Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
✝ Bragi VestmarBjörnsson
fæddist á Sjónarhóli
í Hafnarfirði 18.
júní 1929. Hann lést
á heimili sínu 23.
júlí 2012.
Foreldrar Braga
voru Guðbjörg
Jónsdóttir, f 20.1.
1894, d. 21.11. 1993,
og Björn Eiríksson,
f. 9.9. 1894, d. 7.5.
1983. Systkini Braga voru:
Bjarni Vestmar, f. 14.11. 1925, d.
27.12. 1986, Bára, f. 16.5. 1927, d.
9.5. 2006, Jón Boði, f. 4.12. 1931,
Birgir, f. 22.2. 1935, d. 2.9. 2011,
og Guðlaug Berglind, f. 21.2.
1937.
Eiginkona Braga var Erna
Guðmundsdóttir, f. í Reykjavík
5.6. 1930, d 12.7. 1996. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Guð-
mundsson, f. 20.11. 1898, d. 25.2.
1982, og kona hans Halldóra
Danivalsdóttir, f. 9.8. 1909, d. 7.3.
1999. Börn Braga og Ernu eru: 1)
Guðbjörg Birna, f. 3.11. 1946, gift
Rafni Þ. Eggertssyni, skilin. Syn-
ir þeirra eru 1) Eggert, barns-
móðir Fjóla Sigurðardóttir. Dótt-
ir þeirra er Angela. Barnsmóðir
Alda J.S. Stangeland, d. 2005.
Sonur þeirra Daníel. 2) Örn.
Seinni maður Guðbjargar er Rolf
A. Larsen. 2) Harpa, f. 4.8. 1950,
gift Sigurði Knútssyni, skilin.
Synir þeirra eru 1) Bragi, sam-
býliskona Ellen Tryggvadóttir.
Þau slitu samvistir. Sonur þeirra
kvæntur Guðrúnu Hallgríms-
dóttur. Synir þeirra eru Atli,
sambýliskona Svala Ingiberts-
dóttir, dóttir þeirra er Þórey,
Bjarni, Björn og Ari.
Árið 1999 kynntist Bragi Önnu
Luckas, f. í Þýskalandi 16.3.
1940, og hafa þau verið lífs-
förunautar síðan. Börn Önnu eru
1) Karl Udo Luckas, f. 1965,
kvæntur Rósu L. Thorarensen,
börn þeirra eru Arnór, Svava og
Ástrós. 2) Claudia M. Luckas, f.
1966, gift Þórði Bachmann, synir
þeirra eru Steinar, sambýliskona
Kristín Hansdóttir, Atli og Hilm-
ir. 3) Frank D. Luckas, f. 1968,
kvæntur Gígju Magnúsdóttur,
dætur þeirra eru Anna og Katla.
Bragi lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg 1946 og meira fiski-
mannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum 1950. Var stýrimaður og
skipstjóri á ýmsum fiskiskipum
til 1968. Var skipstjóri og leið-
beinandi í meðferð Asdic-tækja í
Skotlandi 1968-1970. Eftir að
hann fluttist aftur til Íslands
starfaði hann hjá Kristjáni Ó.
Skagfjörð, Þörungavinnslunni á
Reykhólum, Icedan og Viking og
lauk þar starfsævi 75 ára að
aldri. Bragi var áhugamaður um
hesta, brids og hljóðfæraleik en
hann spilaði sjálfur á harm-
onikku og orgel frá unga aldri.
Hann stundaði útivist, sund og
hjólreiðar og ferðaðist síðari ár
víða um heim. Bragi lét að sér
kveða í ýmsum málefnum, var
virkur í félagsstarfi s.s. hjá Al-
þýðubandalaginu og félagsstarfi
Þroskahjálpar þar sem hann spil-
aði oftar en ekki á ýmsum uppá-
komum.
Útför Braga fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 31. júlí 2012, kl.
15.
er Esra. Bragi er
kvæntur Hyacinth
Robinson. Sonur
þeirra er Alexand-
er. 2) Knútur Á.
kvæntur Nönnu Þ.
Árnadóttur, skilin.
