Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Bréf til Stínu. Þá er kveðjustundin liðin, elsku Stína mín. Hún var ljúf og falleg eins og við var að bú- ast af fólkinu þínu. Alveg í þínum anda og ég sá þig fyrir mér standa þarna og horfa stolt yfir hópinn þinn. Topp- urinn á athöfninni var þegar barnabarnið þitt, hann Birkir, spilaði á trompetinn fyrir þig lagið „Til eru fræ“ með sinni einskæru snilld. Mikið máttu vera stolt af ungunum þínum, elsku frænka mín. Þótt þú værir komin á endastöð hérna megin og búin að njóta langr- ar ævi hér, þá var erfitt fyrir mig að kveðja. Þú varst alltaf heimakær og gestrisin er fólk bar að garði. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Böðvars í Hörpugötuna. Þá var ætíð töfrað fram hlaðborð af góða heimalagaða brauðinu þínu og svo voru taldir upp allir ætt- ingjar og hvað hver væri að Kristín Þorvaldsdóttir ✝ Kristín Þor-valdsóttir var fædd á Bálkastöð- um í Miðfirði 17. janúar 1919. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 12. júlí síðastliðinn, þá 93 ára að aldri. Kristín var jarð- sungin frá Nes- kirkju 23. júlí 2012. gera og læra. Þú vildir alltaf fylgj- ast vel með okkur öllum og varst svo frændrækin og jarðbundin þessu lífi. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar þú heimsóttir mig á fæðingardeildina og gafst litla drengnum mínum fallegustu sængurgjöfina. Nú er hún vel geymd inni í skáp við hliðina á kjólnum hennar Elínar syst- ir. Þú varst mikil reglukona, Stína mín, ábyrgðarfull og alltaf til staðar. Sunna þín naut þeirra forréttinda að hafa Stínu ömmu ætíð í næsta húsi og gat alltaf gengið að þér heima. Þú naust þess svo sannarlega líka að hafa hana í kringum þig. Í dag eru það forréttindi að eiga ömmu sem er alltaf heima og tekur á móti öllum með mjólk og heitu kaffibrauði. Ég hef alltaf litið upp til föðurfólksins míns og er svo þakklát fyrir að eiga ykkur að. Kærleikur og vinskapur er það dýrmætasta sem við gef- um í þessu lífi og þess hef ég svo sannarlega fengið að njóta frá þér og þínum. Handavinnan þín er ein af áþreifanlegu minningunum um þig, Stína mín. Eins og fallegu harðangursgardínurn- ar í elhúsglugganum hjá Svövu. Þær hjálpa mér alltaf að finna réttu blokkina og íbúðina sem hún býr í. Svo bjóstu til uppáhaldsfrænkuna mína, hana Ellu sem alltaf hefur verið mér svo góð. Síðast er við kíktum á þig á Grund,var heilsa þín ekki góð, elsku frænka mín. En alltaf varstu samt með á nótunum þrátt fyrir háan aldur. Það er svo gott að vita að Hilmar og fjölskylda verma litla fallega húsið þitt núna og halda því í eigu fjölskyldunnar. Ég óska þér alls hins besta á nýjum stað, elsku frænka, og ég veit að þér líður betur núna.Þakka þér fyrir góðu stundirnar okkar og kysstu mömmu og pabba frá mér. Það verður gleðistund þegar ég heimsæki þig næst á nýjum og fallegum stað. Eigðu dásamlegar stundir þangað til með kæru þakklæti og kærleikskveðja til allra hinna, elsku Stína mín. Þín frænka Elín (dóttir Bjössa bróður og Fríðu), eins og þú sagðir alltaf. Elsku Ella, Matti, Magga, Hilmar, Svava og fjölskyldur. Guð leiði ykkur í gegnum söknuðinn og tómleikann sem nú er framundan og megi góðu minningarnar ylja ykkur um hjartarætur. Guð veri með ykkur elskurnar. Elín og Árni á Akureyri. Okkar kæra vinkona Val- gerður er látin. Ein af hvers- dagshetjum okkar sem lét ekki mikið á sér bera. Við sem vorum með henni í Al-Anon félagi aðstandenda drykkju- manna, alveg frá því að Al- Anon var stofnað kveðjum hana í dag. Hún var aðalkonan í því að koma þessum fé- lagsskap af stað. Það var stór- kostlegt framtak og hefur það hjálpað mörgum. Þetta var yndislegur tími. Hún og Vilhjálmur heitinn maður hennar og Sigurður Haukur, sem var prestur í Langholti, blessuð sé minning þeirra, voru alltaf tilbúin að hjálpa. Það er ótrúlegt hvað þetta fólk gaf mikið af sér. Við hugsum ekki nógu mikið um það fyrr en fólkið er horfið á Valgerður Oddný Ágústsdóttir ✝ ValgerðurOddný Ágústsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. apríl 1924. Hún andaðist á Hrafnistu 2b í Hafnarfirði þann 7. júlí 2012. Útför Val- gerðar Oddnýjar fór fram frá Grav- arvogskirkju miðvikudaginn 18. júlí 2012. braut. Við erum þakklát fyrir öll kraftaverkin. Ég hitti Valgerði á fundi í vor, þá var hún orðin veik. Dóttir hennar Kára var með henni, hún var allt- af með móður sinni á fundunum. Ynd- islegt að sjá þær saman. Ég kom sjaldan orðið á laugardags- fundi. Því við tókum okkur saman nokkrar úr Langholti og opnuðum deild í Kópavogi. Við vorum fyrst á skrifstofu prestanna en síðar í gamla safnaðarheimilinu og gekk allt vel. Nú eru Al-Anon deildir út um allt land þökk sé þessu góða fólki. Við minnumst þín með gleði í hjarta, því lífið gengur nú betur hjá flestum. Blessuð sé minning þín. