Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Hjá Parka færðu
flísar í hæsta
gæðaflokki frá
þekktum Ítölskum
framleiðendum
Flísar eru stórglæsilegt og endingargott
gólfefni, sem auðvelt er að þrífa.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Að minnsta kosti þrír menn biðu bana af völdum felli-
bylsins Saola sem gekk yfir Filippseyjar í gær og um
helgina. Allt að tvær milljónir íbúða voru án rafmagns í
Manila og nágrenni á sunnudag. Piltur svamlar hér í
leit að eigum sínum og fjölskyldu sinnar innan um brak
hreysa sem eyðilögðust í óveðrinu.
AFP
Reynir að bjarga eigum sínum
Skæður fellibylur gekk yfir Filippseyjar
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Um 200.000 manns flúðu átökin í
Aleppo, fjölmennustu borg Sýr-
lands, um helgina, að sögn Valerie
Amos barónessu, sem stjórnar
hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna.
Hún sagði að ekki væri vitað hversu
margir væru enn í borginni og var-
aði við neyðarástandi ef átökunum
linnti ekki.
Amos sagði að embættismenn
Sameinuðu þjóðanna hefðu „miklar
áhyggjur af afleiðingum þess að
sprengjum, skriðdrekum og öðrum
þungavopnum er beitt“ í árásum á
íbúðahverfi í Aleppo, Damaskus og
fleiri stöðum í Sýrlandi. Margir íbúa
Aleppo hefðu leitað skjóls í skólum
og öðrum opinberum byggingum.
„Fólkið þarfnast tafarlausrar hjálp-
ar, matvæla, dýna og teppa, hrein-
lætisvarnings og drykkjarvatns,“
sagði Amos.
Hermt er að um 125 manns hafi
beðið bana í átökunum í Sýrlandi í
fyrradag – 46 óbreyttir borgarar, 45
hermenn og 34 uppreisnarmenn.
Óttast er að enn meira mannfall
verði í Aleppo.
Árangursríkur skæruhernaður
Sprengjuárásir stjórnarhersins
hafa einkum beinst að hverfi í suð-
vesturhluta Aleppo þar sem vopn-
aðir hópar uppreisnarmanna hafa
hreiðrað um sig. Fréttaritari BBC í
grennd við borgina, Ian Pannell,
segir að hersveitir einræðisstjórnar-
innar beiti miklu öflugri vopnum í
Aleppo en uppreisnarmenn veiti
þeim harða mótspyrnu með
árangursríkum skæruhernaði á göt-
unum.
Uppreisnarmennirnir nota Kal-
ashníkov-riffla og létt flugskeyti
gegn hersveitum sem beita skrið-
drekum, sprengjuvörpum, stór-
skotavopnum, árásarþyrlum og her-
þotum. Pannell segir að margir
uppreisnarmannanna séu bardaga-
fúsari en hermennirnir og ef til vill
viljugri til að fórna lífi sínu fyrir mál-
staðinn en margir þeirra sem hafa
verið kvaddir til að gegna herskyldu.
Leon Panetta, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að árás-
ir stjórnarhersins á óbreytta borg-
ara í Aleppo yrðu Bashar al-Assad
Sýrlandsforseta að falli. „Hann
tryggir aðeins að stjórn hans hrökkl-
ast frá völdum með því að beita eigin
þjóð slíku ofbeldi.“
Varað við mikilli
neyð í Aleppo
Um 200.000 manns flúðu frá borg-
inni Skortur á mat og drykkjarvatni
AFP
Skæruhernaður Uppreisnarmaður
með flugskeyti í Aleppo.
Sýrlenskur herforingi, sem gekk til liðs við uppreisnar-
mennina, spáir einræðisstjórninni falli á næstu tveim-
ur mánuðum og segir að hernaðarvél hennar sé að
hruni komin vegna minnkandi baráttuvilja hermanna
og erfiðleika við að sjá þeim fyrir mat og eldsneyti.