Börn þeirra eru Sig-
urður, barnsmóðir
hans Kristjana Haf-
steinsdóttir, þeirra
sonur er Elías. Guð-
björg, Óliver. 3) Jó-
hannes, d. 2003. Kona hans Val-
eria C. Sathler. Dóttir þeirra er
Jasmín. 3) Þóra f. 18.9. 1953, gift
Hafsteini Ólafssyni. Börn þeirra
eru 1) Hrafnhildur, gift Friðriki
Árnasyni. Börn þeirra eru
Sindri, Logi og Emilía Glóð. 2)
Brynhildur, gift Árna K. Magn-
ússyni. Börn þeirra eru Magnús,
Þórarinn, Valdimar, Hallveig,
Þóra. 3) Hanna, gift Sigurði J.
Sigurðssyni, skilin. Börn þeirra
eru Sesselja, Patrekur og Benja-
mín. 4) Jónas, sambýliskona
Dagný V. Einarsdóttir. 4) Geir, f.
22.3. 1955, kvæntur Sigríði Þórs-
dóttur, skilin. Synir þeirra eru 1)
Ingvar, kvæntur Söru Watkins-
Geirsson. Sonur þeirra er Jagg-
er. 2) Eyvar. Kvæntur Antoníu
Guðnadóttur, skilin. Börn þeirra
eru Perla, Guðni, Ísar. Seinni
kona Geirs var Elísabet M. Ást-
valdsdóttir, þau skildu. 5) Erna
Dóra Bragadóttir f. 5.6. 1957,
gift Arnfinn Johnsen. Börn
þeirra eru Nína og Brynjar. Guð-
mundur Ýmir, f. 4.7. 1961,
Elsku pabbi minn, mig brest-
ur orð þegar ég vil þakka þér
fyrir lífið sem þú gafst mér á
þínum unglingsárum. Minning-
arnar streyma svo hratt og eru
svo margar; lítil telpa að fara
með pabba sínum í róður. Við
gengum niður að höfn, við Nýju
Bílastöðina stóðu nokkrir
skrýtnir karlar og ég fann
hvernig hönd þín tók þétt og
hlýtt um mína litlu. Öryggi fyllti
mig.
Sögulistin þín gerði hverja
sögu að ævintýrastund. Hvern-
ig þú kenndir mér að tefla.
Spilagleði þín, sem ég hef notið
allt mitt líf, og gladdir alla með,
nú síðast bara fyrir nokkrum
dögum. Ég þekki engan annan
sem sest við píanóið og byrjar
að æfa Bach hátt á áttræðis-
aldri. Þar sem við manneskjur
áttum erfitt með að tala saman
dróst þú með framkomu þinni
og hljóðfæri fram samhug og
gleði. Samræður okkar um
„stóru málin“ þar sem við vor-
um ekki alltaf sammála ein-
kenndust af gagnkvæmri virð-
ingu. Fjallageitin pabbi minn:
„Við skreppum hér upp á
Laka.“ Ferðirnar með þér og
Önnu þar sem við Rolf upplifð-
um framandi menningu og sam-
an nutum sólar og hita.
Það dýrmætasta sem þú gafst
mér samt eru viðhorf um frjálsa
hugsun, um réttlæti, heilindi og
það góða í manneskjunni. Ég
veit að í huga mínum munum við
halda áfram samræðum okkar,
því minningarnar eru svo sterk-
ar. Við öll sem höfum fengið að
vera samferða þér og njóta sam-
fylgdar þinnar höfum svo mikið
að þakka fyrir og þín verður
sárt saknað. Bless, pabbi minn.
Guðbjörg Birna.
Kveðjustund. Að kveðja
pabba er ótrúlega erfitt. Hann
var svo gefandi og lifandi per-
sónuleiki.
Alltaf til staðar fyrir okkur
öll, jafnt á erfiðum stundum
sem gleðistundum.
Sögurnar hans og músíkin
eiga eftir að lifa með okkur og
með börnum og barnabörnum
okkar allra.
Gönguferðirnar ógleyman-
legar, t.d. þegar við gengum á
Keili og seinna á Laka, einnig
gengum við oft á Helgafell og þá
með börnin sem voru orðin fær
um slíkar göngur og sum voru
nú bara sett á háhest. Margar
voru útilegurnar líka, alltaf
jafngaman. Pabbi þreyttist
aldrei á að segja okkur frá og
benda á markverða staði enda
mikill sögumaður og hafði gam-
an af að vera úti í náttúrunni.
Já minningarnar eru margar
um gleðistundirnar sem við átt-
um öll saman, pabbi spilandi á
harmonikkuna sína eða á píanó-
ið. Hann spilaði mest eftir eyr-
anu og héldum við lengi vel að
hann kynni ekki að lesa nótur,
sem var auðvitað ekki rétt en
hann þurfti þær bara ekki nema
hann væri að spila lög sem hann
þekkti ekki mjög vel. Að spila
eftir nótum fór hann að æfa eftir
að hann var kominn yfir 75 árin.
