Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 23
yrði fjölbreytt og gefandi. Hann var mikill fagmaður og efst í huga að ég lærði sem flest og strákurinn spjaraði sig. Einn var sá siður frænda míns sem margir furðuðu sig á, frá fyrsta degi sem ég byrjaði hjá honum, að gefa nemanum utan- undir svo small í, svo strauk hann mér um hinn vangann og hló og sagði: „Þú veist frændi að nem- inn má bara lemja köttinn.“ Eftir að ég byrjaði að vinna hjá frænda mínum varð ég heimagangur hjá honum, fyrst í Auðbrekkunni og síðar í Furugrundinni. Þar tók Lilja móti mér og var mér alltaf tekið eins og ég væri sonur þeirra: „Komdu nú Viggi minn,“ sagði hún, „og fáðu þér eitthvað að borða.“ Svo spurði hún: „Er hann nokkuð að fara með þig kallinn,“ eða „var hann með læti við þig?“ Svo hló hún góðlátlega því hún vissi að frændi minn átti ekkert illt til. Hann reyndist mér og fjöl- skyldu minni einstaklega vel alla tíð, sérstaklega eftir að við kom- um heim frá námi í Danmörku, og komu þau oft til okkar enda kölluðu börnin mín hann alltaf frændafa. Nú er hann farinn, blessaður kallinn minn, en ég veit að við hittumst aftur í landinu handan fjarskans. Guðmundi frænda mínum og fjölskyldu hans færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vignir Albertsson og fjölskylda. Í dag kveðjum við vin okkar Hallvarð Sigurð Guðlaugsson frá Búðum í Hlöðuvík. Það eru ekki nema rétt átján ár síðan að ég kynntist frænda mínum Hall- varði Guðlaugssyni að einhverju marki en Hallvarður og móðir mín voru systkinabörn og ólust upp saman að Búðum í Hlöðuvík. Ekki verður sagt að kynni okkar hafi verið neitt mjög vinsamleg þó ekki verði sagt að þau hafi verið fjandsamleg en stormasöm voru þau. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður heldur í fyrstu. Þrátt fyrir þetta brösótta upphaf tókst með okkur Hall- varði afar góð og farsæl vinátta sem varði fram á síðasta dag. Þegar ég horfi til baka þá held ég að það hafi eingöngu hvesst hjá honum við þá sem honum þótti vænst um og upplifði ég það þannig. Hallvarður hvað ávallt fast að orði og leyndi aldrei skoð- unum sínum. En bak við þennan hrjúfleika var traustur og ljúfur maður sem öllum vildi vel nema þá helst þá blástökkunum sem hann deildi á engan hátt skoð- unum með svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það væri hægt að segja marg- ar bráðskemmtilegar og skondn- ar sögur um Hallvarð en það verður að bíða betri tíma. Þó er hér ein sem lýsir skemmtilegu atviki og hvað hann gat verið hnyttinn í svörum. Það var eitt sinn að Hallvarður var að setja í útihurð hjá frænku sinni í Kópavogi og leysti það með glæsibrag enda trésmiður góður. Eftir að hann var farinn gekk konunni eitthvað brösug- lega með að loka hurðinni svo hún fékk Hallvarð til að koma aftur og skoða málið. Þegar hann kom skellti hann hurðinni þétt- ingsfast þannig að hurðin lokað- ist kirfilega og sagði: „Það á allt- af að skella útihurðum“ og lét svo gott heita og hvarf á brott. Það var oft gaman að hlusta á frásagnir Hallvarðar af ýmsum merkilegum atvikum sem áttu að hafa skeð. Þetta átti sérstaklega við þegar hann var komin í sinn heim í Hlöðuvík á Hornströndum enda konungur í sínu ríki þar um slóðir. Þar naut hann sín ávallt til hins ítrasta í frásögnum fyrri tíma enda var hann fjölfróður um ýmsa hluti og sögumaður góður þótt hann léti ekki