„Bensínið er næstum uppurið,“ hefur breska blaðið
The Guardian eftir herforingjanum Mohammad Al-
Zobi. „Þeir eru að verða uppiskroppa með eldflaugar.
Það er varla til brauð eða vatn handa hermönnunum.“
Um 100 herforingjar hafa gengið til liðs við upp-
reisnarmennina vegna óánægju með blóðsúthelling-
arnar.
Þverrandi baráttuvilji
SEGIR STJÓRNARHERINN AÐ HRUNI KOMINN
Stjórnarhermenn
í Damaskus.
Traian Basescu, forseti Rúmeníu,
komst hjá ákæru til embættismissis í
gær þegar skýrt var frá því að
þjóðaratkvæðagreiðsla um málið
væri ógild vegna ónógrar kjörsókn-
ar. Um 87,5% þeirra, sem greiddu
atkvæði, studdu ákæru á hendur for-
setanum til embættismissis og að-
eins 11,2% greiddu atkvæði gegn
henni. Basescu hafði í fyrstu hvatt
kjósendur til að greiða atkvæði gegn
tillögunni en síðar beðið stuðnings-
menn sína um að sniðganga at-
kvæðagreiðsluna.
Yfirkjörstjórn Rúmeníu sagði í
gær að kjörsóknin hefði verið rúm
46%, en hún þurfti að vera yfir 50%
til að atkvæðagreiðslan teldist gild.
Basescu fagnaði niðurstöðunni og
sagði að þorri kjósendanna hefði
„hafnað valdaráni“ með því að taka
ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
Erkióvinur forsetans, Victor
Ponta forsætisráðherra, kvaðst ætla
að virða niðurstöðuna og ekki beita
sér frekar fyrir því að Basescu yrði
vikið úr embætti. Áður hafði Ponta
sagt að ríkisstjórnin gæti ekki unnið
með forsetanum sem væri rúinn
trausti.
Basescu var fyrst kjörinn forseti
árið 2004 og beitti sér fyrir inngöngu
Rúmeníu í Evrópusambandið fyrir
fimm árum. Hann naut stuðnings
hægri- og miðjumanna, var einn af
vinsælustu stjórnmálamönnum
landsins en fylgi hans hrundi, eink-
um vegna sparnaðaraðgerða sem
hann knúði fram árið 2010 skv. sam-
komulagi við Evrópusambandið og
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Vinnubrögð beggja gagnrýnd
Átökin milli forsætisráðherrans
og Basescus hófust þegar Ponta
myndaði ríkisstjórn vinstri- og mið-
flokka eftir að hægristjórn var felld í
vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi
Rúmeníu í maí. Ponta og bandamenn
hans sögðust vilja koma Basescu frá
til að verja réttarríkið og sökuðu for-
setann um að hafa tekið sér meiri
völd en stjórnarskráin kvæði á um að
hann hefði. Evrópusambandið og
Bandaríkjastjórn gagnrýndu hins
vegar tilraun stjórnarinnar til að
koma forsetanum frá og hún var sök-
uð um að virða lýðræðisleg grunn-
gildi að vettugi. bogi@mbl.is
Forsetinn komst hjá
embættissviptingu
Of lítil kjörsókn 87% þeirra sem kusu lögðust gegn Basescu
AFP
Umdeildur Traian Basescu með
„lýðræðiskyndilinn“ í Búkarest.
Yfirvöld í Hong Kong segjast hafa
náð góðum árangri í að hefta út-
breiðslu apa í borginni með því m.a.
að gera þá ófrjóa. Embættismenn
segja að öpunum hafi fækkað um
15% á fjórum árum, eða úr 2.320 ár-
ið 2008 í 1.965 í fyrra. Villtir apar
þykja mikil plága í Hong Kong, þeir
eiga það til að áreita íbúana og elta
fólk í von um að verða sér úti um
mat. Ýmislegt hefur verið reynt til
að stemma stigu við apaplágunni,
t.d. varðar það háum sektum að
gefa öpunum að éta, auk
ófrjósemisaðgerðanna.
AFP
Apar gerðir ófrjóir
til að fækka þeim