Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Sjónvarpsþátturinn Hljóm-skálinn, sem stjórnað var afSigtryggi Baldurssyni, nautmikilla vinsælda á RÚV fyr- ir skemmstu og nú hafa afsprengi þáttanna komið út á plötu. Auk þess að finna disk með lögum þeirra þá fylgir plötunni mynddiskur með því efni sem þættirnir sýndu. Þættirnir gengu út á samstarfs- verkefni ýmissa tónlistarmanna og mátti þar kenna ýmissa grasa. Það má finna marga þekkta tónlistar- menn á plötunni en þar má nefna Lay Low, Megas, Sóley og Ghostigital. Það mætti því halda að á plötunni væri fjöl- breytt flóra tónlist- ar en því miður þá náðu aðeins fáir að skapa eitthvað frumlegt. Hugmyndin á bak við verkefnið er fín. Tónlistar- menn með mismunandi bakgrunna og strauma að skapa nýtt efni. Sjón- varpsþættirnir voru að sama skapi góð skemmtun og gaman að sjá sam- vinnuna. Það virðist þó vera sem ánægjan hafi aðallega legið í áhorfs- efninu, sem vissulega má finna á plötunni. Lögin sem slík eru ekki stórkost- leg og mörg hver ekkert sérstök. Flest lögin eru mjög útvarpsvæn enda urðu þeir tónlistarmenn sem unnu að þeim að mætast einhver- staðar á miðri leið; lögin verða því flöt og þýð og allur broddur farinn úr þeim. Nokkur lög eru þó undantekning frá þessu og til að taka dæmi þá var lag Sóleyjar og Ghostigital, „(but) can we fry our (bloody) eyes here?“ þess vert að veita gaum að; samvinna sem er til eftirbreytni. Tónlistar- mennirnir eru með sinn eigin sér- staka stíl sem fá báðir að blómstra í laginu. Framúrstefna Einars og fal- leg og jarðbundin rödd Sóleyjar fara saman eins og harðfiskur og smjör. Lag Egils S. og Retro Stefson, „How Are You Today?“ er að sama skapi ágætt og stíll beggja skín vel í gegn. Einnig má nefna lag Magnúsar Kjartanssonar og Jet Black Joe, „Going“. Lagið, sem er gamalt Trú- brot lag, fékk á sig nýja mynd sem slær ekki þeirri fyrri við en er þó skemmtileg. „Niðrá strönd“, með Prins Póló og Megas, er eitt af þeim lögum sem ekki voru frumsamin fyrir þættina. Upprunalega útgáfan af laginu er mög fín og fáum orðum þarf að eyða í það hvers Megas er megnugur. Von- brigði létu þó kræla á sér er þessir listamenn leiddu saman hesta sína. Flest af lögum plötunnar eru ein- hvers konar málamiðlun tveggja tón- listarmanna sem flestir brjóta brodd af spjótum sínum til að mæta kröfum þess sem unnið er með. Úr verða ein- um of þægileg lög sem bíta ekki á brynjum. Á betur heima í sjónvarpi en útvarpi Geisladiskur og mynddiskur Hljómskálinn bbmnn DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON TÓNLIST Samvinna Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men og Snorri Helgason sömdu lagið Öll þessi ást sem finna má á plötunni. Ameríka Guðmundsson á þrjú lög á plötunni en hér er hann með Þorsteini Einarssyni, saman gerðu þeir lagið Ameríka. Lagasmíð FM Belfast flutti lagið Feel So Fine ásamt Jóhanni Helgasyni. Nýlega gaf hljómsveitin In Siren út hljómplötuna In Between Dreams. Í tilefni þess spilar hljómsveitin á útgáfutónleikum á Gamla Gauknum á morgun. Hljómsveitin gekk fyrst undir nafninu Polymental og gaf út stuttskífu undir sama nafni. Með- limir hljómsveitarinnar eru einn- ig virkir í öðrum sveitum, m.a. Árstíðum, Momentum og Plastic Gods. Á tónleikunum koma einnig fram tveir gestaspilarar en það munu vera Hallgrímur Jónas Jensson á selló og Jón Elíasson á píanó. Hljómsveitin Memoir hitar upp fyrir tónleikana en for- sprakki hennar er Dagur Sigurðsson, sigurvegari Söngva- keppni framhaldsskólanna 2011. In Between Dreams Nýjasta plata hljómsveitarinnar In Siren. In Siren spilar á útgáfutónleikum TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is THE DARK KNIGHT RISES Sýnd kl. 3:50 - 7 - 10:20 (Power) TED Sýnd kl. 5:50 - 10:15 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:10 ÍSÖLD 4 ÍSL TAL 3D Sýnd kl. 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWE RSÝN ING KL. 10 :20 ÍSL TEXTI HHHH -FBL HHHH -MBL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 35.000 MANNS! Þriðju dagst ilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR ÍSL TAL MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR Í STÆRSTU FJÖLSKYLDUMYND SUMARSINS! 12 12 12 L Þriðju dagst ilboð Þriðju dagst ilboð Þriðju dagst ilboð ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 35.000 MANNS! ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSÖLD 3D KL. 5.50 L TED KL. 8 - 10.10 12 SPIDERMAN 3D KL. 10.10 10 INTOUCHABLES KL. 5.50 - 8 12 HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI DARK KNIGHT RISES KL. 4.30 - 5.30 - 8 - 9 - 11.30 DARK KNIGHT RISES LÚXUS KL. 4.30 - 8 - 11.30 10 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.20 - 5.50 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL.5.50 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 12 WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 10.25 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.