Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Það getur verið að ég fari hérna eitthvað um sveitina. Það er núekki alveg skipulagt, en ég verð hérna fyrir austan,“ segir Sæ-mundur „Sæmi rokk“ Pálsson, fyrrverandi lögreglumaður, að- spurður hvað hann ætli að gera á afmælisdaginn en hann fagnar 76 ára afmæli sínu í dag. Að sögn Sæmundar er hann nú staddur í sumarbústað austur í Öndverðarnesi ásamt eiginkonu sinni. Sæmundur á tvíburabróður, Magnús Pálsson, en að sögn Sæmund- ar hafa þeir bræður oftast hist á afmælisdeginum ef þeir hafa verið báðir í bænum, svo verður þó ekki að þessu sinni. „Ég veiddi lax í Hofsá og það var meiningin að hafa hann svona í matinn í morgun,“ segir Sæmundur, aðspurður hvort hann hyggist gera vel við sig á af- mælisdaginn, og bætir við: „Fiskur er það besta sem til er, alveg tvímælalaust.“ Þá minnist hann sérstaklega fimmtugsafmælis síns en þá var hann staddur í Austurríki ásamt Ólafi Guðnasyni og eiginkonu hans. „Það voru um tvö hundruð manns, eða eitthvað svoleiðis, í rosalegu „húll- umhæ“ þarna, hljómsveit og flott. Ég hringdi í bróður minn og hann var að segja mér það að hann væri með eitthvað um hundrað manns í veislu hjá sér en þá sagði ég: „já, ég er hérna með rúmlega tvö hundr- uð“ og leyfði honum að heyra hávaðann,“ segir Sæmundur og að það hefði verið gaman ef þeir hefðu verið saman. skulih@mbl.is Sæmundur Pálsson er 76 ára í dag Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sæmi Rokk Sæmi Rokk í hörkusveiflu í Silfurtunglinu um 1960. Sæmi fagnar afmæli sínu ásamt eiginkonu sinni fyrir austan fjall. Borðar nýveiddan lax á afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Valdís Eva fæddist 14. febr- úar kl. 2.18. Hún vó 4.265 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Herdís Ómarsdóttir og Margeir Ásgeirsson. Nýir borgarar Hlutavelta Lára Pálsdóttir, 9 ára, og Margrét Mist Hannesdóttir, 10 ára, héldu tombólu á Eiðistorgi og seldu dót sem þær höfðu safnað. Alls söfnuðu þær 8.778 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. M argrét fæddist í Reykjavík, ólst upp í Svíþjóð í fimm ár á námsárum foreldra sinna og síðan í Vesturbænum í Reykjavík. Hún var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúd- entsprófi frá MR 1992, stundaði nám í trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík í eitt ár, stundaði síðan nám í hljóð- færasmíði við New Ark School of Vi- olin Making í Bretlandi frá 1993 og útskrifaðist þaðan sem hljóðfæra- smiður 1996. Úr hljóðfærasmíði í verkfræði Margrét hóf síðar nám í verkfræði við Cardiff University í Wales, árið 2000, lauk þaðan diplómaprófi í framleiðsluverkfræði, hóf nám í iðn- aðarverkfræði við HÍ, lauk þaðan B.Sc.-prófi 2004 og MSc.-prófi 2006. Margrét hóf fiðlunám þegar hún var sjö ára, hjá Lisbet Vecchi í Sví- þjóð, hóf nám við Tónmenntaskól- ann í Reykjavík er hún var ellefu ára og lærði þar á fiðlu hjá Gígju Jó- hannsdóttur, stundaði síðan nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur, skipti Margrét María Leifsdóttir, verkfræðingur og hljóðfærasm., 40 ára Í Girona á Spáni Margrét með börnin frá vinstri, María, Máni, Margrét með Snorra og Diljá Helga. Slökkvilið og hljóðfæri Í Barselóna á Spáni Margrét og Snorri á kvöldgöngu. yfir á víólu er hún var sextán ára og var þá eitt ár hjá Rut Ingólfsdóttur og síðan hjá Ingvari Jónassyni og lauk 6. stigs prófi á víólu 1993. Þá sótti hún fjölda námskeiða, einkum í Svíþjóð. Margrét lék töluvert með Sinfón- íuhljómsveit æskunnar og með ýms- um áhugahljómsveitum í Bretlandi. Vann við hljóðfæri í Hong Kong Margrét starfaði við fiðlusmíði og viðgerðir í Bern í Sviss í nokkra mánuði árið 1996, flutti síðan heim til Íslands um skeið en vann svo á hljóðfæraverkstæði fyrir gömul og verðmæt hljóðfæri í Hong Kong til ársloka 1997, flutti þá heim til Ís- „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón –– Meira fyrir lesendur : Meðal efnis verður: Endurmenntun Símenntun Iðnnám Tómstundarnám- skeið Tölvunám Háskólanám Framhalds- skólanám Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt full af spennandi efni Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. ágúst Þann 17. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ Skól ar & náms keið Skólar & námskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.