Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er búið að veiða 104 laxa í
Krossá, það hefur því gengið nokk-
uð vel því það er 18 löxum meira
en á sama tíma í fyrra. Ekki geta
margar ár státað af betri veiði nú
en í fyrra,“ segir Trausti Bjarna-
son bóndi á Á á Skarðsströnd.
Veiðitímabilið fór betur af stað
en nokkru sinni fyrr í Krossá, með
góðum göngum, en síðan hefur
róast yfir ánni. „Það gengur alltaf
eitthvað, fjórir, fimm á nóttu, en
vandamálið er að það er allt að
verða vatnslaust. það rignir ekkert
hérna,“ segir hann. Síðustu daga
höfðu ekki fallið neinir dropar hjá
Trausta en hins vegar rignt fyrir
sunnan og vestan hann.
„Nú hafa rúmlega 250 laxar farið
gegnum teljarann og meira ætti að
hafa veiðst, en aðstæður eru erf-
iðar. Ég var sjálfur við veiðar um
helgina en það var 18 til 20 stiga
hiti og sól, enda afraksturinn ekki
glæsilegur.
Við sáum heldur ekki marga af
löxunum, þeir troða sér undir
bakka við aðstæður sem þessar.“
Ótrúlega gott miðað við …
„Þetta verður skrýtið laxveiði-
sumar,“ segir Þröstur Elliðason hjá
veiðiþjónustunni Strengjum, en
hann er meðal annars leigutaki
Breiðdalsár, Jöklu og
Hrútafjarðarár. Hann segir að
vissulega hafi eldri veiðimenn upp-
lifað niðursveiflu fyrr, en margir
yngri veiðimanna hafi ekki gert
það.
„Nú hafa um 60 laxar veiðst í
Hrútu í mánuðinum sem er bara
ótrúlega góð veiði mikið við vatns-
skortinn þar í sumar. Það hefur
verið rosalega þurrt,“ segir hann
en veitt er með þremur stöngum í
Hrútafjarðará. „Svo er þokkalegur
gangur á Jöklusvæðinu en því er
ekki að neita að það er miklu minni
veiði í Breiðdalsá en undanfarin
sumur. Mest er að veiðast stórlax
en smávegis smálax er að slæðast
með.“ Undanfarið hafa veiðst átta
til níu laxar á dag í Breiðdalsá, eða
um einn lax á stöng.
Langt í lokatölur
„Í morgun var skýjað hérna og
þá tók laxinn vel, við fengum fimm
í morgun í Hnausastreng, suma
grálúsuga og nýgenga, en svo sáum
við nokkuð sem ekkert okkar hafði
séð áður. Einn laxinn, sem var 86
cm langur, var orðinn nokkuð leg-
inn en samt með lús. Hvað veld-
ur?“ spyr Steen Johansson, sem er
við veiðar í Vatnsdalsá. Steen er
margreyndur veiðimaður sem hefur
verið búsettur í Noregi um árabil.
Hann lætur vel af veiðunum, þrátt
fyrir að aðstæður hafi verið frekar
erfiðar, og er afar ósáttur við um-
mæli fiskifræðings í sjónvarpi í lið-
inni viku, en hann spáði áframhald-
andi niðursveiflu í laxveiðinni.
„Reyndir veiðimenn átta sig á
því að náttúran gengur upp og nið-
ur, og ef þeir eru geta ekki sætt
sig við niðursveiflu, þá eru þeir
ekki þess verðugir að njóta upp-
sveiflunnar,“ segir Steen. „En að
fræðimaður haldi því fram að
næsta ár verði verra, án þess að
hafa yfirsýn yfir lokatölur þessa
árs, getur haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir fjölda fólks sem hefur
lífsviðurværi sitt af laxveiðum hér
á landi: bændur, leigutaka,
leiðsögumenn, starfsfólk í veiði-
húsum og starfsfólk veiðifæraversl-
ana. Mér finnst það ábyrgðarleysi
að gefa út svona yfirlýsingu, besti
laxveiðitíminn er varla hálfnaður
og langt í lokatölur. Nei, mér
finnst út í hött að koma með
sleggjudóma á miðju veiðitímabili.
Fiskifræðingurinn ætti að skilja
hvaða afleiðingar svona tal getur
haft á afkomu fjölda fjölskyldna, “
segir Steen og bendir á að veiðin
sé miklu meira en tölur; það sé til-
hlökkunin, móttökurnar við ána og
veiðifélagarnir, svo eitthvað sé
nefnt.
„Skrýtið laxveiðisumar“
Betri gangur í Krossá en á sama tíma í fyrra Þröstur Elliðason segir yngri veiðimenn ekki
þekkja niðursveiflu Veiðimaður gagnrýnir harðlega „sleggjudóma á miðju veiðitímabili“
Lukkuleg Rebekka Guðmundsdóttir veiddi þennan rúmlega átta punda lax í Þverá í Borgarfirði á dögunum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hnausalax Steen Johansson með
lax sem hann veiddi í Vatnsdalsá.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Miðað við síðustu tvö ár er lítið
af laxi í ánni, en það hjálpar
hvað miklu er sleppt aftur af
þeim löxum sem veiðast. Þeir
veiðast margir aftur,“ segir
Rafn Valur Alfreðsson leigutaki
Miðfjarðarár. Hann segir veiðina
hafa verið ágæta. Þegar rigndi í
síðustu viku komu til að mynda
góð skot, með yfir 40 laxa dög-
um. „Við kvörtum því ekkert. Í
morgun komu upp 15 laxar og
25 í gær; nú hafa um 615 veiðst.
En það er lítið af fiski að ganga,
hér sem annarsstaðar. Svo er
annar hver fiskur sem við veið-
um selbitinn eða með netaför-
um, sem er mikið áhyggjuefni.“
Lítið af laxi
að ganga
SELBITNIR Í MIÐFJARÐARÁ
Lax Göngur eru sagðar minni í ár.
Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum
Frí flugubox
Krókar fylgja öllum túpum
www.frances.is
Heimsþekktar flugur
atvinnumanna