Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Í hverjum pakka af
Fjólu Lúxus salernispappír
er ein rúlla vafin happamiða.
Innan á miðanum kemur í ljós
hvort heppnin sé með þér.
Meðal vinninga:
Auk fjölda annarra vinninga
Flug og gisting fyrir 2 innanlands
RÚLLU
LEIKURINN
Helga Kress á grein
í síðasta Skírni, Unir
auga ímynd þinni.
Landið, skáldskap-
urinn og konan í ljóð-
um Jónasar Hall-
grímssonar. Þar rekur
hún í mörgum dæmum
og fróðlegum hvernig
Jónas kvengeri Ísland,
eins og fyrirrennarar
hans, Eggert Ólafsson
og Bjarni Thor-
arensen. Þetta er þakkarvert, en
hér er jafneinhliða og villandi um-
sögn og í grein Helgu frá 1985, sem
ég ræddi í bók minni Seiðblátt haf-
ið, 2008 (bls. 345-7, tilvísanir í bók-
arlok). Helga sagði í greininni 1985
(bls. 27) að Ellen Moers nefni í Lit-
erary Women frá 1976 myndmál
smæðarinnar sem einkennandi fyrir
kvennabókmenntir, og bendir á að í
bókmenntum sínum samsami konur
sig gjarnan því sem er lítið og
minni-máttar, og séu litlir hlutir,
svo sem blóm, fuglar og fiðrildi,
mjög algengir í myndmáli kvenna
þar sem þeir fái oft táknræna vídd.
Þvert á móti þessu varar Moers
við alhæfingum um sameiginleg ein-
kenni á skáldskap kvenna og segir
m.a. (bls. 262) að glæsilegar lýs-
ingar kvenskálda á opnu landslagi
ættu að stöðva næsta gagnrýnanda
sem segi að allar skáldkonur séu
inniverur, og næsta sálfræðing sem
talar um „innra rými“. Moers legg-
ur annars sérstaka áherslu á mynd-
ir fugla í skáldskap kvenna, einkum
finnst henni fuglar í búri áberandi
hjá skáldkonunum sem hún fjallar
um. Og í ljóði Huldu, Geðbrigði, lík-
ir ljóðmælandi sér einmitt við fugl í
búri til að sýna ófullnægju sína.
Þetta tekur Guðni Elíasson upp í
grein um skáldskap Huldu 1987,
(bls. 76-8) og segir m.a.: Sjálfsvit-
und Huldu tengist fremur smáfugl-
um en ránfuglum og hún táknar oft
frelsissviptingu sína með vængbroti,
vængjaleysi eða einhverju slíku. Þó
að önnur nýrómantísk skáld eigi til
að nota líkingamál af þessu tagi […]
er hér um sérstaklega kvenlegt lík-
ingamál að ræða eins
og Ellen Moers bendir
réttilega á.
Reyndar sagði Mo-
ers (bls. 246) að því
femínískari sem bók-
menntaverk væri, þeim
mun stærri, villtari og
grimmari væru fugl-
arnir sem þar birtust!
Ránfuglar urðu vissu-
lega nokkur tíska í
ljóðum sumra ný-
rómantískra skálda um
1900, tákn frelsis og
þróttar. En því fer víðsfjarri að
smáfuglar séu sérkenni kvenskálda.
Í því fylgir Hulda sem oftar Þor-
steini Erlingssyni, fræg kvæði með
smáfuglum eru og eftir Pál Ólafs-
son, Jónas Hallgrímsson og Stein-
grím Thorsteinsson, sem einnig var
átrúnaðargoð Huldu. Mér sýnast
smáfuglar ekki síður áberandi í ljóð-
um Sigurjóns Friðjóns-sonar en
Huldu, raunar reyndist hann mun
bundnari átthögum, búi og fjöl-
skyldu en hún.
Moers fjallar fyrst og fremst um
enskar, franskar og bandarískar
skáldkonur frá því seint á átjándu
öld og fram á 20. öld. Hún fjallar lít-
ið um skáldskap karla til sam-
anburð-ar, og síst í myndmálskafl-
anum. En heimsfræg saga eftir
karlmann, frá miðri 19. öld byggist
einmitt á þessari mynd fugls í búri,
og leikur tæpast vafi á því að Hulda
hefur þekkt Næturgalann eftir H.C.
Andersen. Verður þetta atriði því
ekki talið dæmi um „eilífkvenlegt“,
óháð stað og stund.
Auðvitað er Ellen Moers ekki
neinn hæstiréttur um bókmennta-
túlkun, en sé vitnað í rit, ber að fara
rétt með niðurstöður þess, ekki að
snúa þeim við.
