í skipinu,
þá fylltist ég mikilli gleði og
spenningi og vissi að framundan
biði mín mikil hamingja og góðir
tímar.
Eins erfitt og það virðist, að þá
líður mér svipað núna, að horfa á
eftir þér fara í burtu en sjá þig
aldrei aftur og vitandi að mín bíð-
ur gleði og góðir tímar í framtíð-
inni. Elsku pabbi, hvíldu í friði og
megi þú ávallt rúnta með okkur í
hjartanu um ókomna tíð.
Sindri Smárason.
Björgvin Smári Jónatanss-1
Hjá mér, sem strákpolla, ríkti
alltaf mikil eftirvænting og til-
hlökkun ef fréttist að þú værir
væntanlegur í heimsókn. Enginn
var skemmtilegri en þú. Þú varst
meistari Norðurgötuhúmorsins
kaldhæðna, beitta en vinalega.
Hnyttin tilsvörin og sögurnar
óborganlegar. 1-0 dæmið úr
Norðurgötunni er frægt.
Toppurinn á tilverunni var að
fá að fara með þér í alls konar
brall. Oftast var það eitthvað
bílastúss en líka ýmislegt í kring-
um vinnuna þína á Snæfelli EA
og fleiri skipum sem þú varst vél-
stjóri á. Auk þess voru ýmiskon-
ar verkefni sem þú þurftir aðstoð
við. Vinnulaun fékk ég en ég
þurfti þau ekki því mér nægðu
þau forréttindi að vera með þér.
Rúntarnir á brúna gljáfægða
Pontiacnum belgdu út stoltið
mitt en okkur nægðu nú samt
druslurnar þínar. Ísrúnturinn
eftirminnilegi á Pontiacnum þeg-
ar þú sendir mig, um miðjuna
mjúkan, á sundskýlunni einni
fata í sjoppu í miðjum miðbænum
að kaupa ís – stoltið dalaði. Þú
þorðir að vera þú sjálfur og
skeyttir litlu um álit annarra.
Samsetningin fjólubláar trimm-
buxur og græn gúmmístígvél er
líklega heiðarlegasta yfirlýsing
sem ég kann. Virðingarvert.
Bílarnir voru áfram rauði
þráðurinn á milli okkar og stoltir
vorum við þegar uppgerðinni á
brúna Chryslernum lauk. Ásamt
fleirum vorum við stofnfélagar,
þú formaður félagsins Eyfirskir
fornbílar og unnum saman að
upphefð og framgangi slíkra bíla.
Þú mátt vera hreykinn af þinni
vinnu þar. Um margt vorum við
líkir frændurnir og er ég vel
sæmdur af þeirri samlíkingu. Við
vorum góðir saman en mundu að
næst þegar við förum ísrúnt þá
kaupir þú ísinn !
Söknuður og virðing.
Þorgils Sævarsson.
Stórt var höggvið í okkar dýr-
mætustu eign, stórfjölskylduna,
þegar Björgvin Smári kvaddi
okkur með skyndilegum hætti.
Smári var einstaklega skemmti-
legur maður. Vandfundnir eru
þeir sem búa yfir slíkri frásagn-
argetu líkt og Smári hafði. Hvert
sem tilefnið var, Smári átti alltaf
góða sögu til að skemmta með.
Hinn einstaki kaldhæðni húmor
Smára skein yfirleitt í gegnum
sögurnar, oftar en ekki þannig að
menn voru byrjaðir að glotta áð-
ur en frásögnin hófst. Smári
hafði alltaf góðan húmor fyrir
sjálfum sér, og fannst fátt
skemmtilegra en að gera stól-
pagrín á eigin kostnað. Slíkir
menn finna til auðmýktar gagn-
vart sjálfum sér og eru lausir við
hroka og yfirlæti. Slíkir menn
eru jafnan góðir menn.