Elsku pabbi, þín er svo sárt
saknað og þú skilur eftir þig svo
óendanlega mikið.
Síðustu vikur voru þér erfið-
ar en alltaf vildir þú fara fram
og hitta þá sem komu til að
heilsa upp á þig. Að sjá börnin
sem komu og kúrðu sig upp að
þér með tárin í augunum sagði
meira en nokkur orð um hvað
þau elskuðu þig mikið.
Þegar ég var sjálf barn
fannst mér að öll börn ættu að
eiga slíkan föður og finnst það
enn.
Pabba sem spilaði við okkur
og lék, sagði sögur og fór með
okkur í sundlaugina og göngu-
túra.
Sem sjómaður, sem oft var
lengi að heiman, tókst þér að
bæta okkur upp tímann sem þú
varst fjarverandi með svo mik-
illi nálægð þegar þú varst
heima.
Alltaf varst þú kletturinn
sem við treystum á og brást
aldrei.
Takk pabbi fyrir allt sem þú
hefur verið mér og mínum.
Elsku Anna og fjölskylda,
ykkur þakka ég fyrir árin sem
pabbi átti með ykkur, það er
ekki sjálfgefið að kynnast fjöl-
skyldu sem ykkar, enda voruð
þið öll honum óendanlega mikils
virði.
Harpa.
Hafið bláa hafið hugann dregur
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur
Bíða mín þar æsku draumalönd
(Örn Arnarson)
Aðfangadagskvöld á Sjónar-
hól, börnin syngjandi í hurðinni,
Bragi þenur orgelið hennar
ömmu af lífskrafti og gleði, rest-
in af fullorðna fólkinu situr í
stofunni og horfir á með hrifn-
ingu. Jólasveinarnir koma með
epli í poka, dansað í kringum
jólatréð. Þetta var Sjónarhóls-
gengið samankomið í höfuð-
stöðvunum.
Seinna meir var sumarhitt-
ingur tekinn upp, grillað, faðm-
ast og kysst og auðvitað var
harmonikkan miðpunktur gleð-
innar og söngsins. Jólahitting-
ur fjölskyldunnar færðist úr
stað, harmonikkan alltaf með í
för og enn komu jólasveinarnir
með pokann sinn að gauka að
þeim yngstu. Síðustu jól voru
engin undantekning, Sjónar-
hólsgengið samankomið og nú á
nýjum Sjónarhól, margra sakn-
að, nýir meðlimir innlimaðir
með faðmlögum og kossum og
harmonikkuspilarinn gladdi
okkur í sitt síðasta sinn. Stolt-
ur, lúinn, með blik í augum,
horfði yfir hóp afkomenda for-
eldra sinna, hlýr og glaður.
Nú er gleðigjafinn okkar all-
ur og það verður erfitt að fylla
hans skarð á hittingum Sjónar-
hólsfjölskyldunnar. Óþreytandi
hafði hann það af að kenna okk-
ur „Hafið bláa hafið“, sem er
orðið ómissandi á öllum stund-
um, bæði í gleði og sorg. Alltaf
var faðmur hans opinn, ekki síst
fyrir börnin, sem löðuðst að
honum, enda var hann hafsjór
af sögum og ævintýrum, og með
ráð undir rifi hverju fyrir ung-
lingana og nýbakaða foreldra.
Talandi um Sjónarhólshitt-
ing er ekki hægt annað en að
minnast lítillega á þá Sjónar-
hólsbræður, Braga, Boða og
Birgi, sem voru oft á tíðum mið-
punktur ærsla og gleði þegar
fjölskyldan kom saman og allir
skipstjórar í eðli sínu. Í gegnum
tíðina hafa samskipti þeirra
verið mjög litrík enda lífsskoð-
anir þeirra mjög ólíkar. Bragi
og Birgir voru aldrei sammála
þegar pólitík bar á góma, þá var
betra að halda sig til hlés, en
fyrirgefning, faðmlag, kossar
og stök tár breiddu yfir allt sem
sagt hafði verið og voru þeir
sammála um að vera ósammála
í þeim efnum. Yndislegt í raun
að fá að upplifa svona sterka
karaktera og svona miklar til-
finningar og ást. Ómetanleg
gjöf að deila til komandi kyn-
slóða.