Mér þykir líklegt að Helga hafi
frétt af því að hún var sökuð um
rangfærslu í riti mínu fyrir nærri
fjórum árum. Reyndar tók ég þetta
mál aftur upp í greininni Skæðar
kreddur í tímaritinu Stína (nóv-
ember 2009). En allavega ber þeim
sem skrifar fræðilega um efni að
kynna sér hvað birst hefur um það
nýlega. Samt ítrekar hún nú fyrri
fullyrðingar. Fleira mætti telja,
leyfði rými. En til þess að fræði-
mannlega væri að farið í nú end-
urtekinni fullyrðingu Helgu um að
„myndmál smæðarinnar“ einkenni
skáldskap kvenna, þá þyrfti hún að
prófa það á skáldskap karla. Það
gerir hún ekki, nema hvað hún sýn-
ir að Jónas Hallgrímsson hefur
þetta til að bera, og var þó karl-
maður. En raunar er þetta áberandi
hjá mörgum karlkyns skáldum, svo
víða, að þessi kenning hennar fellur.
Ekki er hér rúm fyrir langa upp-
talningu, ég nefni bara dæmin: Sig-
rúnarljóð Bjarna Thorarensen,
Kvöld eftir Benedikt Gröndal,
Laugardalur eftir Steingrím Thor-
steinsson, Hallgrímur Pétursson
eftir Matthías Jochumsson, Barma-
hlíð eftir Jón Thoroddsen, Vorvísa
eftir Grím Thomsen, Sólin birtist
hlíðum eftir Sigurjón Friðjónsson,
Draumur vefarans eftir Sigurð Sig-
urðsson, Sjáland Jakobs Smára.
Lesendur ættu auðvelt með að finna
fleiri dæmi.
Vissulega einkennist skáldskapur
sumra karlkyns skálda af „mynd-
máli stærðarinnar“, einhverju
hrikalegu. Nefna mætti Matthías
Jochumsson, Benedikt Gröndal og
lærling hans Kristján Fjallaskáld.
Einnig þeir hafa líka „myndmál
smæðarinnar“, enda er engin and-
stæða í þessu tvennu fólgin, skáld
hafa einfaldlega eitthvað skynjan-
legt í myndrænum lýsingum sínum.
Helga Kress fer hér með kenn-
ingu sem ekki stenst athugun,
byggist á rangtúlkun, og sem er
afturhaldsboðskapur; um að binda
kvenskáld á bás formæðra þeirra.
Haldi skáldkonur sig ekki við for-
skriftir um „myndmál smæðar-
innar“ og annað eftir því, þá teljist
þær vera „karlkonur“, ekki tækar
sem yrkjandi konur.
Kvennabókmenntir og
myndmál smæðarinnar
Eftir Örn Ólafsson » Forðast ber að segja
skáldum fyrir verk-
um, konum sem körlum
Örn Ólafsson
Höfundur er bókmenntafræðingur,
búsettur í Kaupmannahöfn.
Síðustu vikurnar í
maí sl. voru harðar
deilur á Alþingi þegar
Steingrímur J. Sig-
fússon hélt til streitu
kröfunni um ríkis-
ábyrgð til að fjár-
magna gerð Vaðla-
heiðarganga.
Fljótlega varð ráð-
herranum heitt í
hamsi þegar margir
landsbyggðar-
þingmenn töldu að á Eyjafjarðar-
svæðinu og í sveitunum austan
Vaðlaheiðar væru alltof fáir bílar í
umferð til þess að innheimta
veggjald á hvern bíl gæti staðið
undir launum starfsmanna og fjár-
mögnun ganganna. Nú leiðir tím-
inn í ljós hvort meðalumferð í
gegnum Vaðlaheiðargöng geti orðið
enn minni heldur en umferðarspár
segja til um fari svo að vegtollur á
hvern bíl í göngunum undir heiðina
verði fimm eða sex sinnum hærri
en í Hvalfjarðargöngunum. Í kjöl-
farið getur það orðið kveikjan að
hörðum deilum á Alþingi þegar af-
leiðingarnar lenda á ríkissjóði.
Fram kom í grein Ögmundar
Jónassonar, sem birtist í Morgun-
blaðinu 30. maí sl., að göngin undir
Vaðlaheiði ætti að fjármagna að
hálfu úr ríkissjóði með jöfnum ár-
legum greiðslum eftir að fram-
kvæmdatíma lyki árið 2011 í 25 ár.