Alvarlegri sögur átti hann
einnig, og þá færðist annar brag-
ur á frásögnina, þyngri og bein-
skeyttari. Var ekki ólíklegt að um
væri að ræða þjóðmál, sem Smári
hafði sterkar skoðanir á eða
sagnfræði, annað áhugamál sem
var honum kært. Líkt og margir
aðrir litríkir persónuleikar, gekk
Smári stundum um sína dimmu
dali. Ævi hans bar alla tíð merki
um erfiðleika sem að honum
steðjuðu í æsku. Stoðkerfisvandi
hans sem barns var meðhöndlað-
ur af kunnáttu þess tíma. Þriggja
ára innilokun (5-8 ára) á sjúkra-
stofu ásamt veiku fullorðnu fólki.
Slíkt getur ekki gert barni gott.
Til allrar lukku hefur læknavís-
indunum og sálfræðiþekkingu
fleygt fram síðan. Smári, með sitt
einkennismerki „Norðurgötu-
þráann“, kleif þó alltaf upp með
aðstoð kímni og skarprar greind-
ar. Komið gat fyrir að Smári
hafði eitthvað á hornum sér, því
það átti hann sameiginlegt með
„frænda sínum“ Bjarti í Sumar-
húsum að geta ekki þolað neinum
að skipa sér fyrir verkum eða
sýna sér yfirgang. Það sem skildi
þá frændur þó að var að Smári sá
aldrei sólina fyrir börnunum sín-
um, sinni dýrmætustu eign. Þau
skiptu hann öllu máli.
Smári var vinmargur, meðal
annars í gegnum sín helstu
áhugamál, sagnfræði og bíla.
Ljúfmenni með sterkar skoðanir
sem var trúr vinur vina sinna. Sú
vinátta og virðing sem fyrir hon-
um er borin af vinum hans skín í
gegn við undirbúning jarðarfar-
arinnar og hefði sannarlega yljað
honum um hjartarætur.
Elsku Smári okkar, við systk-
inin minnumst skemmtilegra
stunda í einhverjum af þínum
fjölmörgu skrautlegu farkostum
og sagnanna sem fengu okkur til
að veltast um af hlátri. Þá er
ógleymanleg siglingin með Húna
fyrir nokkrum árum sem þú
stóðst fyrir. Þar naustu þín í hlut-
verki fræðarans og sagnamanns-
ins og við öll, stórfjölskyldan,
gengum ríkari frá borði eftir þá
stund. Við söknum þín en trúum
því að nú líði þér vel meðal vina
og ættingja á nýjum slóðum og
sért strax farinn að gleðja þá með
sögum og kærleika.
Ari Jón Arason,
Alfa Aradóttir,
Bergþóra Aradóttir.
Nú við ótímabært fráfall góð-
vinar míns til 50 ára, Smára,
langar mig til að kveðja hann
með nokkrum orðum. Fyrir ná-
kvæmlega 50 árum haustið 1962
komum við úr sitt hvorum barna-
skólanum á Akureyri og settumst
í Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Þar hitti maður marga nýja fé-
laga, m.a. Smára, og tókust góð
kynni með okkur en það sem
sameinaði okkur var áhugamálið
bílar og vorum við betur inn í
þeim málum heldur en hinum
bóklegu fræðum skólans. Teg-
undir þekktum við allar og bíl-
númer mundum við utan að í
hundraðatali. Báðir vorum við á
þeirri skoðun að ekkert væru
bílar nema þeir sem kæmu frá
Bandaríkjunum, borginni Detro-
it, allt annað væru eftirlíkingar.
Detroit var okkar himnaríki á
þessum árum enda átti Smári um
tíðina marga glæsivagna ættaða
þaðan.