Samheldni og vinátta þeirra
Sjónarhólssystkina var mikil og
góð, t.d. hafa þau haldið upp á
giftingardag foreldra sinna í
mörg ár með því að hittast
ásamt mökum sínum og borða
saman, nú eru þau Boði og
Gulla ein eftir.
Við kveðjum í dag með mikl-
um söknuði og þakklæti Braga
Vestmar Björnsson, sem svífur
seglum þöndum, svífur burt frá
ströndum, fyrir stafni er haf og
himinninn.
Inga, Magnús, Sólveig,
Laufey og fjölskyldur.
Bragi Vestmar
Björnsson
✝ Jósef HelgiHelgason fædd-
ist á Patreksfirði
15.10. 1941. Hann
lést á Landspít-
alanum 22.7. 2012.
Foreldrar Jósefs
voru Helgi Gestsson
húsasmíðameistari,
f. á Saurbæ í Rauða-
sandshreppi, og Sig-
ríður Ingveldur
Brynjólfsdóttir hús-
móðir, f. á Þingeyri í Dýrafirði.
Systkini Jósefs: Ingibergur Gest-
ur, f. 9.4. 1939, d. 9.4. 2002, Sigríð-
ur Bryndís, f. 23.5. 1940, Jónína
Þóra, f. 16.7. 1946, d. 15.9. 1992,
Hrönn, f. 31.1. 1949, Einar, f. 3.10.
1950, og Kristrún, f. 11.2. 1960.
Jósef ólst upp á
Patreksfirði fyrstu
árin en flutti síðan til
Reykjavíkur. Hann
var við nám í Heyrn-
leysingjaskólanum
frá fimm ára til 16
ára aldurs. Jósef
vann við fiskvinnslu
bæði á Patreksfirði,
Þingeyri og suður
með sjó sem ungur
maður og var eft-
irsóttur flakari. Jósef vann hjá
föður sínum við húsasmíðar og í
mörg ár hjá húsgagnaframleið-
anda.
Útför Jósefs fer fram í Foss-
vogskirkju í dag, þriðjudaginn 31.
júlí 2012, kl. 13.
Jósep, vinur minn til margra
ára, lést á sjötugasta aldursári
eftir erfið veikindi. Við fráfall
hans hefur margt leitað á hug-
ann. Minningar frá veru okkar
við Heyrnleysingjaskólann eða
Málleysingjaskólann í Stakkholti,
eins og hann hét þá, streyma
fram. Eftir að hafa sjálf stundað
nám við skólann starfaði ég um
árabil við skólann og kom m.a. að
umönnun yngri nemenda í
heimavist skólans. Fyrstu kynni
mín af Jósep tengdust heimahög-
um okkar beggja. Brandur Jóns-
son skólastjóri treysti mér fyrir
Jósep, sem hann þurfti að koma
einum heim til foreldra sinna á
Patreksfirði, en þá var ég á leið
með strandferðaskipi heim í Ön-
undarfjörð. Þrátt fyrir að hafa
varla slitið barnsskónum sjálf
gekk þetta allt vel. Jósep var þá
lítill drengur og mér er í minni
hvað hann var ljúfur og skemmti-
legur. Það voru persónueinkenni
sem fylgdu honum alla tíð.
Síðar fluttist fjölskylda Jóseps
suður til Reykjavíkur og bjó Jós-
ep lengi vel í foreldrahúsum.
Faðir hans var húsasmíðameist-
ari og starfaði Jósep við trésmíð-
ar með föður sínum í fjölda ára.
Hann var vinnusamur og starfaði
síðar við fiskverkun og hús-
gagnasmíðar í fjölda ára.
Kynni okkar Jóseps og jafn-
aldra hans áttu eftir að verða
nánari. Heyrnarlausir áttu með
sér samfélag sem leiddi til stofn-
unar Félags heyrnarlausra og fór
starfsemin í fyrstu fram á heim-
ilum okkar sem réðum yfir stóru
húsnæði. Það var ekkert tiltöku-
mál að fjölga stólum og baka
langt fram á nótt kvöldið áður en
fundir voru haldnir, eftirvænting-
in eftir að hitta félagana var mik-
il og fjölskyldan tók þátt í því.
Fundirnir, sem Jósep var dugleg-
ur að sækja, stóðu oft langt fram
á nótt og gott kaffimeðlæti var
nauðsynlegt.