alltaf stað- reyndir eyðileggja góða sögu . Þótt dauðinn sé ávallt óvel- kominn og skilur eftir sig sorg og eftirsjá er oft hægt að þakka það að fá að fara með jafn mikilli reisn og Hallvarður gerði. Ég umgekkst Hallvarð nokkuð reglulega síðustu misserin og var hann ávallt mjög andlega hress kátur og tókumst við á um menn og málefni sem aldrei fyrr. Þessi svokölluðu átök gáfu honum tölu- verða lífsfyllingu í þeirri stöðu að vera kominn á tíræðis aldur og fullur meðvitaður um það að endalokin voru ekki langt undan. Ég vil þakka Hallvarði einstök kynni okkar og fyrir það allt sem hann veitti mér í andlegum og veraldlegum efnum sem og að veita mér innsýn í hinn stórkost- lega heim Hornstranda. Ég votta fjölskyldu Hallvarðar mína innilegustu samúð við frá- fall hans og vona að minningin um merkan og góðan mann muni lifa um ókomna framtíð. Lúðvík B. Ögmundsson. Nú þegar Hallvarður hefur kvatt, langar mig til að minnast hans og Lilju, konu hans. Það eru svo margar samverustundirnar sem dætur mínar og ég nutum við þau um langt árabil á heimili Önnu Grétu, frænku minnar, og Guðmundar, sonar hans. Þar var oft setið saman við kaffiborð eða málsverð, enda húsráðendur gestrisnir og gott þangað að koma. Oftast voru þar þau góðu hjón, Hallvarður og Lilja, og voru órjúfanlegur hluti af heim- ilinu. Það sem einkenndi Hallvarð í minningunni er hin mikla hlýja sem hann auðsýndi alla tíð. Hann hafði sterkar skoðanir á þjóðmál- um og kvað stundum upp mikla dóma, var áhugasamur um marga hluti, verkmaður mikill og einkar líflegur og gamansamur við börnin, bæði barnabörnin og litlar frænkur þeirra og frændur. Barnabörnin veittu þeim Lilju gleði og lífsfyllingu og Hallvarð- ur lét yngri hjónin njóta þess. Lilja var hæglát og nett en smáhló að ýmsu, ákaflega indæl kona. Nú eru þau bæði farin. Ekki er hægt að minnast Hall- varðar án þess að geta ferðalags okkar Evu fyrir margt löngu í Hlöðuvík á Hornströndum sem voru bernskustöðvar hans, en þeir feðgar reistu þar sumarhús. Þar var á ferð vinahópur Guð- mundar sem naut verunnar ásamt þeim feðgum í hrjúfri nátt- úrufegurð þar sem land snýr óvarið móti úthafi og norðanátt og vetur eru harðir en sumur stutt og sælurík. Með vissu móti líktist Hallvarður þessu náttúru- fari; hann gat verið stór í sniðum. Um leið var hann spænskur og stoltur í temperamenti. Mér virt- ist Lilja mæta skapferli hans með mýkt, án þess að beygja sig. Eitt- hvað var yngri kynslóðin að reyna að afla sjófangs og veiða fugla í matinn en varð lítt ágengt. Þegar orðið var matarlítið í lok dvalar gekk Hallvarður út með riffil sinn og þegar hann sneri aftur með feng sinn var elduð sú mesta og magnaðasta fuglasúpa að hætti Hornstranda sem um getur. Og menn urðu saddir og sælir. Við þökkum Hallvarði og Lilju hjartanlega fyrir samverustund- irnar og sendum Guðmundi og Önnu Grétu, Elfu Rún, Halla, Lilju Dögg, Völu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Berglind, Lára, Una og Eva. