Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 6
2.000
1.000
0
-1.000
-2.000
-3.000
-4.000
-5.000
Heimild: Hagstofa Íslands.
*Á fyrsta ársfjórðungi ætti munurinn að vera 20 og 600 á þeim næsta. Munurinn stafar af því að gögnin eru ófrágengin.
Öll úrvinnsla er á ábyrgð blaðamanns.
2008 2009 2010 2011 2012 (1. ársfj.) 2012 (2. ársfj.)
Aðfluttir umfram brottflutta: Íslenskir ríkisborgarar alls (-6.307 á tímabilinu) Ísl. ríkisb. til Noregs (-3.490 á tímab.)
Íslenskir og erlendir ríkisborgarar samt. (-7.812 á tímab.) Erlendir ríkisborgarar (-1.502 á tímab.)
-4
77
-2
.4
66 -
1.
70
3
-1
.3
11-9
1
-1
.2
16
-9
37
-9
36
-1
30
-1
20
-2
20
-1
90
1.
14
4 1.
62
1
-4
.8
35
-2
.3
69
-2
.1
34
-4
31
-1
.4
0
4 -9
3
-6
10
*
15
0
10
*
-3
80
Búferlaflutningar eftir efnahagshrunið
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á fyrstu þrem mánuðum ársins flutt-
ust hingað 150 íslenskir ríkisborgar-
ar frá Noregi eða jafn margir og á
næsta ársfjórðungi, samtals 300 á
fyrri helmingi ársins. Brottfluttir til
Noregs voru talsvert fleiri eða 270 á
fyrsta ársfjórðungi og 340 á þeim
næsta, samtals 610 á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Brottfluttir íslenskir
ríkisborgarar til Noregs eru því 310
fleiri en aðfluttir á tímabilinu.
Eins og kortið hér fyrir ofan ber
með sér hafa nú alls um 7.800 fleiri
flutt frá landinu en til þess frá hrun-
árinu 2008 og er mikill meirihluti,
eða um 6.300, íslenskir ríkisborgar-
ar. Undirstrikar það hversu margir
erlendir ríkisborgarar sem hingað
komu á þensluárunum hafa ákveðið
að setjast að á Íslandi og svo hitt að
enn vilja margir flytjast hingað.
Skýrir þetta tvennt hvers vegna
fækkunin frá hruni er ekki meiri.
600 innflytjendur í ársbyrjun
Á fyrsta ársfjórðungi var Pólland
upprunaland flestra erlendra ríkis-
borgara en þaðan fluttust 180 til
landsins af alls 600 erlendum inn-
flytjendum. Bandaríkin komu næst,
en þaðan fluttust 35 erlendir ríkis-
borgarar til landsins. Af þeim 450 er-
lendu ríkisborgurum sem fluttust frá
landinu fóru flestir til Póllands, 150
manns, sem þýðir að 150 fleiri er-
lendir ríkisborgarar fluttust hingað
á fyrsta ársfjórðungi en frá landinu.
Viðsnúningur varð á öðrum árs-
fjórðungi en af þeim 910 erlendu
ríkisborgurum sem fluttust frá land-
inu fóru flestir til Póllands, 350
manns. Verður þetta að teljast nokk-
uð fjölmennur hópur Pólverja á ekki
lengri tíma. Pólland var uppruna-
land flestra erlendra ríkisborgara á
öðrum ársfjórðungi en þaðan flutt-
ust 170 til landsins af 530 erlendum
innflytjendum. Á öðrum ársfjórð-
ungi ársins fluttu því 380 fleiri er-
lendir ríkisborgarar frá landinu en
til þess og alls 230 frá ársbyrjun.
Um 1.600 erlendir ríkis-
borgarar án vinnu í lok júní
Alls voru 1.587 erlendir ríkisborg-
arar án atvinnu í lok júní, þar af 902
Pólverjar eða um 57% þeirra útlend-
inga sem voru á skrá í lok júní. Flest-
ir atvinnulausra erlendra ríkisborg-
ara voru starfandi í byggingariðnaði
eða 235. Þar af voru 1.194 á höfuð-
borgarsvæðinu og 393 á landsbyggð-
inni, að því er fram kemur í skýrslu
Vinnumálastofnunar. Fyrir ári, eða í
júní 2011, voru 1.932 erlendir ríkis-
borgarar atvinnulausir á Íslandi, þar
af 1.426 á höfuðborgarsvæðinu.
Straumur til Noregs
Yfir 600 íslenskir ríkisborgarar fluttu til Noregs á fyrri
helmingi ársins Margir Pólverjar fóru frá landinu í vor
Morgunblaðið/Valdís Thor
Framkvæmdir á Snorrabraut Margir Íslendingar freista enn gæfunnar í
Noregi, tæpum fjórum árum eftir efnahagshrunið haustið 2008.
Nánast sama tala
» Alls voru 1.932 erlendir
ríkisborgarar án vinnu í júní
2011, 345 fleiri en í júní í ár.