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Fyrir hönd þeirra sem voru í Langholtsdeild, Geirlaug Egilsdóttir. Mig langar að minnast vin- konu minnar Dídíar með nokkr- um orðum. Þótt það væri tæplega 30 ára aldursmunur á okkur vorum við vinkonur til margra ára. Dídí var mikið náttúrubarn og kenndi mér og börnunum mínum að meta allt það fallega í nátt- úrunni. Við fórum oft í bíltúra saman og þá var iðulega stoppað til að fara niður í fjöru eða út í móa, leitað að hreiðrum, fallegum steinum eða tínd ber. Ég vann í útibúi Pöntunar- félagsins í tæp tvö ár en það var staðsett beint fyrir neðan húsið hennar Dídíar. Á hverjum degi kom hún og færði mér heitt kaffi á litlum hitabrúsa og nýbakað brauð með. Vigdís Júlíana Björnsdóttir ✝ Vigdís JúlíanaBjörnsdóttir var fædd 12. apríl 1926. Hún lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði 18. júlí 2012. Vigdís var jarð- sungin frá Eski- fjarðarkirkju 27. júlí 2012. Hún minntist oft á það að á sumrin þegar allt væri gróið yrði hljótt í nátt- úrunni og fyrir mörgum árum sagði hún við mig: „Ef ég dey í júlí, vil ég láta syngja ljóðið – Nú sefur jörðin sumar- græn – í jarðarför- inni minni“. Ég vil minnast hennar með þessu fallega ljóði. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. (Davíð Stefánsson.) Takk fyrir allar góðu minning- arnar, elsku Dídí. Kveðja, Þórunn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, síðast til heimilis á Sólvangi, Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 19. júlí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs í Hafnarfirði fyrir góða umönnun hennar. Hilmar Karlsson, Kristín Ingvadóttir, Þorleikur Karlsson, Áslaug Hringsdóttir, Kristján Karlsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elsku móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólvangsvegi 3, sem lést mánudagskvöldið 23. júlí á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Rannveig Traustadóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Trausti Rúnar Traustason, Ingi Hrafn Traustason, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. ✝ Innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis í Miðleiti 4, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 10. júlí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir frábæra umönnun og hlýju. Ásta Benediktsdóttir, Kristrún R. Benediktsdóttir, Jón R. Kristinsson, Ingibjörg K. Benediktsdóttir, Friðrik Daníelsson, Árni Benediktsson, Guðbjörg F. Ólafsdóttir, Páll Benediktsson, Birna Björg Berndsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINÍNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Sverrir Haraldur Björnsson, Ingibjörg Óladóttir, Anna Björnsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Sævar Rafn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA LÚÐVÍKSDÓTTIR, fyrrverandi kennari, Þúfubarði 2, Hafnarfirði, andaðist að Sólvangi sunnudaginn 29. júlí. Gunnar Geirsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Lúðvík Geirsson, Hanna Björk Lárusdóttir, Hörður Geirsson, Jóhanna S. Ásgeirsdóttir, Ásdís Geirsdóttir, Jón Páll Vignisson, Þórdís Geirsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, AÐALHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, Heiða, framhaldskólakennari, Akralandi 1, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi föstudaginn 27. júlí. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna, Vilborg og Jóhanna. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, Faxatúni 14, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Holtsbúðar, Vífilsstöðum, fyrir einstaka umönnun. Kjartan Friðriksson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Salomon Kristjánsson, Kristín Kjartansdóttir, Sigurður Þ. Sigurðsson, Anna Kjartansdóttir, Brynja Kjartansdóttir, Albert B. Hjálmarsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HAFDÍSAR BJARKAR HERMANNSDÓTTUR, Einilundi 2f, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Stefán Böðvar Þórðarson, Þórður Stefánsson, Margrét Hildur Kristinsdóttir, Hermann Stefánsson, Ragnheiður María Harðardóttir, Böðvar Stefánsson, Karólína Dóra Þorsteinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.