Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
✝ Hallvarður Sig-urður Guð-
laugsson fæddist á
Búðum í Hlöðuvík á
Hornströndum 16.
október 1919 og
ólst þar upp. Hann
lést í faðmi barna-
barna sinna mið-
vikudaginn 18. júlí
sl.
Hallvarður var
sonur hjónanna
Ingibjargar Guðnadóttur, f.
18.4. 1888 í Hælavík, d. 6.2. 1970
í Reykjavík og Guðlaugs Hall-
varðssonar f. 5.7. 1886 í Skjald-
bjarnarvík í Árneshreppi, d. 2.3.
1941 í Hlöðuvík. Systkinahóp-
urinn var fjölmennur og voru
þau í aldursröð: Þórleifur
Bjarnason hálfbróðir, sam-
mæðra f. 30.1. 1908, d. 22.9.
1981; Einar Guðmundur f. 3.10.
1916, d. 3.10. 2000; Bergmundur,
f. 12.3. 1918, d. 10.4. 1990; Guð-
laug Kristjana, f. 23.12. 1920, d.
12.9. 2004; Ólafur, f. 28.11. 1922;
Magnús, f. 29.1. 1924, d. 22.12.
1998 og Sigrún, f. 4.6. 1925,
d.2.3.2012.
Ungur fór Hallvarður til Hest-
eyrar og var í fyrstu smali og
gekk þar í barnaskóla. 17 ára
gamall sneri hann aftur á æsku-
félagssýn. Árið 1946 kynntist
Hallvarður lífsförunauti sínum,
Lilju Guðvöru Guðmundsóttur,
og hófu þau búskap fyrst í Hafn-
arfirði þar sem frumburðurinn
og einkasonurinn Guðmundur
Jóhann fæddist þ. 26. janúar
1947. Árið 1956 fluttust ungu
hjónin í nýtt hús sem Hallvarður
byggði að Hófgerði 1 í Kópavogi
og voru þau ein af frumbyggjum
þessa ört vaxandi bæjarfélags.
Það var kraftur í Hallvarði á
þessum árum því hann lét ekki
staðar numið og byggði með öðr-
um hjónum tvíbýlishús að Auð-
brekku 21 þar sem þau bjuggu
um nokkurra ára skeið uns hann
byggði þriðja húsið og nú mynd-
arlegt einbýlishús að Furugrund
12 þar sem hann bjó til dauða-
dags. Guðmundur einkasonur
Hallvarðar og Lilju giftist Önnu
Margréti Jónsdóttur árið 1986,
en Anna Margrét er dóttir
hjónanna Jóns Þórðarsonar frá
Borgarholti í Miklaholtshreppi
og Þórunnar Elfu Magnúsdóttur
rithöfundar, en þau eru bæði lát-
in. Með hjónabandi Guðmundar
og Önnu komu barnabörnin til
sögunnar. Fyrst var það Lilja
Dögg þ. 9. júlí 1986, maki Elvar
Már Ólafsson, en þau eignuðust
dreng viku eftir dauða Hall-
varðar, síðan kom nafni Hall-
varðar, Hallvarður Jón þ. 7.
ágúst 1989 og loks Elfa Rún þ. 3.
nóvember 1994.
Útförin fer fram frá
Digraneskirkju í dag, þriðjudag-
inn 31. júlí 2012 kl. 11.
