Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 213. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Banaslys á Steingrímsfj.heiði
2. Bruce Willis búinn að fá nóg
3. Alvöru prinsessur sniðgengnar
4. Jakob Jóhann biðst afsökunar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Um helgina sást til bandarísku leik-
konunnar Jennifer Connelly og eigin-
manns hennar Paul Bettany, sem lék í
kvikmyndinni Da Vinci Code, á
líkamsræktarstöðinni World Class á
Seltjarnarnesi. Connelly er stödd á
Íslandi við tökur á myndinni Noah.
AFP
Connelly og Bettany
í ræktinni á Nesinu
Leikararnir Jó-
hannes Haukur
Jóhannesson og
Arnar Dan fengu
nýverið hlutverk
Kains og Abels í
kvikmyndinni
Noah sem leik-
stjórinn Darren
Aronofsky leik-
stýrir. Ekki munu Jóhannes og Arnar
fara með neinn texta í myndinni og
eru hlutverk þeirra partur af inngangi
myndarinnar.
Tveir íslenskir
leikarar í Noah
Á djasstónleikum KEX hostels í
kvöld kl. 21 kemur fram kvartett gít-
arleikarans Andrésar Þórs Gunn-
laugssonar. Með honum
spila Agnar Már
Magnússon á pí-
anó, Þorgrímur
Jónsson á
kontrabassa og
Scott McLemore á
trommur. Þeir flytja
tónlist af nýrri hljóm-
plötu Andrésar sem nefn-
ist Monokrom.
Andrés flytur djass
af Monokrom á KEX
Á miðvikudag Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða
bjartviðri. Hiti 13 til 18 stig V-til, en annars 8 til 13.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag Hægviðri og
bjart með köflum, líkur á skúrum S- og V-lands. Hiti 10 til 15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg austlæg átt eða hafgola. Skýjað
með köflum, en súld við SV-ströndina. Hiti víða 10 til 15 stig.
VEÐUR
KR-ingar eru áfram á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir sannfærandi sig-
ur á gömlu erkifjendunum frá Akranesi í gærkvöld, 2:0. FH-ingar voru efstir í
tæpan klukkutíma eftir að Hólmar Örn Rúnarsson tryggði þeim nauman sigur
á Fram, 1:0, með marki rétt fyrir leikslok. Keflvíkingar höfðu betur í Suður-
nesjaslagnum gegn Grindavík þar sem Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði
sigurmarkið, 2:1, á síðustu stundu. »2-3
KR áfram stigi á undan FH
Íslensku landsliðsmennirnir í hand-
bolta taka daginn snemma því klukk-
an 8.30 að íslenskum tíma verður
flautað til leiks Íslands og Túnis á Ól-
ympíuleikunum í London. Túnisbúar
eru með nokkra þrautreynda leik-
menn sem spila með toppliðum í
Frakklandi og reiknað er með hörku-
leik gegn líkam-
lega sterku liði
þeirra. »4
Strákarnir snemma á
ferðinni gegn Túnis
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nokkrum sinnum í viku liggur leið
Erlends Bogasonar kafara með
ferðamenn að hverastrýtunum ein-
stæðu í Eyjafirði, þar sem heitt vatn
streymir upp. Í sumar hafa á annað
hundrað ferðamenn farið með Er-
lendi að strýtunum og er það mikil
aukning frá síðasta ári, er hann hóf
að skipuleggja ferðir frá Hjalteyri.
Við Arnarnesstrýturnar tekur stein-
bíturinn Stefanía yfirleitt á móti hon-
um og þiggur kúfskel úr lófa
kafarans.
„Á og við strýturnar út af Arnar-
nesi er mikið líf og þar hefur Stefanía
tekið á móti mér í þrjú ár,“ segir Er-
lendur. „Hún kemur beint til mín,
býður góðan dag og fær hjá mér skel.
Hún eltir mig síðan um strýturnar og
er vinaleg og flott. Nafnið á steinbít-
inn sóttum við til aðstoðarkonu sjón-
varpsliðs frá National Geographic,
sem kom hingað til að safna efni um
upphaf lífs á jörðinni. Strýturnar eru
taldar sambærilegar við það sem var
í upphafinu og hafa sjónvarpsstöðvar
frá mörgum löndum farið með mér.
Við stóru strýtuna út af Ystuvík
austan megin í firðinum er lífríkið
öðru vísi, en þar er gríðarlega mikið
af ufsa megnið af árinu. Síðan þykir
örverulífríkið við strýturnar einnig
afar sérstakt.“
Strýturnar í Eyjafirði eru einu
friðuðu náttúruminjar í sjó við Ísland
og einu neðansjávarhverastrýturnar
í heiminum sem fundist hafa á
grunnsævi.
Viðkvæm svæði
Hæsta strýtan er miðja vegu milli
Ystuvíkur og Hjalteyrar. Hún rís um
45 metra frá sjávarbotni og endar 15
metra undir yfirborðinu. Nærri læt-
ur að hæð hennar sé svipuð og á 8-9
hæða blokk. Norðan Arnarnesnafa
við Hjalteyri eru nokkrar strýtur og
rísa þær stærstu 10-12 metra frá
botni á stóru svæði.
Erlendur segir að svæðin séu
mjög viðkvæm og leggur áherslu á að
umgangast þau með gát. Erlendir
ferðamenn hafa verið einir um hituna
í strýtuferðum sumarsins og komið
víða að, en Íslendingar hafa hins veg-
ar einnig sótt köfunarnámskeið í
gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri.
Áður en farið er í köfun fer fram
fræðsla um strýturnar og viðkvæmt
lífríkið.
Stóra strýtan hefur gildnað
„Stóra strýtan virðist ekki hafa
hækkað síðustu ár og skýri ég það
með því að fyrir ofan 15 metra dýpi
er mikil hreyfing og rót í sjónum,“
segir Erlendur. „Hins vegar hefur
hún gildnað og bætt utan á sig. Ég
setti út ból við bæði svæðin þegar ég
byrjaði með þessar ferðir til að halda
bátunum kyrrum. Þegar akkerum
var kastað við stóru strýtuna lét hún
á sjá á nokkrum dögum en síðan
hefur hún jafnað sig aftur.“
Steinbíturinn býður góðan dag
Fleiri kafa við
einstakar hvera-
strýtur í Eyjafirði
Morgunblaðið/Ágúst Ingi
Ævintýri Erlendur Bogason siglir út úr höfninni á Hjalteyri með erlenda ferðamenn til að kafa við strýturnar í
Eyjafirði, sem þykir einstök upplifun. Erlendur er einnig með námskeið í köfun í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri.
Samherji veitti í fyrravetur
Erlendi og félögum hans þriggja
milljóna króna styrk til að rann-
saka strýturnar og lífríkið við
þær og á þeim. Erlendur segir
að þessi myndarlegi styrkur
nýtist vel og hafi komið eftir að
opinberir aðilar hafi hafnað
styrkumsóknum nokkrum sinn-
um. Aðstæður í Eyjafirðinum
séu einstakar til rannsókna.
Erlendur segir ekki útilokað
að finna fleiri hverasvæði í
Eyjafirðinum og segist hann
einkum horfa til svæðis yst í
firðinum; við Kjálkanes út undir
Gjögri.
Einstakar aðstæður
EKKI ÚTILOKAÐ AÐ FLEIRI SVÆÐI FINNIST Í EYJAFIRÐI
Ljósmynd/Bjarni Eiríksson