Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Tekjutenging vaxtabóta hækkaði úr 6% í 7% eftir að lög um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum frá árinu 2010, svokallaður bandormur, tóku gildi. Því til viðbótar voru ákvarð- aðar vaxtabætur skertar um 8% hjá öllum bótaþegum með þessum sömu lögum. Þrátt fyrir þessar skerðingar hefur kostnaður ríkis- sjóðs vegna vaxtabóta ekki lækkað heldur þvert á móti aukist. Þannig var kostnaður ríkissjóðs vegna vaxtabóta rétt rúmir 11,7 milljarðar króna árið 2010, sam- kvæmt ríkisreikningi þess árs. Árið 2011, er hinar fyrrnefndu breyt- ingar tóku gildi, nam kostnaður ríkissjóðs vegna vaxtabóta rúmum 18,9 milljörðum króna miðað við ríkisreikning þess árs. Þetta jafn- gildir rúmlega 7,2 milljarða kostn- aðaraukningu á milli ára. Loks er í fjárlögum ársins 2012 gert ráð fyr- ir rúmlega 17,3 milljörðum vegna vaxtabóta. Hámarksbætur hafa hækkað Samkvæmt upplýsingum af vef- síðu Ríkisskattstjóra gátu reikn- aðar vaxtabætur árið 2010, þ.e. vegna vaxtagjalda fyrir árið 2009, að hámarki orðið 264.944 krónur fyrir einhleypa, 317.589 krónur fyr- ir einstæð foreldri og 408.374 krón- ur fyrir hjón og sambúðarfólk. Árið 2011 hafði hámarkið hækkað upp í 400.000 krónur fyrir einhleypa, 500.000 krónur fyrir einstæð for- eldri og 600.000 krónur fyrir hjón og sambúðarfólk. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar, sérfræðings hjá Tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, stafar þetta af því að gerðar voru aðrar breytingar á vaxtabót- unum á sama tíma og tekjuteng- ingin var hækkuð. „Um leið og við breyttum henni [tekjutengingunni] þá var vaxtahámarkið, sem þú byrjar að reikna niður frá, hækkað úr rúmlega 900 þúsund krónum í 1200 þúsund krónur og vaxtabæt- urnar sem voru um 400 þúsund, fóru upp í 600 þúsund fyrir hjón,“ segir Sigurður og bætir við: „Þann- ig að tvær mikilvægar breytur sem 8% skerðingin virkaði á voru hækkaðar mjög mikið.“ Að sögn Sigurðar kom síðan svo- kölluð sérstök vaxtaniðurgreiðsla til viðbótar við þetta.„Hún var hugsuð sem svona almenn aðgerð til þess að lækka vaxtagreiðslur heimilanna en hún er aðeins tengd við íbúðarkaupaskuldina. Hún er 0,6% af skuldinni en þó aldrei hærri heldur en þrjú hundruð þúsund fyrir hjón og svo var eignatenging,“ segir Sigurður aðspurður hvað hafi falist í hinni sérstöku vaxtaniður- greiðslu. Sparnaður ekki meiningin Aðspurður hvort meiningin með hækk- un tekjutengingar- innar hafi ekki verið sú að spara segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta var ekki gert til þess að spara. Meining var sú að færa bæturnar í raun neðar í tekjuskal- ann því að aukin tekjutenging ger- ir ekkert annað, sérstaklega ef þú breytir öðrum breytum líka,“ segir Sigurður og bætir við: „Meiningin var sú að tekjulægra og skuldsett- ara fólk fengi meiri bætur og að þeir sem væru með meiri tekjur fengju minni bætur og þannig kom það út.“ Meiri sparnaður en von var á Með hinum svokallaða bandormi sem meirihluti Alþingis samþykkti síðla ár 2010 var tekjutenging vegna barnabóta einnig aukin á þann veg að barnabætur með öllum börnum yngri en sjö ára á tekju- árinu voru tekjutengdar og var skerðingarhlutfall þeirra hækkað úr 2% í 3% með hverju barni. Að sögn Sigurðar var hins vegar, ólíkt vaxtabótunum, ætlunin að ná fram sparnaði varðandi barnabæt- urnar. „Hann varð meiri [sparn- aðurinn] heldur en við ætluðum að yrði. Ákveðið var aðgera tekju- tengingu hjá börnum yngri en sjö ára en öðrum breytum var ekki breytt,“ segir Sigurður og bætir við: „Launabreytingar á landinu urðu meiri en við reiknuðum með. Það þýddi einfaldlega það að tekju- tengingin reiknaði grimmari heldur en hún hafði verið.“ Samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2010 námu útgjöld ríkissjóðs vegna barnabóta það árið rúmum 10,3 milljörðum króna en í fyrra námu útgjöld ríkissjóðs vegna barnabóta hins vegar rúmum 8,3 milljörðum króna. Sparnaðurinn á milli þessara ára nam því tæpum tveimur milljörðum króna. Þá er í fjárlögum ársins 2012 gert ráð fyr- ir að útgjöld ríkissjóðs vegna vaxtabóta nemi um 8,2 milljörðum króna. Er þetta töluvert meiri sparnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir en að sögn Sigurðar var áætl- að að skera barnabætur niður um tæpan einn milljarð króna með áðurnefndri tekjutengingu. Vaxtabætur hafa aukist  Segir ekki hafi staðið til að spara þegar tekjutengingar vaxtabóta voru auknar  Töluvert meiri sparnaður vegna tekjutengingar barnabóta en áætlað var Morgunblaðið/Golli Sparnaður Sigurður Guðmundsson segir sparnað vegna aukinnar tekju- tengingar barnabóta hafa orðið meiri en reiknað var með. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 ÚTSALA Fallegir bolir, peysur og buxur fyrir konur á öllum aldri Margir litir og gerðir Stærðir S-XXXL Einnig töskur og klútar 20-70% afsláttur Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Heiðar Kári Rannversson verður með leiðsögn um listaverkin í Við- ey í þriðjudagsgöngunni 31. júlí og ræðir um Friðarsúlu Yoko Ono og Áfanga eftir hinn kunna bandaríska listamann Richard Serra. Heiðar Kári útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands vorið 2009 en lokaverkefni hans fjallaði um listaverkin í Við- ey. Lagt verður af stað frá Viðeyj- arkirkju kl. 19:30. Allir eru vel- komnir en gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Aukaferðir til Viðeyjar á þriðju- dögum eru kl. 18:15 og 19:15. Listaverkin skoðuð Dagana 31. júlí til 2. ágúst halda Gylfaflöt og Iðjuberg sameigin- legan markað með handunnar vörur á Markúsartorgi við Gerðu- berg. Þar mun fólk geta kynnt sér það starf sem fram fer í dag- þjónustunni auk þess sem fólk getur skoðað og keypt þar vörur. Í Iðjubergi er fötluðum ein- staklingum á þrítugsaldri og upp úr veitt vinna og dagþjónusta við hæfi, auk þess sem rekin er lista- smiðja, þar sem starfsfólk hannar og býr til ýmsan varning. Gylfa- flöt er dagþjónusta fyrir fatlaða á aldrinum 16-25 ára þar sem megináherslan er lögð á tóm- stundir auk þess sem rekin er þar umfangsmikil listasmiðja. Markaðurinn verður opinn frá þriðjudegi til fimmtudags klukk- an 13-15. Opnunarhátíð verður haldin í dag kl. 13:00 á Mark- úsartorgi. Handunnar vörur á Markúsartorgi Flugfélagið Ernir hefur tekið ákvörðun um að halda flugi til Húsavíkur áfram árið um kring og eru bókanir í flugið hafnar. Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. apríl sl. eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var um til- raunaverkefni að ræða út sept- ember. Viðtökur hafa verið mjög góðar og hafa íbúar svæðisins, fyrirtæki og stofnanir sýnt nýrri flugleið mikinn áhuga og nýta flugið mjög vel, segir í frétt frá flugfélaginu. Fyrst um sinn verða farnar sjö ferðir fjóra daga vikunnar líkt og verið hefur síðustu mánuði. Flogið allt árið STUTT Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo er í stjórn tveggja nýskráðra fyrir- tækja sem eru til húsa á skrifstofu talsmanns hans, Halldórs Jóhanns- sonar, á Skipagötu 12 á Akureyri. Fyrir í húsinu er teiknistofa Hall- dórs en hann er bæði arkitekt og skipulagsfræðingur. Fyrirtækin sem um ræðir heita Zhongkun Europe ehf. og Zhongkun Grímsstaðir ehf. og er Huang for- maður stjórnar í báðum. Með honum í stjórn er sonur hans Huang Sichen og Hong Xu, 51 árs auðjöfur frá Kína. Halldór Jóhannsson er fram- kvæmdastjóri beggja félaga en fyrir rekur hann teiknistofu í eigin nafni, auk þess að vera skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar. 1,2 milljónir í hlutafé Hlutafé í Zhongkun Europe ehf. er 1.200 þúsund krónur. Í lögum um einkahlutafélög er kveðið á um að a.m.k. einn stofnenda félags skuli hafa heimilisfesti hér á landi en það á ekki við þá sem eru búsettir innan EES. Var því óskað eftir undanþágu í þessu tilviki. Fram kemur í minnisblaði efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins að „eftir yfirferð … var það niðurstaða ráðuneytisins að veita umræddu fé- lagi [Zhongkun Europe] undanþágu en þess var sérstaklega getið að við afgreiðslu málsins hefði verið tekið tillit til þess að framkvæmdastjóri félagsins er íslenskur“. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Til hægri á mynd Skipagata 12 er við hlið Alþýðuhússins á Akureyri. Höfuð- stöðvarnar á Akureyri  Huang Nubo stofnar fyrirtæki „Það var ekki sparað í vaxta- bótum,“ segir Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis, aðspurð hvort ekki hafi verið stefnt á sparnað með auknum tekju- tengingum á vaxta- og barna- bótum, og bætir við: „Breyting- arnar á barnabótunum voru þær að það voru teknar af ótekjutengdar bætur vegna barna, sjö ára og yngri, og þær settar inn í tekjutengingar- hlutann. Svo með vaxtabæt- urnar þá voru gerðar breyt- ingar þannig að þeir sem voru tekjulægri fengu meiri bætur.“ Að sögn Sigríðar urðu útgjöld til barna- bóta minni en gert var ráð fyrir. Tekjulægri fengu meira ÞINGMAÐUR SEGIR EKKI SPARAÐ Í VAXTABÓTUM Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.