Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | Kringlunni | sími 588 0660 | casa.is Bourgie lampar Hönnuður: Ferruccio Laviani Glær 45.000 Svartur 45.000 Off white 59.900 Silfur 69.900 Gull (þarf að sérpanta) 139.900 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á dögunum kom út bók Sigurðar Sigurðar- sonar, Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls. Bókin var fyrst gefin út fyrir tíu árum, en mikið hefur breyst á Fimmvörðuhálsi á þeim áratug og Sigurður segir að það hafi verið löngu tímabært að gefa bókina út að nýju og þá endurnýjaða. Hvað breytingarnar varðar segir hann að vitanlega muni þar mest um eld- gosin sem urðu á svæðinu og þá að- allega eldgosið í Eyjafjallajökli því sú gríðarlega aska sem fylgdi því gosi breytti ásjónu landsins. „Jöklar hafa líka rýrnað mikið og haft áhrif á gönguleiðina,“ segir Sigurður og bætir við að þessar Fossaleiðin yfir Fimmvörðuháls Í nýrri bók um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls er nýrri gönguleið yfir hálsinn hampað, Fossaleið, en á leiðinni blasa við göngumanninum allt að þrjátíu og sjö fossar af öllum stærðum og gerðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gönguhrólfur Sigurður Sigurðarson er áhugamaður um göngu- og fjalla- ferðir. Hann sendi nýlega frá sér bókina Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls. Vefsíðan outsideonline.com er góð alhliða vefsíða um útivist og hreyf- ingu. Einn hluti síðunnar er tileink- aður hjólreiðum og þar er meðal ann- ars að finna góðar hugmyndir að jógaæfingum sem henta hjólreiða- fólki vel til að viðhalda styrk og út- haldi á löngum hjólaferðum. Einnig má finna ýmsar greinar er koma inn á líkamsrækt utandyra, til að mynda hvernig þjálfa má sig vel upp við hlaup. Ef þig vantar góðar ráðlegg- ignar um útbúnað er líka vert að kíkja á outsideonline.com en þar má meðal annars sjá lista yfir bestu útivistar- græjurnar í ár. Skemmtileg síða fyrir útivistarfólk sem vill fylgjast vel með því sem er að gerast í heimi útivistar og hreyfingar. Vefsíðan www.outsideonline.com Morgunblaðið/Kristinn Hjólreiðar Mikilvægt er að allur búnaður sé í góðu ásigkomulagi. Leiðsögn og góð græjuráð Sextánda Barðsneshlaupið verður haldið í Norðfirði laugardaginn 4. ágúst næstkomandi. Einnig verður í boði hálft hlaup frá Hellisfirði. Forskráning í hlaupið er á skrán- ingarsíðu hlaup.is og er hægt að for- skrá sig fram til fimmtudagsins 2. ágúst kl. 23:30. Ekki verður að þessu sinni tekið á móti skráningum á bryggjunni eins og verið hefur og eru ástæður þess að ferja þarf alla hlaup- ara sjóleiðis ýmist til Hellisfjarðar eða á Barðsnes og nauðsynlegt er að vita fyrirfram um fjölda til að næg fley séu til staðar í þá flutninga. Allar nánari upplýsingar eru á vef Barðsneshlaupsins og facebooksíðu hlaupsins. Endilega … … hlaupið Barðsneshlaupið Barðsneshlaup Hlaupagarpar á ferð. Ólympíuleikarnir voru settir með glæsilegri athöfn í London síðastliðið föstudagskvöld. Á leikunum verða 27 Íslendingar á meðal þátttak- enda en alls senda 205 lönd rúmlega 10.000 íþróttamenn á leikana sem keppa í alls 300 viðburðum. Umfangið er því gríðarmikið en bú- ist er við að tvær til þrjár milljónir manna muni leggja leið sína til borg- arinnar í tilefni af leikunum. Borgin er því sannarlega með ólympíusvip þessa dagana og iðar af enn meira lífi en vanalega. Golli, ljósmyndari Morg- unblaðsins á leikunum, tók þessar stemningsmyndir. Ólympíuleikar í London Gestir flykkjast til ólympíu- borgarinnar sem iðar af lífi Morgunblaðið/Golli Þjóðarréttur Þessi ágæta kona gæddi sér á fiski og frönskum í rólegheitum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.