Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Póst- og fjarskiptastofnun stefnir að
því að halda uppboð á 4G-tíðnisvið-
um fyrir árslok, en 4G býður upp á
stóraukinn gagnaflutningshraða fyr-
ir farsíma og farnet. Þannig muni
fólk geta sótt sér mun meira af gögn-
um, t.d. sjónvarpsmyndefni. Björn
Geirsson, forstöðumaður lögfræði-
deildar Pósts- og fjarskiptastofnun-
ar, segir að í sumum tilfellum bjóði
4G upp á meiri gagnaflutningshraða
en sjáist í fastlínutengingum á borð
við ADSL í dag.
Björn segir að verið sé að hanna
uppboðsskilmálana og að þeir verði
kynntir hagsmunaaðilum og almenn-
ingi í byrjun haustsins og þá veitt
samráð við markaðsaðila. „Þá mun-
um við leggja upp línurnar hvernig
tíðniheimildum verður skipt upp,
hvað þær verða stórar og hvaða
kvaðir þeim fylgja, til dæmis varð-
andi útbreiðslu. Uppboðsskilmálarn-
ir munu því slá tóninn og verða mjög
mikilvægir hvað varðar uppbygg-
inguna á þessu sviði, hvar þjónustan
byggist upp og á hvaða hraða.“ Hann
segir að ekki sé búið að taka ákvörð-
un um hversu margar tíðniheimildir
verði boðnar upp.
Tilraunin gengið vel
Símafyrirtækið Nova fékk á síð-
asta ári tilraunaleyfi frá Póst- og
Fjarskiptastofnun til þess að setja
upp tilraunakerfi með 4G. Liv Berg-
þórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova,
segir að tilraunin hafi gengið mjög
vel, en fyrirtækið hafi verið með um
200 manns í prófunum á 4G-boxum
og -pungum. Farsímar með 4G séu
hins vegar ekki komnir.
Liv segir að einkum sé horft til
Norðurlandanna sem fyrirmynd
hvað varði uppbyggingu á 4G-þjón-
ustu Nova, en þau séu fremst í flokki
við að innleiða hina nýju tækni. Þar
sé meira verið að horfa á möguleika
4G netsins fyrir heimili, sumar-
bústaði og fólk á ferðinni.
Margrét Stefánsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Símans, segir að 4G sé
næsta skref í farsímatækni og að
Síminn ætli sér að taka fullan þátt í
því. „Við fylgjumst mjög vel með því
sem er að gerast í nágrannalöndun-
um og undirbúum að hefja uppbygg-
ingu hér út frá reynslunni þar.“
Kerfið verði síðan byggt jafnt og
þétt upp, líkt og gert hafi verið með
3G-þjónustuna.
Tíðniheimildir
líklega boðnar
upp í haust
Símafyrirtæki undirbúa 4G-væðingu
Morgunblaðið/Golli
Snjallsími Stefnt er að uppboði á
4G-tíðnum fyrir árslok.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég er alveg klár á því að aðra vik-
una í ágúst verður brjálaður lundi,“
sagði Sigurgeir Jónasson, ljósmynd-
ari og lundaveiðimaður til fjölda ára í
Vestmannaeyjum. Hann var ásamt
fleirum í Álsey í þrjá daga í síðustu
viku að dytta að veiðihúsi Álseyinga.
„Það var lundi alla dagana, samt
var sólskin og ekkert lundaveður
eins og við köllum það þegar er skýj-
að, súld, gola og lágþrýstingur,“
sagði Sigurgeir. Þessa daga var
gengið vítt og breitt um Álsey.
„Lundinn var vel við norðan í
eynni en það var enn betra að vest-
anverðu. Þetta var eins og í góðu
lundaári, bara eðlilegt ástand. Það
var lundi á flugi, í brekkunum og á
sjónum,“ sagði Sigurgeir. Svona var
þetta þrátt fyrir háan loftþrýsting,
norðanátt og þurrviðri, sem ekki eru
kjöraðstæður. Það þótti næstum því
óeðlilegt hvað lundinn var þaulsæt-
inn í þessum þyrrkingi. Hann var við
allan daginn og fjölgaði mikið í
brekkunum á kvöldin. Heima við
veiðihúsið er staður sem er kallaður
Kamarsklöppin. Þar hefur venjulega
setið lundi þegar mikið er af fugli.
