Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 25
Starf óskast
Vill komast á sjó
24 ára hraustur og duglegur strákur vill komast
á sjó. Er fljótur að læra. Er búinn að skrá sig í
Slysavarnaskólann. Sími 894 0509.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
! "#
$ % & '
'! (%% )))
*
+
, -! , (
*
. "
/
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Iðnaðarpláss í Hafnarfirði
165 fmtil leigu. Ýmsir aðrir
möguleikar, allt að 900 fm.
Uppl. í s. 893 9777 eða 862 4685.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar, verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauðri götu, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
TLBOÐ TILBOÐ TILBOÐ
FÆST í B, C skálum á AÐEINS KR.
2.750.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
Lokað laugardaga í sumar.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
TVEIR ALGJÖRLEGA
FRÁBÆRIR !!
Teg. 42027 - glæsilegur nýr litur í
C,D,E skálum á kr. 5.800, buxur í stíl
á kr. 1.995.
Teg. 11001 - sömuleiðis frábær nýr
litur í C,D,E,F skálum á kr. 5.800,
buxur í stíl á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
Lokað laugardaga í sumar.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Teg. 407 Mjúkir og þægilegir dömu-
inniskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 11.900.
Teg. 915 Mjúkir og þægilegir dömu-
inniskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 11.900.
Teg. 6912 Mjúkir og þægilegir dömu-
sandalar úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 12.550.
Teg. 6500 Mjúkir og þægilegir dömu-
sandalar úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 41. Verð: 9.850.
Teg. 70 Sérlega mjúkir og þægilegir
dömu-inniskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Teygjuefni í hliðum. Stærðir: 35 - 40.
Verð: 7.900.
Teg. 99131 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 15.685.
Teg. 06 Mjúkir og þægilegir dömu-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: hvítt
og svart. Stærðir: 36 - 42.
Verð: 13.975.
Teg. 99113 Litir: svart og hvítt -
Stærðir: 36 - 42. Verð: 15.685.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið: mán. - föst. 10 - 18.
Lokað laugardaga í sumar
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Í dag er kvaddur góður vinur
og félagi.
Leiðir okkar Grétars lágu fyrst
saman þegar barátta var um bætt
kjör í verslunum, styttri vinnu-
tíma og það að verslanir væru
lokaðar á helgidögum. Á þessum
tíma fór Verslunarmannafélag
Reykjavíkur nokkrum sinnum í
verkföll.
Grétar var mikill félagsmála-
maður og barðist fyrir bættum
kjörum félagsmanna. Hann var í
stjórn Verslunarmannafélags
Reykjavíkur í mörg ár, einnig í
stjórn LÍV. Grétar var einn af
stofnfélögum Kiwaniklúbbsins
Elliða árið 1972. Þar gegndi hann
öllum helstu embættum fyrir
klúbbinn. Mikil gæfa var það fyrir
klúbbinn að fá þennan gleðigjafa.
Hann var ekki í vandræðum með
að setja saman skemmtidagskrá,
semja vísur og segja allskyns
skemmtisögur á hátíðum klúbbs-
ins. Þarna var á ferð mikill ná-
kvæmismaður sem gott var að
treysta og vinna með, hann var
ávallt tilbúinn að taka að sér hin
ýmsu störf. Nú þegar við nokkrir
félagar erum komnir á þann góða
aldur að vera betri borgarar, var
ákveðið að hittast einu sinni í viku
í kaffisopa. Þar mætti Grétar allt-
af meðan hann hafði heilsu til,
sagði brandara og fór með vísur
um okkur félagana. Hann var
ávallt hrókur alls fagnaðar, sann-
ur gleðigjafi.
Ég vil þakka Grétari samfylgd-
ina í gegnum árin og allar þær
ánægjustundir sem ég hef átt
með honum í leik og starfi.
Við hjónin sendum Sigrúnu og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Megi minning um góðan dreng
lengi lifa.
Ragnar og Gunndís.
Minningar eru dýrmætar. Þær
birtast eins og myndir og oft er
það ekki það stórkostlega eða
fréttnæma sem situr fastast í
minninu heldur það litla, venju-
bundna, daglega og dýrmæta.
Dagleg umgengni við Grétar
Hannesson er einmitt eitt af
þessu dýrmæta í lífi okkar sam-
starfsmanna hans sem gleymist
aldrei. Það er sjaldgæft að geta
státað af svo góðri lund og það var
eins og frá honum stafaði ljós og
dulinn kraftur. Grétar var dug-
legur og vinnusamur. Heilsuleysi
frá unga aldri aftraði honum ekki
frá því að vera auk vinnunnar hjá
VR á kafi í félagsmálum og ötull
félagsmaður í Kiwanis áratugum
saman.
