Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Verk listakonunnar Rósu Gísladótt- ur eru nú sýnd í safninu Mercati di Traiano eða Trajanusarmarkaðnum í miðborg Rómar, en aðstandendur safnins buðu Rósu að sýna þar eftir að hafa séð einkasýningu hennar í Róm fyrir þremur árum. Tólf verk eru á sýningunni, skúlptúrar úr gifsefni, skúlptúr úr endurunnu áli, verk með afsteypum úr gifsi og fjögur skúlptúrverk úr plexigleri og plastflöskum sem eru fylltar af vatni og lýstar upp, en verkin eru sýnd í safninu og á sýningarsvæði úti. Rósa sýnir í Rómarborg  Verk Rósu Gísladóttur sýnd í miðborg Rómar Ljósmynd/Rósa Gísladóttir Speglun Verkið „Spegill tímans“ úr endurunnu áli. Spegilmyndin er af Rósu Gísladóttur og Ólafi Gíslasyni listfræð- ingi, höfundi sýningarskrár. Eggert Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður stendur við verkið. Rústir Safnið er í rústum byggingar sem er frá dögum Trajanusar keisara á 1. öld eftir Krist og var miðstöð stjórnsýslu í Rómaborg til forna. Útiverk Sex verkanna eru skúlptúr- ar úr umhverfisvænu gifsefni. Íbókinni Lukkunnar pamfílleru tuttugu örsögur eftirnorska rithöfundinn AraBehn. Hann er þekktur rit- höfundur í sínu heimalandi en lík- lega þekktastur fyrir að vera eig- inmaður Mörthu Louise prinsessu. Sögurnar eru hnitmiðaðar, frá nokkrum línum upp í um fjórar blaðsíður. Það er enginn óþarfi í sögunum, þær eru vel til skornar. Það getur verið mjög ánægjulegt að lesa heila sögu í svo stuttum texta, það er hægt að segja mikið með fáum orðum. Behn tekst oftast mjög vel til með það. Segir langa sögu stutta, mjög stutta og hún þarf ekki að vera orði lengri. Upp- setningin á bókinni er sérstök, heil síða fer undir heiti hverrar sögu en heitið hefur líka mikið að segja um söguna sem á eftir kemur. Flott uppsetning en alltaf óþarfa pappírsaustur að mínu mati. Endalok ein- kenna innihald sagnanna. Hvort sem það eru hin eilífu endalok lífsins, eða endalok sambands, vináttusambands eða hjónabands. Persónurnar eru margar hverjar í krísu, í leit að sjálfum sér. Það er enginn léttleiki yfir þessu. Sögurnar eru nötur- legar, kaldhæðnar, mannlegar, raunverulegar. Behn bregður upp mynd af stund í lífi fólks og sú stundin markar oft skil í því lífi, þó að hún geti virst hversdagsleg. Sumar sögurnar eru mjög áhrifa- miklar, aðrar gleymast fyrr. Í heildina er Lukkunnar pamfíll ágætis lesning. Ekki orðinu lengra en örstutt Norskt glæsipar Ari Behn er kvæntur norsku prinsessunni Mörtu Louise. Lukkunnar pamfíll: Örsögur bbbnn Eftir Ara Behn. Íslensk þýðing: Sigurður Helgason. Draumsýn bókaforlag 2012. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR AFP EGILSHÖLL VIP 12 12 12 12 12 12 12 12 KRINGLUNNI L L L 12 12 12 16 16 16 L L L KEFLAVÍK 16 STÆRSTA MYND ÁRSINS  EMPIRE  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT SELFOSSI ÁLFABAKKA THE DARK KNIGHT RISES kl. 1 - 2 - 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 - 11:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 1 - 4:30 - 8 - 11:20 2D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D DREAMHOUSE kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 3D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 1:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D AKUREYRI DARK KNIGHT RISES kl. 4:30 - 8 - 11:20 2D LOL kl. 6 2D DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D THE DARK KNIGHT RISES kl. 8 - 11:15 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D DARK KNIGHT RISES 1 - 2 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D TED kl. 3:20 - 5:40 - 10:30 2D MAGIC MIKE kl. 8 2D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 2 - 4 3D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1 - 3 2D Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | sími 568 2870 | www.friendtex.is OPNUNARTÍMI mánudag - föstudag 11:00-18:00 LOKAÐ á laugardögum ÚTSALA 40% 50% 60% 70% Ný frábær tilboð Kíktu, það borgar sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.