Eftir að skólagöngu lauk fór-
um við til frekara náms í sitt
hvorum tæknigeiranum og lítið
var um samgang næstu 20 árin
nema á förnum vegi. Okkar ár-
gangur fór svo að hittast reglu-
lega á stórskemmtilegum skóla-
mótum. Okkar draumar um
bílaeign höfðu ræst og áttum við
þá alvöru bíla frá USA, fleiri en
einn hvor, engar eftirlíkingar
lengur. Fórum að hafa samband
og endurnýja gömul kynni með
heimsóknum þegar við vorum á
slóð hver annars á Akureyri og
Reykjavik en Smári bjó alltaf í
okkar heimabæ og gott var að
hittast og ræða málin. Vináttan
hélst til síðasta dags. Kveð hér
kæran vin með söknuði.
Árni G. Sigurðsson.
Björgvin Smári
Jónatansson
✝ Friðrik Erlend-ur Ólafsson
(Elli) var fæddur á
Gilsbakka í Vest-
mannaeyjum 5. júní
1928. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landsspítalans 19.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ólafur Stefán
Ólafsson, f. 24. júni
1900, d. 5. mars
1962 og Friðrikka Dagmar Er-
lendsdóttir, f. 5. maí 1905, d. 8
júní 1980. Hann átti einn yngri
bróður, Gunnar f. 17. september
1931 en hann er látinn.
Friðrik kvæntist 24. mars
1951, Margréti Sighvatsdóttur f.
28. júlí 1931, dáin 15. nóvember
2009. Foreldrar hennar voru
Sighvatur Bjarnason og Guð-
munda Torfadóttir frá Ási í
Vestmannaeyjum.
Börn Friðriks og Margrétar
eru:
1) Erna f. 9.5. 1951 maki Stef-
án Anton Halldórsson, lést 27.
1985, sambýliskona Thelma Sig-
urðardóttir. 3) Sighvatur f. 13.4.
1959, Maki Hjördís Guðrún, börn
þeirra eru: a) Helga Margrét f.
1983, sambýlismaður, Jakob
Tönners. b) Erlendur Þór f.
1987, sambýliskona Sólveig Lára
Árnadóttir. c) Katrín Björg f.
1989, sambýlismaður, Paul Wes-
kamp.
Friðrik lauk Iðnskólanum í
Vestmannaeyjum 1946, vélvirkj-
anámi í Vélsmiðjunni Magna í
Vestmannaeyjum 1948, vél-
stjóraprófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1950 og rafmagns-
deild 1951. Hann sótti námskeið í
meðferð dísilvéla og fylgitækja
þeirra hjá Motoren Werke Mann-
heim, Renk í Augsburg, Bosch í
Stuttgart og BBC í Baden 1957.
Hann var kyndari á BV Elliðaey
VE. Árið 1948 og á sumrin með-
an á námi stóð, vélstjóri á sama
skipi 1951 til 1954, starfaði síðan
í Vélsmiðjunni Magna og hjá
Vinnslustöðinni HF til 1970 en
var jafnframt kennari við Iðn-
skólann í Vestmannaeyjum 1954
til 1969. Hann hóf störf hjá Stur-
laugi Jónssyni og CO í mars 1970
og starfaði þar til 2003.
Jarðarför Friðriks verður
gerð frá Vídalínskirkju í dag,
fimmtudaginn 26. júlí 2012 kl.
13.
mai 2011, börn
þeirra eru: a) Dag-
mar f. 1971, maki
Hjalti Einarsson,
börn þeirra eru
Erna Sif f. 1989,
Viktoria Ágústa f.
1999, Stefán f. 2002
og Agnes Eva f.
2008. b) Friðrik Er-
lendur f. 1976, sam-
býliskona Jónína
Margrét Her-
mannsdóttir, börn þeirra eru
Dagmar Lilja f. 1997, Margrét
Guðfinna f. 2004 og Hermann f.
2010. c) Sigurður Ari f. 1982,
maki Ida Stefansson, barn þeirra
er Selma Lilja f. 2011. 2) Ólafur
f. 13.9. 1952, maki Þuríður Guð-
jónsdóttir, börn þeirra eru: a)
Davíð Björn f. 1973, sambýlis-
kona Stefanía Þorgeirsdóttir,
María Rut f. 2003, Benjamín f.