slóðirnar í Hlöðuvík
og Hælavík. Árið
1941 fluttist Hall-
varður til Reykja-
víkur og starfaði
við ýmis störf. Hann
var virkur í Skíða-
deild Ármanns og
vann mikið og gott
starf í að byggja
skíðaskála félagsins
í Jósepsdal sem
leiddi til að Hall-
varður komst á námssamning í
trésmíði árið 1945 hjá Gissuri
Símonarsyni. Að loknu námi
starfaði hann við smíðar uns
hann gerðist árið 1966 um-
svifamikill byggingarmeistari á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og
kom hann að byggingu margra
stórhýsa. Segja má að starfsferli
hans hafi lokið með byggingu
Digraneskirkju, þá kominn vel á
áttræðis aldur. Eftir að Hall-
varður útskrifast sem trésmiður
1949 og fram til ársins 1966, er
hann gerist byggingameistari,
var hann virkur í Trésmiða-
félagi Reykjavíkur, í trúnaðar-
ráði og í verðskrárnefnd tré-
smiða, sem hann veitti
formennsku í mörg ár. Hall-
varður var einnig virkur í stjórn-
málum og hafði róttæka þjóð-
Elsku pabbi minn. Þessi enda-
lok voru virkilega snöggt bað, en
vissulega þinn stíll. Þegar þú
ákveður að nú sé nóg komið og
tímabært að ljúka þessu og gefur
um leið öllu lækna- og spítalak-
jaftæði langt nef. Fyrir þig var
þetta eflaust besta leiðin, en fyrir
okkur sem eftir stöndum var
þetta þungbær reynsla. E.t.v.
fannst þér líka komið nóg og góð
og viðburðarík ævi að baki.
Þegar þú ert allur, elsku pabbi
minn, leita á hugann ýmsar
minningar. Fyrstu árin í Hafn-
arfirði eru nokkuð fallin í
gleymskunnar dá. Þó rámar mig
nokkuð í þá áráttu mína, að vilja
frekar spýtu í kofa frekar en
„nammi“ hjá Kidda frænda kaup-
manni.
Húsið sem þú byggðir í Hóf-
gerði 1 og tímabilið í vesturbæ
Kópavogs er mér ógleymanlegt.
Þar gafst þú mér fyrsta bogann
og örvamæli sem þú hafðir smíð-
að. Þessi bogi var öndvegisverk-
færi og eftir fyrstu prófraun kom
ég heim hróðugur og sagði að ég
hefði skotið í tarf en meinti hvarf!
Það var mikill kraftur í þér á
þessum árum, því næst byggðir
þú og mamma ásamt hjónunum
Sveini og Elnu tvíbýlishús að
Auðbrekku 21. Þar kviknaði tón-
listaráhugi minn og dellan fyrir
Shadows og Bítlunum. Forstofu-
herbergi mitt hýsti heilt
trommusett og oft heila hljóm-
sveit.
Kæri pabbi minn! Almennt
verður þú ekki sakaður um
óraunsæi nema þá í það eina
skipti þegar þú hugðist gera mig
að trésmið og tókst mig á náms-
samning í því skyni. Þetta stóð í
u.þ.b. tvö ár en þá var orðið ljóst
að dæmið myndi aldrei ganga
upp. Þó að ég geti verið nokkuð
fimur á strengina, þá spretta upp
ótal þumalfingur þegar kemur að
smíðum. Síðar fann ég minn stað
í byggingarvinnunni í verkum
sem þú stjórnaðir. Fyrst sem
handlangari og síðar járnamað-
ur. Þegar á leið held ég að þú haf-
ir verið sáttur við þessa þróun
mála.
Bæði þú og mamma studduð
mig af heilum hug þegar ég tók
þá ákvörðun að helga mig tónlist
og gera tónlistarkennslu að
framtíðarstarfi mínu. Þið veittuð
mér ómetanlegan stuðning í
þeirri fyrirætlan minni. Á sama
tíma tókum við Anna Margrét
saman og fyrsta barnabarnið
Lilja Dögg kom fljótlega til sög-
unnar 1986. Ég veit að þetta
veitti mikilli gleði inn í líf ykkar.
Þetta var e.t.v. eitthvað sem þið
höfðuð ekki endilega reiknað
með. Þú varst að vísu frægur fyr-
ir að djöflast í börnum og gera
þau óþekk. Varst vinsæll hjá
þeim en ekki jafn vinsæll hjá for-
eldrum. Næstur kom svo nafni
þinn Hallvarður Jón 1989 og svo
skautadrottningin Elfa Rún
1994. Ég veit að þessi þrjú barna-
börn veittu mikilli fyllingu inn í
þitt líf og mömmu.
Eitt af stórvirkjunum, sem
munu geyma nafn þitt um ókom-
in ár er bygging Búðabæjar í
Hlöðuvík árið 1977. Eftir ferða-
lag á Hornstrandir 1970 tekur þú
þá ákvörðun að byggja Búðabæ.