„Hann hefur ekkert sést þar sem
neinu nemur í tvö til þrjú ár en nú
taldi ég allt upp í ellefu lunda á
klöppinni í einu og þar komast ekki
mikið fleiri fyrir,“ sagði Sigurgeir.
Í gönguferðunum um eyna sáust
þrjár dauðar pysjur. Sigurgeir hafði
það eftir manni sem fór í fjölskyldu-
ferð í Álsey á laugardag að þá hefði
ekki sést nein dauð pysja. Sigurgeir
sagði það oft hafa gerst, áður en fár-
ið brast í viðkomu lundans, að menn
hafi rekist á dauðar pysjur.
Sigurgeir fór einnig í Álsey fyrir
rúmum þremur vikum. Þá var lund-
inn byrjaður að bera glærátu sem
nýklaktar pysjur fá að éta. Í síðustu
viku var hann kominn með lítil síli.
Eyða í gagnasyrpunni
Sigurgeir sagði lundaveiðimenn í
Vestmannaeyjum hafa tekið fullan
þátt í friðun lundans sem sérfræð-
ingar lögðu til. Hann sagði eina af-
leiðingu friðunarinnar þá að mikil-
vægari gagnaöflun væri hætt.
„Sérfræðingarnir tapa með þessu
heimildum sem þeir hafa getað stól-
að á,“ sagði Sigurgeir. „Þeir hafa
getað flett upp í dagbókum lunda-
kalla til margra tuga ára um veiðina.
Þannig hafa þeir fengið samanburð
við nútímann. Nú kemur gat í skrán-
inguna og engin veiði bókuð í eyj-
unum eins og áður.“
Sigurgeir gengur fram hjá Skip-
hellum, ofan við Friðarhöfn, yfirleitt
fjórum sinnum í viku. Á sunnudag sá
hann lunda fljúga ofan við Friðar-
hafnarskýlið en enginn lundi hefur
komið í brúnir Skiphellanefs í sumar
fyrr en nú.
Þótt enn horfi vel fyrir lundann
benti Sigurgeir á að ekki væri útséð
um hvort pysjurnar ná því að verða
fleygar. Ritunni virðist ganga betur
að koma upp ungum sínum nú en í
fyrrasumar. Margir rituungar eru
orðnir fleygir og mikið er af stálp-
uðum ungum í hreiðrum, að sögn
Sigurgeirs. Þá virðist langvíu hafa
gengið vel að koma pysjum sínum
upp og er fuglinn víðast hvar farinn
úr berginu, þótt varpið hafi verið
seint á ferðinni.
„Okkur lundaveiðimönnum virðist
allt vera nær því að vera eðlilegt nú
miðað við síðustu þrjú til fjögur árin
þegar veruleg óáran var í þessu,“
sagði Sigurgeir um bjargfuglana í
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Lundi Hér er horft frá Álsey til Heimaeyjar. Mikið af lunda situr uppi eða svífur með brúnum á myndinni sem var
tekin í júlí 1993. Sigurgeir ljósmyndari segir ástandið í Álsey nú mun betra en það hefur verið undanfarin sumur.
„Þetta var eins og
í góðu lundaári“
Reyndur veiðimaður segir að mikið af lunda sé nú í Álsey
Skammstöfunin 4G stendur fyrir
„Fourth generation“ og merkir því
að um fjórðu kynslóð fjarskipta-
tækni sé að ræða, á eftir NMT,
GSM og UMTS. Innan fjórðu kyn-
slóðarinnar etja nú kappi einkum
tveir mismunandi fjarskiptastaðl-
ar, WiMax og LTE. Virðist sem LTE-
staðallinn sé að ná yfirhöndinni í
nágrannalöndum okkar. Sú mikla
aukning á gagnaflutningshraða
sem fylgir 4G má nánast líkja við
byltingu, þar sem farsímar og önn-
ur tæki sem geta tengst inn á 4G-
netið verða nú með hraðari net-
tengingu en margar heimilistölvur.
