Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012
Hádegisverðartilboð
Tvíréttað í hádegi frá 1.890,-
Fljót og góð þjónusta
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is
● Daði Kristjánsson, verðbréfamiðlari
hjá HF Verðbréfum, telur að krónan sé
of sterk sem stendur og að Seðlabanki
Íslands ætti að vinna að veikingu henn-
ar til að auðvelda afnám gjaldeyrishaft-
anna. Segir hann að þetta megi t.d.
gera með kaupum á gjaldeyri fyrir pen-
inga sem eru prentaðir og þannig megi
minnka styrk krónunnar. Þetta kom
fram í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar
um gjaldeyrismál á Íslandi í gær.
Frá því er einnig greint að gengið
sem Seðlabankinn hafi verið að kaupa
evrur á upp á síðkastið hafi hækkað
nokkuð og sé núna 246 krónur á evruna
miðað við 219 krónur þegar útboðin
hófust fyrir ári.
Segir að krónan sé of
sterk um þessar mundir
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Lánveitingar þýskra banka til jaðar-
ríkja evrusvæðisins hafa dregist
saman um næstum 20% frá því í árs-
byrjun og hafa ekki verið minni frá
því árið 2005.
Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs
minnkuðu lánveitingar þýskra banka
til Grikklands, Írlands, Ítalíu, Portú-
gals og Spánar um 55 milljarða evra
og námu samtals 241 milljarði evra,
að því er fram kemur í greiningu
bandaríska fjárfestingabankans
Morgan Stanley.
Þýskir og franskir bankar hafa á
síðustu tveimur árum reynt eftir
fremsta megni að draga úr áhættu
sinni gagnvart jaðarríkjum mynt-
bandalagsins. Nýjustu hagtölur frá
Evrópska seðlabankanum og Þýska
seðlabankanum gefa hins vegar til
kynna að þessi útlánasamdráttur fari
nú ört dýpkandi. Lán þýskra banka
til Ítalíu drógust til að mynda saman
um 25% á fyrstu fimm mánuðum árs-
ins borið saman við aðeins 7% sam-
drátt á öllu síðasta ári.
Óhjákvæmileg aðlögun
Á það er bent í frétt Financial Tim-
es að þessi þróun endurspegli vax-
andi ótta um að hugsanlegt uppbrot
evrópska myntbandalagsins muni
óhjákvæmilega leiða til gjaldeyris-
hafta í þeim ríkjum sem neyðist til að
kasta evrunni. Að sama skapi benda
sumir sérfræðingar á í þessu sam-
hengi að fjármálastofnanir séu undir
þrýstingi um að reiða sig í minna
mæli á heildsölufjármögnun og auka
lánveitingar til raunhagkerfisins í
sínum heimaríkjum.
Greinandi Morgan Stanley telur
aftur á móti þessa þróun óheppilega
og niðurstaðan verði að öllum líkind-
um hægari efnahagsbati á evrusvæð-
inu og aukinn kerfislægur óstöðug-
leiki á fjármálamörkuðum.
Sú staðreynd að þýskar fjármála-
stofnanir hafa nú dregið hratt saman
seglin í útlánum til jaðarríkja evru-
svæðisins er í samræmi við ábend-
ingar Evrópska seðlabankans að í
kjölfar fjármálakreppunnar sem
skall á haustið 2007 hafi tekið að
vinda ofan af þeirri samþættingu
sem stóð óslitið yfir á evrópskum
fjármálamörkuðum frá upptöku evr-
unnar við síðustu aldamót.
Greinendur benda hins vegar á að
þetta eigi ekki að koma á óvart þótt
vissulega verði aðlögunarferlið sem
framundan er ekki sársaukalaust. Þá
skuldakreppu sem evrusvæðið glímir
við um þessar mundir – og ekki sér
fyrir endann á – má að hluta rekja til
þeirra afleiðinga sem upptaka evr-
unnar hafði í för með sér fyrir lán-
veitingar þvert á aðildarríki mynt-
svæðisins. Aukið innstreymi
lánsfjármagns gaf stjórnvöldum, fyr-
irtækjum og heimilum á evrusvæð-
inu tækifæri til að sækja sér lánsfé á
meira og minna sömu kjörum og
þýska ríkinu bauðst. Með öðrum orð-
um þá gerðu fjármálamarkaðir í raun
ekki lengur greinarmun á „góðum“
og „slæmum“ lántaka sem aftur
leiddi til sjálfsuppfyllandi spírals:
ráðamenn á evrusvæðinu sannfærð-
ust um að stofnun myntbandalagsins
hefði tekist jafnvel betur en margir
höfðu vonast eftir í upphafi – og sú
skoðun varð síðan til þess að auka
enn á þá taumlausu bjartsýni sem
ríkti. Það var engu að síður ljóst, hafa
margir hagfræðingar fært rök fyrir,
að þetta var ástand sem gat aldrei
varað til lengdar.
Samtímis þessu óeðlilega árferði á
fjármagnsmörkuðum skapaðist gríð-
arlegt ójafnvægi innan evrusvæðis-
ins þar sem samkeppnishæfni
margra jaðarríkjanna fór hratt
þverrandi gagnvart Þýskalandi.