Þú færð Magga frænda í lið með
þér, en að stærstum hluta er
þetta þitt frumkvæði. Við sem
eftir lifum munum njóta góðs af.
Elsku pabbi, þá er komið að
kveðjustund. Nú hefur þú kvatt
hina jarðnesku tilveru og lagt
upp í nýtt ferðalag. Þar veit ég að
þú verður hrókur alls fagnaðar í
mögnuðum félagsskap og líklegt
að þar verði Indriði draugur úr
Hlöðuvík í Hásæti.
Þinn,
Guðmundur Jóhann.
Það eina sem við vitum fyrir
víst í þessu lífi er að einhvern
tímann eigum við eftir að deyja.
Samt kemur dauðinn oftast sem
óvinur úr launsátri. Þannig leið
mér miðvikudaginn 18. júlí þegar
Hallvarður tengdafaðir minn
kvaddi þennan heim okkur að
óvörum.
Það er sárt að sjá eftir þeim
sem manni þykir vænt um. Hall-
varður var sterkur hlekkur í okk-
ar fjölskyldu. Hann var alltaf til
staðar fyrir okkur. Vakandi
áhugi hans og næmi fyrir barna-
börnunum var mér mikils virði.
Mér sýndi hann aldrei annað
en velvilja og virðingu. Þegar ég
hugsa um farinn veg koma ótal
myndir upp í hugann sem tengj-
ast Hallvarði. Honum tókst alltaf
að hressa upp á umhverfi sitt,
hafði góða nærveru en var samt
aldrei skoðanalaus um menn og
málefni. Oft áttum við góðar
stundir að ræða málefni líðandi
stundar. Yfirleitt vorum við sam-
mála en ekki alltaf og það gerði
ekkert til því skoðanir hans voru
áhugaverðar. Hann var litríkur
„karakter“ og hressti alltaf upp á
umhverfi sitt hvar sem hann
kom. Ég var svolítið montin að
eiga hann fyrir tengdapabba.
Hann var alla tíð trúr sínum
uppruna og lífsgildi þau sem
hann lærði í æsku norður á Horn-
ströndum fylgdu honum alla tíð.
Hann tileinkaði sér ungur þá elju
og þann dugnað sem þurfti til að
búa á svo harðbýlu landsvæði.
Dugnaður var hans aðalsmerki
en einnig sterk réttlætiskennd.
Hann var alla tíð fróðleiksfús, las
mikið og fylgdist vel með. Hann
hafði skýra hugsun alveg fram í
andlátið. Það er því hægt að
segja að hann hafi gengið þetta
líf til enda með fullri reisn.
En þó að við sem eftir stönd-
um séum döpur og hnípin, getum
við samt verið sátt við að hann
kvaddi þetta líf sáttur og saddur
lífdaga. Ég á Hallvarði mikið að
þakka og tómið sem hann skilur
eftir er stórt. Ég er þakklát fyrir
að börnin mín hafi átt svona góð-
an afa.
Hann var góð fyrirmynd og
hans verður lengi minnst. Svo
óska ég honum alls góðs í nýjum
heimkynnum og vona að við eig-
um eftir að hittast á ný.
Anna Margrét Jónsdóttir.
Elsku afi minn.
Þau urðu ansi skrítin og snögg
hjá okkur endalokin þennan mið-
vikudaginn, sennilega vissir þú
hvernig þessi bílferð myndi enda
og það er huggun í því að vita það
að þú varst ekki ósáttur við það
að fá að yfirgefa okkur.
Árin eftir að amma dó voru
þér mjög erfið og hrakandi heilsa
gerði lítið til að bæta ástandið.
Þú varst sáttur við þína ævi og
afrek og vildir fá að ljúka þessu
lífi með sóma, sem þú gerðir, eins
og allt annað sem þú tókst þér
fyrir hendur.
Það eru engin orð sem geta
lýst því hversu góður afi þú varst
og hve sárt þín verður saknað.
Þín manneskja,
Lilja Dögg.