2005, Stefán Björn f. 2011. b)
Sara Margrét, f. 1974, maki Pét-
ur Sigurjónsson, börn þeirra eru
Elísa f. 1997, Ólafur Þór f. 2000
og Viktor Orri f. 2007. c) Andri f.
Elsku faðir minn, þó að mig
hafi grunað að þessi stund væri
ekki langt undan, þá hélt ég að
aðdragandinn yrði lengri. Ég
mun ávallt minnast þín með virð-
ingu og þakklæti fyrir allar
ánægjustundirnar sem að við
Hjördís áttum saman með ykkur
mömmu hvort sem var á ferða-
lögum erlendis eða helganna í
sumarbústaðnum ykkar þar sem
hugmyndaflugið og athafnasem-
in fékk sín notið.
Þú byrjaðir snemma að kenna
mér á heiti verkfæra en það kom
nú helst af því að gamli Taunus-
inn sem að þið mamma áttuð
sumarið 70, árið sem að við flutt-
um upp á land, var orðinn frekar
þreyttur og fóru flest kvöld vik-
unnar í það að gera hann gang-
færan fyrir útilegu væntanlegrar
helgar, því að nú skyldi tækifær-
ið notað og fastalandið skoðað.
Fyrir mig sem námsmann í vél-
virkjun og síðar tæknifræði, var
ekki amalagt að hafa aðgang að
þekkingu þinni og reynslu því af
öllum ólöstuðum varst þú nokk-
uð víst einn fróðasti og reynslu-
ríkasti vélamaður af þinni kyn-
slóð.
Áhugi þinn á Þýskalandi smit-
aði mig snemma og gleymi ég
seint minni fyrstu ferð með ykk-
ur mömmu til Mannheim þar
sem að ég sá í fyrsta sinn verk-
smiðjuna sem Carl Benz stofnaði
og smíðaði þar sína fyrstu bens-
ínvél og sinn fyrsta bíl. Ekki datt
mér í hug á þeim tíma að einmitt
þessi sama verksmiðja yrði tæp-
um fimm árum seinna vinnustað-
ur minn í heilt ár.
Þú vissir örugglega fyrir víst
hversu gott peyinn myndi hafa af
skipulaginu og nákvæmninni hjá
þeim þýsku. Ég er aftur á móti
ekki viss um að þú hafir gert þér
grein fyrir því á þeim tíma
hversu mikið sonurinn og fleiri
afkomendur ættu eftir að tengj-
ast Þýskalandi.
Ég veit að ég mun sakna þín
sárlega og veit ég að þú er kom-
inn á betri stað, þar sem að þú
nýtur á ný samvista mömmu og
síðan kæmi mér ekki á óvart að
þið gömlu félagarnir úr eyjum
séuð þegar farnir að rifja upp
gömlu minningarnar á ný.
Takk fyrir allt.
Sighvatur.
Fyrstu minningar okkar af
honum Ella afa eru líklega frá
sumrunum sem hann og amma
voru vön að taka okkur með sér í
sumarbústaðinn. Afi var vanur
að gefa okkur kandís, timbur,
nagla og hamra, og kenndi okkur
að smíða skip og flugvélar. Hann
hafði sjálfur alltaf gaman af skip-
um og vélum og talaði oft um ár-
in sem hann var á sjó, þó þau
voru nú ekki mörg. Hann vann
líka mikið með vélar og alltaf
þegar við komum í heimsókn í
vinnuna hans þá gaf hann okkur
Opal mola. Hann afi hefur kennt
okkur margt og mikið í gegnum
tíðina, enda vissi hann hina ótrú-
legustu hluti.
