Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Eins og margir kvikmynda-
rýnendur höfðu spáð þá er nýjasta
hasar- og spennumyndin um leður-
blökumanninn The Dark Knight
Rises komin efst á aðsóknarlista
kvikmyndahúsanna.
Þá er franska kvikmyndin
Intouchables í öðru sæti á list-
anum. Ekkert útlit er fyrir því að
vinsældir myndarinnar fari dvín-
andi þrátt fyrir að þetta muni
vera sjötta vikan í röð sem hún
situr á listanum.
Þá hefur gamanmyndin Ísöld 4:
Heimsálfuhopp fallið niður um
þrjú sæti en þetta er þó þriðja vik-
an í röð sem hún er á listanum.
Grínmyndirnar Ted, Madagascar 3
og Magic Mike, ásamt spennu-
myndinni um köngulóarmanninn,
Amazing Spider-Man sitja áfram á
listanum í fylgd The Dark Knight
Rises, Intouchables og Ísöld 4.
Chernobyl Diaries og Prometheus
hafa skriðið af listanum og vikið
fyrir íslensku kvikmyndinni Svart-
ur á leik sem situr nú í níunda
sæti, en þetta muna vera 22. vikan
sem sú mynd lendir á aðsóknar-
lista kvikmyndahúsanna.
Bíóaðsókn helgarinnar
Hasar Nú er að duga eða drepast í lokaspretti leðurblökumannsins í The
Dark Knight Rises gegn illum öflum Gotham borgar.
Leðurblökumaðurinn efst
Bíólistinn 27.-29. júlí 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
The Dark Knight Rises
Intouchables
Ísöld 4: Heimsálfuhopp
Ted
Madagascar 3
Amazing Spider-Man
Magic Mike
Dream House
Svartur á Leik
What to Expect When You’re Expecting
Ný
2
1
3
6
4
5
8
12
7
2
7
3
3
7
5
3
4
22
6
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
„Þátttakendurnir keyra þetta fyrst
og fremst áfram af ástríðu og
áhuga. Þar af leiðandi gera þau það
sem þeim sýnist, það sem þau lang-
ar til þess að gera,“ segir Ásgrímur
Sverrisson dagskrárstjóri Bíó Para-
dísar. Hann sér um stuttmynda-
keppnina Stuttmyndadaga í
Reykjavík, ásamt Hrönn Sveins-
dóttur, framkvæmdastjóra Bíó
Paradísar, en þeir eru haldnir í
kvikmyndahúsinu dagana 3. til 4.
september. Skilafrestur til þess að
senda inn myndir er til 10. ágúst.
Segja má að Stuttmyndadagar
séu vettvangur sköpunarútrásar
upprennandi kvikmyndagerðar-
manna en hver sem er getur sent
inn stuttmynd. Dómnefnd sér svo
um að velja þær myndir sem kom-
ast áfram í keppnina. Í ár sitja þau
Ingvar Þórðarson kvikmyndafram-
leiðandi, Ísold Uggadóttir kvik-
myndaleikstjóri og Örn Marinó
Arnarson kvikmyndagerðarmaður í
dómnefndinni. Fern verðlaun eru
veitt, fyrir fyrstu þrjú sætin hljóta
vinningshafar peningaupphæð en
fjórðu verðlaunin eru áhorfenda-
verðlaunin þar sem gestir Stutt-
myndadaga greiða atkvæði um
bestu myndina. Í fyrra var það
Marsibil Sæmundardóttir sem lenti
í fyrsta sæti fór með sigur af hólmi
með hrollvekjuna Freyja.
Að sögn Ásgríms hefur keppnin
stækkað töluvert frá því hún var
fyrst haldin árið 1992, en þá bárust
28 stuttmyndir til dómnefndar. Til
samanburður bárust dómnefnd 64
myndir í fyrra. „Það sem hefur
áhrif á fjölda stuttmynda sem eru
sendar inn er stafræna byltingin
sem hefur gert mörgum mun auð-
veldara að gera stuttmyndir. Tækn-
in er orðin mun ódýrari. Í farsímum
eru gæðin í myndavélum jafnvel svo
góð að hægt er að ágæra ágætis
stuttmynd á þá,“ segir Ásgrímur.
Hann bætir við að tilkoma Kvik-
myndaskóla Íslands hafi haft já-
kvæð áhrif á framleiðslu kvikmynda
og stuttmynda á Íslandi, og þar af
leiðandi á Stuttmyndadaga. „Þátt-
takendur þaðan hafa oft verið sig-
ursælir á seinni árum keppninnar,“
segir Ásgrímur. Engu að síður segir
hann hátíðina vera opna öllum,
áhugamönnum jafnt sem atvinnu-
mönnum.
„Það er mikill kraftur í grasrót-
inni og margir áhugaverðir hlutir
sem gerast þar. Samt sem áður er
þetta erfiður bransi, þar sem marg-
ir eru kallaðir en fáir útvaldir. En
það er að sama leyti gott fyrir alla
að það sé öflug grasrót. Þetta er
framtíðin í kvikmyndabransanum,
og því mikilvægt að hafa sem mesta
breidd og fjölbreytni. Vonandi
fylgja sem flestir eigin sannfæringu
og ástríðum í staðinn fyrir að eltast
við það sem þegar er í gangi og vin-
sælt í kvikmyndaheiminum,“ segir
Ásgrímur. larah@mbl.is
Hrollur Marsibil Sæmundardóttir hlaut fyrstu verðlaun á Stuttmyndadögum í fyrra, en leikstjóra myndarinnar sem
hlýtur fyrsta sætið er boðið á Short Film Corner á Kvikmyndahátíðinni í Cannes auk 100.000 kr. peningaverðlauna.
Grasrótarvettvangur
kvikmyndagerðar
Skilafrestur fyrir Stuttmyndadaga rennur út 10. ágúst.
STÆRSTA MYND ÁRSINS
EMPIRE
KVIKMYNDIR.IS
HOLLYWOOD REPORTER
SÉÐ OG HEYRT
TILB
OÐ
EGILSHÖLL
VIP
12
12
12
12
12
12
12
KRINGLUNNI
L
L
L
L
12
12
12
16
16
L
L
L
L
KEFLAVÍK
16
ÁLFABAKKA
THE DARK KNIGHT RISES
kl. 2 - 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 2D
DARK KNIGHT RISES VIP kl. 2 - 6 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D
DREAMHOUSE kl. 8 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 3D
UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 1:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D
AKUREYRI
DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D
LOL kl. 6 2D
DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 4:40-8-11:20 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D
UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 6 2D12
16
SELFOSSI
THE DARK KNIGHT RISES kl. 6 - 8 - 10 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 11:15 2D
UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 6 2D
DARK KNIGHT RISES
1 - 2 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D
TED kl. 5:40 - 10:30 2D
MAGIC MIKE kl. 8 2D
ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 2 - 4 3D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1 - 3 2D
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á