Þann 18. júlí síðastliðinn urðu
þáttaskil í lífi mínu þegar afi lést
okkur að óvörum, það hefði
kannski ekki átt að koma á óvart
en í okkar huga var hann ekki á
förum.
Afi var alla tíð mjög hrein-
skiptinn í samskiptum, vakandi
áhugi hans fyrir velferð okkar
systkinanna skipti okkur miklu
máli, hann reyndi aldrei að
breyta neinu í fari okkar og við
metum það mjög mikils. Hann
var mjög næmur á það hve ólík
við vorum og mat okkur hvert út
af fyrir sig.
Hann og Lilja amma höfðu það
fyrir sið að koma a.m.k. í eina
góða heimsókn í viku hverri og
þá voru málefni líðandi stundar
tekin fyrir og rædd og það var oft
gaman að hlusta á afa þegar hann
var kominn í ham en allt var
þetta þó í léttum tón.
Afi bar uppruna sínum gott
vitni, Hornstrandir voru harðbýlt
svæði þar sem þörf var fyrir allar
vinnandi hendur. Hann var ung-
ur þegar hann byrjaði að vinna á
Hesteyri sem smali og við síldina,
þar gekk hann líka í barnaskóla.
Síðar meir flutti hann til Reykja-
víkur og tók þau störf sem til
féllu uns hann fór að læra tré-
smíði. Vinnan hans veitti honum
gleði og hann var alla tíð mjög fé-
lagslyndur.
Margar minningar koma upp í
hugann en mér eru sérstaklega
minnisstæð þau mörgu skipti
sem ég fór með afa að heimsækja
Óla bróður hans út á Granda þar
sem hann var að smíða sumarbú-
staði. Það var gaman að hlusta á
þá rabba saman og ekki laust við
svolítinn faglegan meting á milli
þeirra bræðra.
Hann var sáttur við sitt lífs-
hlaup, hann las mikið, fór í dag-
legar gönguferðir, hafði skoðanir
á landsmálunum fram á síðasta
dag. Þó að við finnum fyrir tómi
og depurð þá er það ekki víst að
það sé þannig frá hans bæjardyr-
um séð, hverjar svo sem þær
bæjardyr kunna að vera.
Takk fyrir að vera svona góður
afi, þín verður lengi minnst.
Hallvarður Jón
Guðmundsson.
Elsku afi minn, seinasta vika
er búin að vera bæði erfið og
skrítin. Eins og þú vissir vel var
ég á Spáni þegar þú ákvaðst að
fara til ömmu. Það er búið að
vera mjög stutt á milli lífs og
dauða hjá okkur í fjölskyldunni,
því barnabarnabarnið þitt fædd-
ist viku eftir að þú lést.
Þú sýndir okkur systkinunum
alltaf mikinn áhuga og stuðning í
áhugamálum okkar og hafðir sér-
staklega gaman af því að heyra
um velgengni okkar í bæði skóla
og vinnu.
Þið amma komuð alltaf í heim-
sókn á sunnudögum. Oft þegar
þið voruð á leiðinni heim aftur þá
faldi ég skóna þína svo amma
gæti verið komin út í bíl á undan.
Þið buðuð mér líka oft með niður
í bæ og þá kíktum við í Kolaport-
ið og skoðuðum höfnina. Ég man
eftir einu skipti þar sem ég af-
þakkaði boðið ykkar í bæjarferð
og rétt eftir að þið fóruð grét ég
óstöðvandi, ég veit ekki alveg
hvað ég var að hugsa, mig lang-
aði svo sannarlega að fara með
ykkur.
Þegar ég var yngri fannst mér
alltaf gaman að fara í pössun til
þín og ömmu. Þú reyndir einu
sinni að setja fléttur í hárið á mér
en þú varst svo harðhentur að
amma þurfti að taka yfir. Svo var
alltaf lambalæri í hádeginu á
sunnudögum, mér þótti það
furðulegt, en það var siður sem
þið hélduð í eins og marga aðra.