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Kveðja frá Sólheimum Íbúar Sólheima horfa nú á eftir góðri vinkonu og samstarfs- félaga. Jóhanna Svanlaug Sigurvins- dóttir lést föstudaginn 20. júlí sl. Það var ávallt líf og fjör þar sem Svana var og gott var að fá að njóta nærveru hennar. Hún hafði búið og starfað hér að Sólheimum undanfarin ár og það var gott að vinna með Svönu. Í litlu samfélagi er nálægðin mikil og samveran við hana var ávallt góð. Í blóma lífsins fékk hún krabbamein, hún barðist á móti og hafði sigur um stund. Aftur kom krabbameinið og baráttan varð löng og ströng. Við teljum okkur þekkja fólk en oft er það eins og var með Svönu að maður sér ekki í raun hversu stór einstaklingurinn er fyrr en ágjöfin er sem mest. Æðruleysi, virðing, vinátta og lífsvilji eru orðin sem koma upp í hugann þegar við horfum til Svönu og Valda í baráttu hennar síðustu misseri. Íbúar Sólheima þakka Svönu fyrir vináttuna og samveruna og kveðja hana með söknuði. Við minnumst hennar með hlýju og virðingu. Fjölskyldu Svönu vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd íbúa Sólheima, Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri Svanan mín, með söknuði í hjarta sit ég hljóð og hugsa um liðna tíð. Um vináttuna okkar ofurbjarta, yndisleg hún var, svo heil og þíð. Snillingur þú varst að að prjóna og sauma, snúin munstur léku í höndum þér. Ósjaldan við heyrðum kaffið krauma, á kaffihúsi sastu oft með mér. Í búðir margar skunduðum við saman, Sveitabúðin Sóley bar þó af. Alltaf var í útilegu gaman Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir ✝ Jóhanna Svan-laug Sigur- vinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1954. Hún andaðist á Kvennadeild Landspítalans föstudaginn 20. júlí 2012. Útför Jóhönnu Svanlaugar fór fram frá Keflavík- urkirkju 27. júlí 2012. því andagift þín stemninguna gaf. Ó, Svanan mín, ég heppnust var í heimi að hafa kynnst þér, þakklát mjög er ég. Á góða staðnum minning þína geymi svo getir þú mér fylgt um æviveg. Ingibjörg í Byggðarhorni. Jóhanna Svana eða bara Svana eins og við vorum vön að kalla hana var ein af mestu máttarstoð- unum innan Sjúkraliðafélags Ís- lands. Svana sat í orlofsnefnd félags- ins allt frá upphafi er orlofsnefnd félagsins var stofnuð 1991 og fram til ársins 2011 er hún lét af störfum vegna veikinda. Jafn- framt var hún formaður nefndar- innar á tímabili. Allt sem Svana kom nálægt var unnið af mikilli samviskusemi og smekkvísi eins og orlofshúsin bera gott merki um. Svana tók sérstöku ástfóstri við fyrsta orlofshúsið Sigurhæð, sem félagið eignaðist í Úthlíð í Biskupstungum. Hún tók það bókstaflega í fóstur og lagði af mörkum margar vinnustundirnar í sjálfboðavinnu, bæði við það hús og eins og ekki síður önnur þau hús sem félagið eignaðist. Orlofsí- búð félagsins ber handbragði Svönu gott vitni en hún saumaði gardínur og annað sem prýðir íbúðina enn í dag. Ekki varð Valdi til að draga þar úr, miklu fremur studdi hann Svönu er leggja þurfti hönd á smíðaverk og annað sem til leggst við viðhald húsa. Það er sárt að missa unga og atorkumikla konu úr okkar röð- um. Konu sem lífsgleðin geislaði af og smitaði út frá sér til allra þeirra er með henni störfuðu. Svana var ein af fyrstu sjúkra- liðunum sem tóku sérnám sjúkra- liða í hjúkrun aldraðra, enda hafði hún hjúkrað öldruðum ár- um saman eða þar til hún fluttist með Valda sínum á Sólheima, en þar störfuðu þau bæði við þjón- ustu við þá einstaklinga sem þar búa. Ég vil fyrir hönd Sjúkraliða- félags Íslands senda fjölskyldu Svönu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Svönu færi ég mínar bestu þakkir fyrir störf hennar í þágu félagsins. Minningin lifir um mæta konu og félaga. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sumarsólin rís úr sæ við fjörðinn. Svo blíð og góð hún kyssir vanga minn. Hún þurrkar dögg af undurfögrum blómum, sem hvít og blá nú faðma krossinn þinn. Þótt söknuður og sorg mig núna þjaki, Jakob Helgason ✝ Jakob Helga-son fæddist á Geirseyri, Patreks- firði 22.3. 1925. Hann andaðist á Líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 11 júlí. Jakob var jarð- sunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju 19. júlí 2012. og bíða verði ég nú enn um sinn. Þú lifir enn í mér og minningunni. Við sjáumst síðar elsku afi minn. (Sigurður William Brynjarsson.) Elsku hjartans afi okkar. Þakka þér fyrir allar ánægju- legu stundirnar sem þú gafst okkur. Þó skilnaður sé ávallt erfiður þá vit- um við að þú ert kominn á betri stað og vakir yfir okkur öllum. Við hittumst svo öll um síðir. Ástarkveðjur, Sigurður, Hildur og Guðmundur. Fallin er frá heiðurskonan El- ín Þorsteinsdóttir sem heima átti um langt árabil í Skógum undir Eyjafjöllum ásamt manni sínum Þórhalli Friðrikssyni og dætrun- um fjórum. Bæði unnu þau hjónin við Skógaskóla, hann sem stað- arsmiður og hún sinnti ræsting- um og fleira. Þórhallur lést fyrir allmörgum árum og nú er Elín kvödd hinstu kveðju með virð- ingu og þökk. Elín var stórmerk kona, árr- isul, starfsöm, vönduð til orðs og æðis og vildi öllum gott gjöra. Gestrisni var henni í blóð borin og voru þau hjónin mjög samhent í höfðingsskap sínum. Þótti öllum gott til þeirra að leita og dveljast hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Elín starfaði lengi í kven- félagi sveitarinnar og lagði þar sérhverju góðu máli lið. Hún hafði sérstakt yndi af söng og hljómlist og söng í kirkjukór Ey- Elín Þorsteinsdóttir ✝ Elín Þorsteins-dóttir fæddist að Holti í Mýrdal 24. ágúst 1918. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal mið- vikudaginn 11. júlí 2012. Útför Elínar fór fram frá Selfoss- kirkju föstudaginn 20. júlí 2012. vindarhólakirkju um langt árabil. Hún var trúuð kona og vönduð og lét sér annt um menn og málleysingja á sinn góðgjarna og hljóð- láta hátt. Þess vegna leið öllum vel í návist hennar. Fyrir trausta vin- áttu og hlýju og góð- vild Elínar sem og öll góð kynni fyrr og síðar viljum við, ég og fjölskylda mín, þakka að leiðarlokum. Það var sannar- legur ávinningur að eiga að ná- granna og fá að kynnast svo góðri og vandaðri konu sem Elínu. Á kveðjustund flytjum við dætrum hennar, tengdasonum og öllum öðrum vinum og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Elínar Þorsteinsdóttur. Jón R. Hjálmarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær pabbi okkar, LÁRUS JÓNASSON til heimilis á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést sunnudaginn 29. júlí. Fyrir hönd hans nánustu, Fjóla Lárusdóttir. ✝ Elskulegi faðir minn, GESTUR GUÐMUNDSSON, Lagarási 17, Egilsstöðum, lést á heimili sínu mánudaginn 23. júlí. Jarðarförin fer fram í kaþólsku kapellunni á Egilsstöðum laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Gestur Valgeir Gestsson, Elín Helga Kristjánsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG BÖÐVARSDÓTTIR, Búðarstíg 8, Eyrarbakka, lést mánudaginn 30. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram í Eyrarbakkakirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Eyrarbakkakirkju. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.