Kátt í kauphöllum
Snarpur útlánasamdráttur til jað-
arríkja evrusvæðisins mun auka enn
á þann tröllvaxna vanda sem ráða-
menn standa frammi fyrir. Samtímis
skertu aðgengi að lánsfjármörkuðum
munu þær raddir gerast enn hávær-
ari að Evrópski seðlabankinn grípi til
frekari aðgerða til að stemma stigu
við lausafjárþurrð á mörkuðum.
Stefnusmiðir bankans munu koma
saman til fundar á fimmtudaginn en
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska
seðlabankans, lýsti því yfir með mikl-
um þunga í síðustu viku að evran
væri komin til að vera og að peninga-
málayfirvöld á evrusvæðinu myndu
gera allt sem í þeirra valdi stæði til
að aðstoða skuldahrjáð ríki mynt-
bandalagsins. Með þessum hætti
telja sérfræðingar á markaði að
Draghi hafi opnað fyrir þann mögu-
leika að seðlabankinn byrji á ný að
kaupa evrópsk ríkisskuldabréf á eft-
irmarkaði eða reyni með öðrum hætti
að hafa bein áhrif á lántökukostnað
jaðarríkjanna.
Markaðir hafa blásið í lúðra sína í
kjölfar ummæla Draghis. Gengi evr-
ópskra hlutabréfa hélt áfram að
hækka í gær – þriðja daginn í röð –
og ávöxtunarkrafan á spænsk og
ítölsk ríkisskuldabréf til tíu ára hefur
sömuleiðis lækkað skarpt. Skipti þá
engu máli þótt fréttir bærust um að
spænska hagkerfið hefði dregist
saman um 0,4% á öðrum ársfjórðungi
borið saman við 0,3% efnahagssam-
drátt á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins.
Vandanum enn slegið á frest?
Ef eitthvað er að marka væntingar
markaðsaðila þá standa líkur til þess
að Evrópski seðlabankinn tilkynni á
fimmtudaginn að bankinn sé
reiðubúinn að kaupa evrópsk ríkis-
skuldabréf af fjármálastofnunum á
markaði. Slík aðgerð myndi draga úr
vaxtakostnaði evruríkja án þess að til
kæmi bein lánveiting frá Evrópska
seðlabankanum.
Sumir hagfræðingar óttast þó að
þetta leiði aðeins til þess að vand-
anum verði enn slegið á frest. Bankar
og stjórnvöld muni þess í stað freist-
ast til þess draga það á langinn að
ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að
annars vegar bæta laskaða efnahags-
reikninga sína og hins vegar kynna
til sögunnar kerfislægar umbætur í
efnahagslífinu.
Þýskir bankar draga saman seglin
AFP
Lánsfjárþurrð Þýskir bankar hafa minnkað útlán til jaðarríkjanna um 20%.
Lánveitingar til jaðarríkja evrusvæðisins drógust saman um 20% fyrstu fimm mánuði ársins Vax-
andi ótti um uppbrot evrunnar og gjaldeyrishöft Samdráttur á Spáni mældist 0,4% á 2. ársfjórðungi
500
400
300
200
100
0
1999 2012
Erlendar lánveitingar þýskra banka
(í milljörðum evra)
Heimild: Bundesbank, Morgan Stanley og Evrópski seðlabankinn.
Írland
Portúgal
Grikkland
Ítalía
Spánn
!"# $% " &'( )* '$*
+,+-,.
+/0-12
+,0-33
,0-004
,0-004
+3-3//
+,2-/,
+-..0+
+5,-5+
+15-52
+,+-.1
+/0-5/
+,+-+,
,0-04.
,0-04.
+3-5.+
+,1-,3
+-..14
+52-2.
+1/-,.
,0/-0.3.
+,+-52
+/+-2.
+,+-13
,0-+,1
,0-+,1
+3-/02
+,1-4,
+-../+
+52-5/
+1/-43
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Nýherji tapaði 30 milljónum króna
á öðrum ársfjórðungi samanborið
við 14 milljóna króna hagnað á
sama tíma fyrir ári. Salan dróst
saman um 8% á þessu tímabili og
nam 3,7 milljörðum króna.
Sé litið til fyrstu sex mánaða árs-
ins nam tapið 15 milljónum. Rekst-
ur Nýherja móðurfélagsins og TM
Software gekk vel en tap var af
rekstrinum erlendis, segir í tilkynn-
ingu.
„Rekstur Nýherja móðurfélags
og TM Software ehf. gekk vel og
var hagnaður umfram áætlanir.
Tap var hins vegar af rekstri Appli-
con-félaganna á Íslandi og í Dan-
mörku,“ segir Þórður Sverrisson,
forstjóri Nýherja, í tilkynningu.
„Nokkur óvissa er um rekstur er-
lendra dótturfélaga, en gert er ráð
fyrir að áfram verði góður gangur í
innlendum rekstri.“
Eiginfjárhlutfall hefur hækkað
úr 26,0% í 28,9% frá áramótum, þar
sem efnahagsreikningurinn hefur
minnkað. Meðalfjöldi stöðugilda
var 522 á fjórðungnum.
Nýherji tapaði 30
milljónum króna