Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú skalt leggja harðar að þér í
vinnu til þess að geta slakað betur á þegar
heim er komið. Nýjar hugmyndir gætu
meira að segja látið á sér kræla í nótt,
vakið þig og krafist athygli.
20. apríl - 20. maí
Naut Eitthvað á eftir að koma þér svo á
óvart að þú munt undrast þín eigin við-
brögð. Passaðu hvað þú tekur þér fyrir
hendur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Frelsinu fylgir mikil ábyrgð, sem
þú axlar um leið og þér er veitt frelsi og
sjálfstæði í starfi. Gættu þess bara að
eyða ekki of miklu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst þú enn eiga margt ógert
en mundu að veraldlegum hlutum má auð-
veldlega skjóta á frest. Við getum lært
margt af unga fólkinu. Kannski að dagur-
inn verði einn sá besti í mánuðinum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert örlát/ur í eðli þínu og stund-
um getur það hreinlega gengið of langt.
Leitaðu þér samstarfsmanna áður en þú
lendir í ógöngum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ýmis tækifæri standa þér opin og
það er erfitt að velja. Reyndu að nota
tækifærið og snúa hlutunum þér í hag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér er efst í huga að grípa til óhefð-
bundinna úrræða til að leysa ákveðin
vandamál. Láttu þessar aðstæður ekki
leiða þig út í hluti sem þér eru á móti
skapi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert ekki í miðju eldsins en
þú skynjar hitann mjög vel. Kýldu á’ða
jafnvel þótt þú sért ekki viss.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Lokaðu þig ekki af frá umheim-
inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta.
Fólk virðist einstaklega samvinnuþýtt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú skalt halda óhikað til streitu
áformum þínum varðandi heimilið eða
hvaðeina sem hefur með fasteignir að
gera. Er ekki óþarfi að eyða peningum
sem þú átt ekki bara til þess að slá um
sig?
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert að velta því fyrir þér
hvort þú eigir að sýna meiri hörku í við-
kvæmu máli. Góðar sálir dragast að þér í
von um að þú þarfnist þeirra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er óhollt að byrgja allar tilfinn-
ingar sínar inni. Mundu að ekkert er
dýrmætara í heimi hér en heilsan.
Karlinn á Laugaveginum komgangandi upp Snorrabraut-
ina þegar ég mætti honum, eins
og hann væri að koma frá kín-
verska sendiráðinu. Honum hefur
alltaf þótt gaman af kínverskum
ljóðum í þýðingu Helga Hálfdán-
arsonar og tuldraði fyrir munni
sér:
Konan vill að krakkinn sé
með kollinn gáfum fylltan.
Ég lít með sorg á sjálfs mín hag
af sjálfs mín gáfum spilltan
og vona að þetta veslings grey
verði tröllheimskur drjóli
og fái að enda farsælt líf
í forsætisráðherrastóli.
„Þessa vísu orti Sú Túng Pó
(1036-1101) við fæðingu sonar eða
fyrir daga jafnréttis kynjanna,“
sagði hann og bætti við: „Nú er
þannig ort við fæðingu dóttur.“
Síðan fór hann með vísu eftir
Vang Sí (um 590-644) um leið og
hann dró mig inn á næstu krá:
Vínlaus dagur er varla neinn,
þó væri ég hlynntastur banni;
en hver getur þraukað allsgáður einn
þegar öl sér á hverjum manni.
Og um leið og við lyftum fyrstu
bjórkollunni bætti hann við: Stein-
grímur leyfir engum að sjá ferils-
krá fjárfestisins Huangs Nubos:
Ögmundur leit á leiðtogann og ljótt
hann sagði;
kollhúfur þá karlinn lagði
kínverskur að yfirbragði
Bjarni Jóhannesson sem lengi
var skipstjóri á Súlunni og lands-
kunn aflakló kenndi mér þessa vísu
eftir Sigurgeir Sigurðsson í Flatey
og sagðist hafa lært hana ungur:
Enn þá syngur upp við hlein
útsynningur baldinn.
Þegar springur aldan ein
önnur hringar faldinn.
Jakob Ó. Pétursson, Peli, rit-
stjóri á Akureyri var snjall hagyrð-
ingur. Hann kom einu sinni til
Vopnafjarðar í einstöku blíðviðri
„þar sem ríkti sól yfir sundum og
blámi fjallanna blasti við, hvert
sem litið var“. Á fellsbrúninni ofan
við kauptúnið varð honum þessi
vísa af munni:
Yfir bæinn allan sést
út um sæ og gjögur
seiðir á daginn sumargest
sveitin ægifögur.