Þá gleymdi ráðherrann að reikna
út hvað meðalumferð á dag þarf að
vera mikil í gegnum göngin til þess
að 1000 króna veggjald á hvert
ökutæki standi undir viðhaldi og
rekstri ganganna. Nú festist Vega-
gerðin í vítahring Vaðlaheið-
arganga þegar meirihluti þing-
manna viðurkennir þá staðreynd
að brýnustu verkefnin á sunn-
anverðum Vestfjörðum, Mið-
Austurlandi og í Suðurkjördæmi
skuli vera fremst í röðinni. Sjálf-
gefið verður það ekki að Vegagerð-
in geti brotist út úr þessari svika-
myllu ef í ljós kemur að enn fleiri
vegfarendur reyna að keyra um
Víkurskarð eða Dalsmynni. Spurn-
ingar vakna um hvort annað sam-
gönguhneyksli við Eyjafjörð verði
íslenskum skattgreiðendum ofviða
fari svo að veggjald á hvern bíl í
Hvalfjarðargöngunum verði um
ókomin ár sex sinnum lægra en í
Vaðlaheiðargöngum.
Eftir hrunið 2008 skrapp fram-
kvæmdafé til samgönguáætlunar
saman um helming þegar fyrri
framkvæmdaáætlanir urðu að
engu. Fyrrverandi og núverandi
þingmenn sem börðust fyrir jarð-
göngum á Vestfjörðum, Norður- og
Austurlandi í tíð Sturlu Böðv-
arssonar, þáverandi samgöngu-
ráðherra, ættu að gera hreint fyrir
sínum dyrum og svara því hvort
sala ríkiseigna hafi snúist upp í
pólitískan skrípaleik. Sex manna
þverpólitískur meirihluti umhverf-
is- og samgöngunefndar hefur lagt
fram bókun við af-
greiðslu í báðum
nefndum um að Vaðla-
heiðargöng verði sett
inn í samgönguáætlun
til jafns við aðrar
framkvæmdir sem
hefði átt að ákveða á
undan jarðgangagerð-
inni í Héðinsfirði. Hér
telur meirihlutinn ótví-
rætt að þetta snúist
um ríkisframkvæmd
sem vonlaust sé að
samþykkja án sam-
hengis við almenna forgangsröðun
jarðganga í landinu. Að öðrum
kosti væri brotið gegn sann-
gjörnum vinnureglum hvort sem
stuðningsmenn Héðinsfjarðar- og
Vaðlaheiðarganga kunna því vel
eða illa.
Meirihluti samgöngu og fjárlaga-
nefndar styður tillöguna um að
Dýrafjarðar og Norðfjarð-
argöngum skuli forgangsraða
framar en veggöngunum undir
Vaðlaheiði. Þeir þingmenn sem
hafa snúið baki við Vinstri grænum
féllust á þessa tillögu. Of lengi hef-
ur þetta mál verið í tómu klúðri að
mati þeirra sem telja fullvíst að
lagt hafi verið upp með arðsem-
ismat Vaðlaheiðarganga á röngum
forsendum. Þessari tillögu um að
göngin undir heiðina fari inn á
samgönguáætlun til jafns við önnur
þarfari verkefni á Vestfjörðum og
Mið-Austurlandi andmælti Stein-
grímur J. Sigfússon þegar hann
taldi það engu skipta hvort meðal-
umferð á sólarhring væri of lítil í
skarðinu milli Eyjafjarðar og
Fnjóskadals til þess að vegtollur á
hvern bíl geti staðið undir því að
borga upp rándýrt samgöngu-
mannvirki utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Forsendurnar fyrir aukinni um-
ferð allt árið í gegnum Vaðlaheið-
argöng og lánamöguleikum hafa
aldrei verið byggðar á traustum
grunni. Því ber að fagna að meiri-
hluti samgöngu- og fjárlaganefndar
skuli viðurkenna að brýnustu verk-
efnin séu Norðfjarðar- og Dýra-
fjarðargöng sem þurfi að flýta og
framkvæmdum við nýja brú yfir
Ölfusá vegna tvöföldunar Suður-
landsvegar.
Vítahringur
Vaðlaheiðarganga
Eftir Guðmundur
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
»Nú festist Vegagerð-
in í vítahring Vaðla-
heiðarganga þegar
meirihluti þingmanna
viðurkennir þá stað-
reynd að brýnustu verk-
efnin á sunnanverðum
Vestfjörðum, Mið-
Austurlandi og í Suður-
kjördæmi skuli vera
fremst í röðinni.
Höfundur er farandverkamaður.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is