Í dag þykja það sjálfsögð
mannréttindi að aka bíl en árið
1964 fengu heyrnarlausir leyfi til
að aka bíl eftir mikla baráttu.
Okkar góði skólastjóri, Brandur
Jónsson, var þar fremstur í flokki
og kunnum við honum miklar
þakkir fyrir. Fyrst fór kennslan
fram heima hjá okkur hjónum, að
beiðni Brands. Guðmundur, mað-
urinn minn fór yfir bóklega þátt-
inn með okkur, túlkaði allt og út-
skýrði og túlkaði svo fyrir okkur
í bílprófinu sjálfu. Það fóru marg-
ar helgar og kvöld í námið og
börnin okkar fylgdust spennt
með árangrinum. Jósep vinur
okkar var einn af þeim mörgu
sem notfærðu sér að fá réttindi
til að aka bíl. Fyrir heyrnarlausa
á þessum tíma, þar sem engin
hjálpartæki; símar eða tölvur
auðvelduðu samskiptin, fylgdi bíl-
prófinu mikið sjálfstæði og frelsi.
Þetta vissi Brandur og hann
fylgdi málinu stíft eftir við yf-
irvöld. Eftir lát Jóseps hittumst
við nánir vinir hans og minnt-
umst hans. Hann hafði góða
mannkosti til að bera, var ætíð
ljúfur og spaugsamur og féll vel
inn í hópinn. Við þökkum góða
samfylgd sem aldrei bar skugga
á. Við Guðmundur vottum að-
standendum samúð okkar. Bless-
uð sé minning hans.
Hervör Guðjónsdóttir.
Jósef Helgi
Helgason
Við fráfall Drafn-
ar Sigurgeirsdóttur í Hvammi er
ein af okkar mestu blómakonum í
fyrrum Mosfellssveit og síðar
Mosfellsbæ horfin á braut.
Ásamt Helga Ólafssyni eigin-
manni sínum, lagði hún af stað
með viðamikla blómarækt í
Hvammi á sínum tíma. Þau
byggðu upp fallega gróðrarstöð í
fögru umhverfi og varð blóma-
framleiðsla þeirra þekkt bæði
hér í Mosfellsbæ og nágranna-
byggðum.
Heimili þeirra hefur ávallt ver-
ið með afbrigðum fallegt og hlý-
legt, sundlaug í garði, að sjálf-
sögðu blóm í hverju horni og öllu
Dröfn
Sigurgeirsdóttir
✝ Dröfn Sigur-geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. júní 1942. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 7. júlí 2012.
Útför Drafnar
fór fram frá Lága-
fellskirkju 19. júlí
2012.
þessu fylgdi gest-
risni og vinátta í
allra garð. Dröfn
var kát og skemmti-
leg kona, hún hafði
mjög gaman af
ferðalögum og
minnist ég þeirra
hjóna í ferðahóp á
Sikiley og víðar um
heim á sínum tíma,
en flestar ferðir
lágu til Playa del
Ingles á Kanaríeyjum þar sem
glatt var á hjalla í góðum hóp alla
daga.
Í Hvamm til Drafnar og Helga
var ávallt gott að koma, þar ólu
þau upp börnin sín, ræktuðu
blómin og þar var vinátta og gest-
risni í hávegum höfð. – Jarðarför
Drafnar fór fram að viðstöddu
miklu fjölmenni hér í Mosfellsbæ
í síðustu viku og þar mættu fjöl-
margir ferðafélagar og vinir
þeirra hjóna. Við fráfall þessarar
góðu vinkonu okkar er Helga,
börnum og fjölskyldum sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Gylfi og Elfa, Mosfellsbæ.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SÆVAR ÞÓRÐARSON,
Arnarhrauni 34,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 24. júlí, verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju fimmtudaginn 2. ágúst
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Ásta Ágústsdóttir,
Ágúst Helgason, Erika Johnson,
Hulda Sigurveig Helgadóttir, Þröstur Ásgeirsson,
Örvar Helgason,
Þóra Helgadóttir,
barnabörn og langafabarn.
✝
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐNÝ BERGSDÓTTIR
fyrrv. blaðamaður,
frá Akureyri,
Kong Georgsvej 110,
Kaupmannahöfn,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. júlí.
Jarðað verður í kyrrþey í Kaupmannahöfn að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Bergsson,
Þórunn Bergsdóttir,
Guðrún Bergsdóttir,
Bergur Bergsson
og fjölskyldur.