Einhverju sinni sagði Peli:
Orka vaknar ei hjá mér
unga snót þó finni.
Lítið var – en lokið er
lífshamingju minni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kollhúfur þá karlinn lagði
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
ÞAÐ ER
MORGUN
OG DAGURINN
ER ÞEGAR ÓNÝTUR
HVAÐ
ERUÐ ÞIÐ
AÐ GERA!?
ÞIÐ
RÆNDUÐ MIG
Í SÍÐUSTU
VIKU!?
FYRIRGEFÐU, ÞESSIR
KASTALAR LÍTA ALLIR EINS ÚT
KALLI
HVAÐ VARÐ
UM ALLA
FÍFLANA?
ÉG FJARLÆGÐI ÞÁ ALLA
MEÐ TÖLU! ÞETTA ER
KASTARAHAUGUR EN
EKKI BLÓMABEÐ!
TALANDI UM BLÓMABEÐ...
ÞÁ KÆMI ÞAÐ ÖRUGGLEGA
VEL ÚT AÐ GRÓÐURSETJA
LILJUR HÉRNA
JÁ, EÐA
TÚLÍPANA
ÞETTA ER
ÓÞOLANDI!
VARSTU AÐ
SETJA FLEIRI
VANDRÆÐALEGA
HLUTI Á
GRÍMS-LEAKS?
JÁ, ÞAÐ
ER SIRKUS-
FJÖLSKYLDAN
Í ÞETTA
SKIPTI
HVAÐ
GERÐU
ÞAU?
SVO
VIRÐIST SEM
BIL KEANE SÉ
BARA AÐ
SÖTRA
KOKTEILA Á
SÓLAR-
STRÖND...
Á MEÐAN BÖRNIN TEIKNA
MYNDASÖGURNAR Í
ÞRÆLABÚÐUM Í HONDÚRAS
EES
EKKI NÓG
HRINGUR
Víkverji er að lesa endurminn-ingar sænska knattspyrnu-
mannsins Zlatans Ibrahimović sem
komnar eru út í íslenskri þýðingu
hjá Draumsýn forlagi. Það er fróð-
leg lesning.
Ibrahimović fjallar að vonum um
ýmsa samferðamenn sína í spark-
inu, leikmenn, þjálfara og forsvars-
menn félaganna sem hann hefur
leikið með. Kappinn er ekki allra og
fyrir vikið hefur gengið á ýmsu.
Frægar eru til dæmis deilur hans
við gulldrenginn Rafael van der Va-
art meðan þeir voru hjá Ajax. Van
der Vaart fær á baukinn í bókinni.
Ibrahimović nefnir hann þó á
nafn, það er meira en hann gerir
við samherja sinn í landsliðinu til
fjölda ára, Fredrik Ljungberg.
Ibrahimović hatar hann bersýnilega
eins og pestina og niðurlægir
Ljungberg með því að tala um hann
án þess að nafngreina hann.
Á einum stað í bókinni, þar sem
Ibrahimović lýsir metnaði sínum til
þess að verða dýrasti knattspyrnu-
maður Norðurlanda, segir: „Það
var sænskur leikmaður sem hafði
farið til Arsenal fyrir fjörutíu millj-
ónir, það þótti þá mikið og Valencia
borgaði sjötíu milljónir fyrir Norð-
manninn John Carew.“
x x x
Seinna, þegar Ibrahimović fjallarum þátttöku Svía á EM 2004,
segir hann: „Prímadonnan hélt sínu
striki. „Hjá Arsenal gerum við
svona. Þannig á maður að gera það.
Því að hjá Arsenal vitum við það og
ég spila með því liði.“ Þetta var að-
ferðin hans.
Ég varð hálffúll yfir þessu. „Ég
er svo slæmur í bakinu,“ sagði
hann. „Ég get ekki farið með venju-
legri rútu. Ég þarf mína eigin. Ég
þarf að fá þetta og þetta.“ Ég
meina bara. Hvern fjandann var
hann að koma hingað og látast til-
heyra einhverri yfirstétt með okk-
ur? Lars Lagerbäck ræddi við mig
um hann.
„Zlatan minn. Reyndu að taka á
þessu eins og atvinnumaður. Við
megum ekki við neinum deilum í
liðinu.“
„Ef hann sýnir mér virðingu,
sýni ég honum virðingu. Punktur.““
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð
þér halda boðorð mín.
(Jóhannes 14,15.)
LEÐURTÖSKUR
Á GÓÐU VERÐI
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Smáralind
Stofnsett 1934
Sími: 528 8800
drangey.is
Drangey | Napoli
NÝ SENDING - MARGAR GERÐIR
KR. 16.900