Starfi sínu hjá VR sinnti hann
með gleði, var mættur snemma
og ávallt fyrstur manna til að taka
að sér verkefni sem tengdust
þeim félagsmálum sem fylgja því
að starfa hjá stéttarfélagi, oftast
utan hefðbundins vinnutíma.
Hans aðalstarf lengst af var fólgið
í samskiptum við trúnaðarmenn
og félagsmenn almennt og oft
höfðum við það á tilfinningunni að
hann þekkti með nafni alla fé-
lagsmenn VR.
Myndirnar af okkar elskulega
Grétari eru margar. Við sem átt-
um því láni að fagna að vinna með
honum hjá VR getum rifjað upp
margt sem gleður hug og hjarta.
Hann stendur okkur fyrir hug-
skotsjónum sem hvíthærður
glæsilegur maður, kankvís á svip,
kannski dálítið stríðnislegur, allt-
af í góðu skapi, skemmtilegur, já-
kvæður og góður vinur og félagi.
Grétar Hannesson
✝ Grétar Hann-esson fæddist í
Reykjavík 9. apríl
1937. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 22. júlí
2012.
Útför Grétars
var gerð frá Foss-
vogskirkju 30. júlí
2012.
Hann sagði gjarnan
sömu brandarana
oft og alltaf var
hægt að hlæja.
Frægasti frasinn
hans var t.d. „Hvað
vinna margir hjá
VR?“ og svaraði sér
svo sjálfur að bragði
„Ja, svona um það
bil helmingurinn“ og
ávallt bauð hann
okkur virðulega
góða kvöldið ef við mættum of
seint. Það var ekki endilega hvað
hann sagði sem fékk okkur til að
brosa heldur hvernig hann sagði
það.
Myndbrot flökta fyrir augum;
Grétar á spjalli við félagsmenn,
að flytja tækifærisvísur um okkur
vinnufélagana á góðri stund, stíga
dans við stelpurnar eða syngja „O
sole mio“ alveg upp úr þurru. Það
var gleði í kringum hann.
Eftir að hann hætti að vinna og
var ennþá rólfær kom hann oft í
heimsókn til okkar til VR, ávallt
aufúsugestur. Þá var spáð í málin
og spjallað mikið. Hann lét sig
varða um VR og okkur vinnu-
félagana. Það var okkur mikils
virði.
Við söknuðum Grétars þegar
hann hætti að vinna og munum
sakna hans áfram. Við sendum
Rúnu hans og fjölskyldunni allri
einlægar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá VR,
Anna Björg Siggeirsdóttir.
Kæri Grétar.
Ég hef verið vinur þinn í meira
en 40 ár eftir að þú komst til
London í nýrnaaðgerð og kynnt-
ist eiginmanni mínum Malcolm
heitnum og þið urðuð strax bestu
vinir. Ég á svo margar ánægju-
legar minningar með þér; þegar
við heimsóttum ykkur 1969 eftir
þriggja daga siglingu og aftur
1995 og 2005. Þú og fjölskylda þín
tókuð alltaf vel á móti okkur og
við skemmtum okkur við að rifja
upp gamla tíma með myndum og
glensi.
Þegar þið heimsóttuð okkur til
Englands var líka mikið fjör og
nú eru börnin okkar vinir og
skrifast á. Stundirnar mínar á Ís-
landi eru bestu fríin sem ég hef
átt á ævinni.
Grétar, þú varst gegnheill
heiðursmaður og einstakur vinur
og þú munt ávallt skipa stóran
sess í hjarta mínu. Malcolm er bú-
inn að bíða í langan tíma eftir að
sameinast vini sínum. Hugur
minn er hjá Rúnu og fjölskyldu.
Ástarkveðjur,
Rosetta M. Foulger
og fjölskylda,
Lowestoft, Englandi.
Góður vinur er genginn. Grét-
ar Hannesson, sem andaðist 22.
júlí sl. var einn af traustustu og
virkustu félagsmönnum VR um
margra áratuga skeið. Hann vann
um langt árabil við afgreiðslu-
störf í matvöruverslun og kynnist
þar vel störfum og kjörum fólks.