Við munum hvað okkur þótti
það furðulegt þegar við sáum afa
borða sviðsauga í fyrsta skipti en
honum þótti þau nú ljúffeng,
enda alvöru íslenskur karlmaður
hann afi. Svo lagðist hann alltaf á
meltuna eftir matinn. Tóbaks-
dósin og snýtiklúturinn voru
einnig aldrei fjærri. Við munum
líka að í fyrsta skipti sem við
vildum gefa Möggu ömmu og
Ella afa jólagjöf þá fékk hún
kerti en hann snýtiklút.
Við erum öll afar þakklát að
hafa þekkt hann afa og að hafa
haft hann í lífi okkar, enda var
hann stórkostlegur maður.
Elsku Elli afi okkar er nú
kominn til hennar Möggu ömmu,
enda er hún búin að bíða hans
lengi. Ég sé þau alveg fyrir mér
á himnum með bros á vör og
hann afi með dökkbláu kanslara-
húfuna sína.
Megi hann hvíla í friði og sitji
guðs englar hjá honum og ömmu.
Þín barnabörn
Katrín Björg, Helga Margrét
og Erlendur Þór.
Mikill höfðingi er genginn,
hans verður sárt saknað. Sól
hans er gengin til viðar, en eftir
situr stjarna á festingunni sem
lýsir okkur nótt sem nýtan dag.
Friðrik Erlendur, eða Elli eins
og við kölluðum hann í daglegu
tali, var leiðtogi af guðs náð,
hann hafði mikla áru, og útgeisl-
un hans lét engan ósnortinn, sem
var í návist hans. Við lærðum
mikið af Ella. Hann var sannur
og heilsteyptur persónuleiki sem
helgaði líf sitt einkunnarorðum
okkar Oddfellowa að lifa í vin-
áttu, kærleika og sannleika, við
alla meðbræður sína hvort held-
ur var innan eða utan Oddfellow-
reglunnar. Elli var bróðir í Odd-
fellowstúkunni Snorra goða. Elli
var einn af stofnendum stúkunn-
ar og einn af hennar styrkustu
stoðum.
Á meðan heilsan leyfði stund-
aði Elli stúkustarfið og félagslíf
stúkunnar af þeim eldmóð sem
hann var þekktur fyrir. Elli var
hvar sem hann kom, hrókur alls
fagnaðar og virkaði á okkur
bræðurna sem segull. Allir vildu
vera í nálægð við Ella og njóta
hinnar sérstöku og skemmtilegu
frásagnargáfu sem hann hafði.
Þær voru margar Vestmanna-
eyjasögurnar sem hann sagði
okkur, með sínum sérstaka stíl
sem enginn getur leikið eftir.
Hann Elli kallaði sko ekki allt
ömmu sína.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells.)
Elli sóttist aldrei eftir verald-
legum frama, en hann var alltaf
leiðtogi. Bróðir sem við litum
upp til, óumdeildur sómamaður.
Á seinni árum hrakaði heilsu
Ella, og segja má að hann hafi
aldrei náð sér eftir fráfall eigin-
konu sinnar, Margrétar Sig-
hvatsdóttur, sem átt hafði við
áralöng veikindi að stríða. Elli
hafði borið Margréti á höndum
sér og annast hana eins og best
verður á kosið. Sýnt henni þá
ástúð og umhyggju, sem hún átti
skilið, eftir langt og farsælt
hjónaband.
Á síðustu árum hef ég farið í
marga heimsóknina til þessa
gengna vinar, og notið hverrar
einustu mínútu. Elli var höfðingi
heim að sækja. Alltaf fór maður
með bros á vör, og eitthvað nesti
út í lífið frá Ella. Nokkuð er síð-
an við gerðum okkur grein fyrir
að það drægi að leiðarlokum, en
Elli tók því af æðruleysi, og í
raun tel ég að Friðrik Erlendur
hafi kvatt saddur lífdaga, sáttur
við Guð og menn, hvíldinni feg-
Friðrik Erlendur
Ólafsson