Það var mikið líf í kring um
þig, þú varst með sérstakan
einkahúmor, einhvernveginn
náðirðu að fá eiginlega alla til að
líka vel við þig. Þú skilur eftir þig
margar góðar minningar, einn af
mínum uppáhaldsstöðum er þar
sem þú ólst upp, í Hlöðuvík, þar
mun minning þín lengi lifa.
Þín afastelpa,
Elfa Rún.
Hornstrandahöfðinginn,
frændi minn og fóstri, er farinn
yfir móðuna miklu, sárt er að
kveðja þig frændi en samt léttir
að vita þig lausan við þrautir og
þjáningu og vita þig kominn í
fang Liljunnar þinnar og ástvina
handan móðunnar miklu.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
ég heyrði ömmu mína og mömmu
tala um hann Halla sinn, hann
sem var svo hress og mikill
prakkari og oftar en ekki kallaði
amma mig nafninu hans og sagði
mér að ég léti oft eins og hann
Halli þegar hann var með prakk-
araskapinn. Hann kom nokkrum
sinnum vestur ásamt Lilju konu
sinni og Guðmundi syni þeirra og
þá var fjör þegar hann gantaðist
við okkur strákana, kenndi okkur
að tuskast og slást.
Ég átti síðar á lífsleiðinni eftir
að kynnast frænda mínum betur,
við fluttum árið 1965 til Hafnar-
fjarðar og þá urðu samskiptin
meiri og alltaf var frændi minn til
í að tuskast og eins og alltaf
fylgdi honum hressileiki og fjör.
Síðla árs 1966 var ég að leita
eftir vinnu og námssamningi í
rafvirkjun og gekk illa þar sem
atvinnuástandið var ekki gott,
það er svo einn daginn að frændi
minn kemur í heimsókn og heyrir
um þennan vanda minn og segir
þá: „Viggi minn, þú kemur og
verður handlangari hjá okkur,
við erum félagarnir í Vestra sf.
að byggja blokk í Fellsmúlanum
og vantar duglegan strák, þú ferð
svo bara á samning þegar við er-
um búnir að sjá hvað þú getur,“
svo hló hann sínum hressilega
hlátri.
Þeir voru hressir og skemmti-
legir félagarnir Hallvarður,
Magnús bróðir hans, Hannes
Helga, Finnbogi Jónasar, Benni
Davíðs og síðar kom Sigurjón
Pétursson í hópinn. Ég byrjaði
svo á samningi 1968 og lauk hon-
um 1973. Alla tíð meðan ég vann
hjá frænda mínum vorum við
mjög nánir og honum var mjög
umhugað um að ég lærði allt sem
máli skipti, deildi námstímanum
niður í tímabil, svo var ég látinn
faraa milli verkefna til að námið
Hallvarður Sigurð-
ur Guðlaugsson
✝
Ástkær eiginmaður, faðir og bróðir,
GARÐAR THOR MIDDLETON,
búsettur í Bandaríkjunum,
áður til heimilis í Garðabæ,
lést mánudaginn 23. júlí.
Guðrún Stefánsdóttir,
Rannveig María Middleton, Matt Frankel,
Þóra Mist Middleton,
Maríanna Alexandersdóttir,
Sigríður E. Bjarnadóttir, Bragi Sigurðsson.
✝
Minn elskulegi eiginmaður og besti vinur,
GUNNAR SMITH
pípulagningameistari,
lést á Sólvangi föstudaginn 20. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks
3. hæðar Sólvangs fyrir frábæra umönnun.
Fyrir hönd barna okkar og fjölskyldna þeirra,
Edda Eiríksdóttir Smith.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN HANSEN,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 23. júlí,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
SÁÁ.
Jóhann Birgir Magnússon,
Jón Gústaf Magnússon,
María Carmen Magnúsdóttir,
Kata Gunnvör Magnúsdóttir,
Gréta Magnúsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
MALMQUIST
frá Skuggahlíð
í Norðfirði,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað
laugardaginn 28. júlí.
Útför hennar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju
föstudaginn 3. ágúst kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Þorgerður Malmquist, Ragnar Sverrisson,
Björn Malmquist, Kristín Briem,
barnabörn og barnabarnabarn.