Með 4G verður hægt að sækja
gögn á hraðanum 20-30 megabæt
á sekúndu (Mbps). Til saman-
burðar er hraðinn á 3G um 2-3
Mbps og hraðinn á ADSL-kerfum
um 10 Mbps. 4G er því um tíu sinn-
um hraðara en 3G og þrisvar sinn-
um hraðara en ADSL.
Tíu sinnum hraðara en 3G
4G FARSÍMATÆKNIN RYÐUR SÉR TIL RÚMS
Stæsta lundabyggð í heimi er í
Vestmannaeyjum. Stærsta
lundavarpið þar er í Álsey þar
sem lundabyggðin er um
176.000 m2 og þar voru meira
en 210.000 lundaholur, sam-
kvæmt talningu sem Erpur S.
Hansen og Arnþór Garðarsson
gerðu eftir myndum sem teknar
voru á árunum 1989-93.
Álsey
210.000 LUNDAHOLUR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskistofa hefur engar sannanir
fyrir því að lax komi í stórum stíl
sem meðafli við makrílveiðar. Vitað
er að lax slæðist alltaf með. Til-
kynningar sjómanna og athuganir
veiðieftirlitsmanna sýna að samtals
rúmlega 400 laxar komu í flotvörp-
ur íslenskra skipa á árunum 2010
og 2011.
Orðrómur hefur annað slagið
komist á kreik um að uppsjávar-
veiðiskipin moki upp laxi við veiðar
sínar. Jókst umræðan þegar stór-
felldar makrílveiðar hófust hér við
land enda fara göngur laxfiska og
makríls nokkuð saman, bæði í tíma
og rúmi. Veiðiréttareigendur og
laxveiðimenn hafa því verið á varð-
bergi gagnvart þessu í nokkur ár.
Fiskistofa hefur staðið fyrir
rannsókn á laxi með meðafla. Á
árinu 2010 voru útgerðarmenn
beðnir um að senda hausa af löxum
sem komu í vörpurnar og á síðustu
vertíð var verkefnið útvíkkað og
náði einnig til vinnsluskipa. Jafn-
framt var eftirlit Fiskistofu aukið
með því að eftirlitsmönnum var
fjölgað.
Lágt hlutfall meðafla
Þeir 400 laxar sem fundust í
makrílaflanum samsvara 5,5 löxum
á hverjar þúsund lestir af makríl
og síld. Hlutfallið var heldur hærra
seinna árið en það fyrra enda var
meira unnið til manneldis það árið.
Athuganir Veiðimálastofnunar
og Matís á sýnum sem tekin voru
úr löxunum á árinu 2010 gefa vís-
bendingu um að laxinn er ekki úr
íslenskum laxveiðiám, heldur frá
Noregi, Bretlandseyjum og öðrum
Evrópulöndum. Aðeins um 5% lax-
anna voru íslenskir.
Hvergi jafngóðar upplýsingar
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri
telur að þessar athuganir gefi
ágætar vísbendingar um lax í með-
afla og bætir því við að sérfræð-
ingar stofnunarinnar fullyrði að
hvergi séu til jafngóðar upplýsing-
ar um þessi atriði.
Athugun Fiskistofu er haldið
áfram á yfirstandandi vertíð. Jafn-
framt er verið að vinna frekar úr
þeim sýnum sem tekin hafa verið.
Ekki mikill lax með makrílnum
Morgunblaðið/Einar Falur
Laxveiðar Íslenskur lax virðist lítið vera að þvælast á veiðislóð makríl- og
síldveiðiskipa fyrir austan land. Meira er þar af norskum og skoskum laxi.
Laxinn sem kemur sem meðafli á
makrílveiðum er mestallur erlendur