» Brottfluttir erlendir ríkis-
borgarar umfram aðflutta voru
230 á fyrri helmingi ársins en í
fyrra voru brottfluttir erlendir
ríkisborgarar 93 fleiri en að-
fluttir.
» Frá ársbyrjun 2011 og fram
til 30. júní á þessu ári eru
brottfluttir erlendir ríkisborg-
arar umfram aðflutta því sam-
anlagt 323.
» Sú tala er nánast jöfn þeirri
fækkun sem hefur orðið á at-
vinnuleysisskrá hjá þessum
hóp á milli ára í júní.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar, segir ólík-
legt að hælisleitandinn, sem fór
héðan til Bandaríkjanna sem
laumufarþegi á bandaríska rann-
sóknarskipinu Knorr, verði sendur
hingað aftur. Stöð 2 sagði frá því í
kvöldfréttum á laugardag að mað-
urinn hefði verið færður í umsjá
bandarískra yfirvalda þegar skipið
lagði að bryggju í Falmouth á
austurströndinni en Kristín segir
Útlendingastofnun ekki hafa bor-
ist tilkynning þar að lútandi.
Laumufarþeginn komst um
borð í skipið þegar það lá við Mið-
bakka í Reykjavík um miðjan
mánuðinn og eru sterkar líkur á
því að um sé að ræða tvítugan
mann sem sótt hefur um hæli á
Íslandi en hefur oftar en fjórum
sinnum verið staðinn að því að
reyna að smygla sér um borð í
millilandaskip. Útlendingastofnun
barst síðastliðinn miðvikudag fyr-
irspurn frá heimavarnarráðuneyti
Bandaríkjanna um manninn og
var því svarað þannig að maðurinn
væri þekktur hér undir því nafni
sem hann gaf stofnuninni upp en
að uppruni hans hefði ekki verið
staðfestur.
Hafa viljað til Íslands eftir
synjun í Bandaríkjunum
Bandaríkin eiga ekki aðild að
Dyflinnarreglugerðinni og segir
Kristín að sér sé ekki kunnugt um
neinar reglur né lög sem skyldi
Ísland til að taka aftur við mann-
inum. Þá rekur hana ekki minni
til, að sú staða hafi komið upp síð-
astliðin tíu til fimmtán ár, að
bandarísk yfirvöld hafi sóst eftir
því að senda hælisleitanda aftur til
Íslands.
Hún segir að hins vegar hafi
það gerst, að hælisleitendur sem
hafi fengið synjun í Bandaríkj-
unum, hafi óskað eftir því að fá að
fara áfram til Íslands. „Þá skoðum
við hvort viðkomandi hefur dval-
arleyfi á Íslandi eða einhverja
stöðu, og ef ekki þá segjum við
nei,“ segir Kristín, en ríki taki
ekki við fólki nema það hafi dval-
arleyfi eða ríkisborgararétt í við-
komandi ríki.
Litlar líkur á að
maðurinn verði
sendur til baka
Ekkert heyrt frá Bandaríkjunum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Á brott Ólíklegt er að maðurinn
verði sendur aftur til Íslands.
Fleiri hafa skráð sig á unglinga-
landsmót UMFÍ sem haldið verður
á Selfossi um helgina en nokkru
sinni. Í hádeginu í gær voru skrán-
ingar að nálgast annað þúsundið og
ekki búið að ljúka samantekt allra
tilkynninga.
Kom þetta fram hjá Ástu Stef-
ánsdóttur, framkvæmdastjóra
Sveitarfélagsins Árborgar, og
nefndarmanns í undirbúnings-
nefnd, þegar forráðamenn Árborg-
ar kynntu fyrirhugað mót á íþrótta-
vellinum við Engjaveg.
Fram kom hjá Eyþóri Arnalds,
formanni bæjarráðs, að búið væri
að verja 430 milljónum kr. í upp-
byggingu íþróttamannvirkja bæj-
arins frá árinu 2009 og sú tala verð-
ur komin í tæpar 500 milljónir á
næsta ári en þá verður Landsmót
UMFÍ haldið á Selfossi. „Þetta eru
gríðarlegar fjárhæðir en við teljum
að við getum fengið góða ávöxtun
af því góða íþrótta- og forvarna-
starfi sem unnið er hér,“ er haft
eftir Eyþóri á Sunnlenska.is.
Keppni á unglingalandsmótinu
hefst snemma á föstudagsmorgun
en mótið verður sett formlega á
aðalvellinum á Selfossi um kvöldið.
Margt verður um að vera fyrir ung-
menni, ekki aðeins íþróttakeppni.
Mótinu lýkur á sunnudagskvöld.
Metþátttaka í unglingalandsmóti á Selfossi
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
Íslensk
framleiðsla
H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga lokað
Sunnudaga lokað
BaselTorino Lyon
Verð áður 342.900 kr
Boston-Lux 2H2
Aðeins 205.900 kr
*Takmarkað magn
Nice 2+Tunga
Aðeins 114.900 kr
Verð áður 190.900 kr
*Takmarkað magn