Grétar átti sæti í stjórn VR í
rúma tvo áratugi. Auk þess
gegndi hann ýmsum trúnaðar-
stöfum fyrir VR; var í trúnaðar-
mannaráði félagsins, sat í stjórn
orlofsheimilasjóðs og var um tíma
varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, svo nokkuð sé
nefnt. Hann hóf störf á skrifstofu
VR 1986 og vann þar til starfs-
loka. Hann stjórnaði m.a. nám-
skeiðum sem VR hélt fyrir trún-
aðarmenn á vinnustöðum um
margra ára skeið. Grétar sat flest
öll þing Landssambands ísl.
verzlunarmanna og einnig þing
ASÍ frá því að verslunarmenn
fengu aðild að ASÍ 1964.
Grétar sat lengi í samninga-
nefnd VR og bjó yfir mikilli
reynslu og þekkingu úr þeirri
starfsgrein sem hann hafði lengi
unnið við. Miklar breytingar hafa
orðið á kjörum fólks frá því að
Grétar fór að taka þátt í fé-
lagsstarfinu og leggja baráttunni
fyrir bættum kjörum verslunar-
manna lið. Sem dæmi má nefna
styttingu dagvinnutímans úr 48
stundum í 37½ stund, lengingu
orlofs úr tveimur vikum í rúmar
fimm, stofnun Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, sem nú er einn
stærsti og traustasti lífeyrissjóð-
ur landsins, aðild að atvinnuleys-
istryggingasjóði, stofnun orlofs-
sjóðs, stofnun sjúkrasjóðs, sem
m.a. hefur staðið að byggingu
hjúkrunarheimilisins Eirar, þar
sem margir aldraðir félagsmenn
VR, sem misst hafa heilsuna, fá
nú aðhlynningu og umönnun.
Allt hefur þetta kostað mikla
baráttu og fórnir og var Grétar
mjög virkur þátttakandi í þeirri
baráttu. Spor hans liggja í ferli
allra þessara mála. Í fjóra áratugi
fórnaði hann miklum tíma og
kröftum í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum verslunar- og skrif-
stofufólks, sem menn njóta í dag
og í framtíðinni.
Grétar sá VR verða stærsta og
öflugasta stéttarfélag landsins.
Honum þótti mjög vænt um stétt-
arfélagið sitt og hann mætti á alla
fundi, sem félagið boðaði til og tók
virkan þátt í öllu starfi þess.
Grétar var mikið ljúfmenni í
allri umgengni, hagmæltur og
dáður af öllum sem áttu samleið
með honum. Hann var glaðlyndur
og oft var stutt í hláturinn sem
smitaðist í viðstadda. Grétar var
orðvar, ég heyrði hann aldrei tala
illa um nokkurn mann. Hann
hafði góð áhrif á umhverfi sitt.
Nú þegar Grétar er kvaddur
hinstu kveðju flyt ég honum ein-
lægar þakkir fyrir allt hið mikla
og góða starf sem hann innti af
hendi í þágu VR á starfsferli mín-
um á þeim vettvangi. Persónu-
lega þakka ég honum áratuga góð
kynni, sem aldrei bar skugga á.
Ég og kona mín sendum eft-
irlifandi konu hans Sigrúnu
Steingrímsdóttur, börnum og
öðrum aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Grétars
Hannessonar.
Magnús L. Sveinsson.
Kær kveðja til góðs vinar.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Grétari fyrir
rúmum 20 árum í Kiwanisklúbbn-
um Elliða og urðu samskipti okk-
ar sífellt meiri eftir því sem á leið.
Við unnum saman í mörgum
verkefnum fyrir Elliða og alltaf
var Grétar tilbúinn þegar leitað
var til hans, hvort sem var að
setja saman vísur, flytja gaman-
mál eða sinna þjónustuverkefn-
um.
Sérstaklega er mér minnis-
stætt þegar hann fyrstur allra
bauð sig fram í K-dagsnefnd El-
liða fyrir tveimur árum þrátt fyrir
veikindi sín og leysti það starf af
einstakri alúð og natni eins og
honum var einum lagið. Hann var
einstakur félagi sem ég naut að
hafa samskipti við. Við ræddumst
mjög oft við síðastliðin ár og alltaf
var jafngaman tala við hann því
að allt var stutt í húmorinn þrátt
fyrir erfið veikindi. Hann reynd-
ist mér sannur vinur sem stóð
alltaf við bakið á mér í veikindum
mínum og þrengingum síðastliðið
ár. Fyrir það er ég honum ákaf-
lega þakklátur.
Kæra Sigrún og fjölskylda, allt
virðist nú svart og enga ljósglætu
að sjá í myrkrinu. En eftir lifir
minning um góðan dreng sem
alltaf kom með birtu inn í til-
veruna.
Skáldið Tómas Guðmundsson
segir:
Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva,
sem hismi feykt á bál,
unz sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
Kær kveðja,
Páll V og Ída.