Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 30
Áfangar Höggmynd Serra reist 1990. Heiðar Kári Rannversson verður með leiðsögn um listaverkin í Viðey í þriðjudagsgöngu í kvöld sem hefst frá Viðeyjarkirkju kl. 19.30. Heiðar lauk námi í listfræði frá Háskóla Ís- lands vorið 2009 en lokaverkefni hans fjallaði um listaverkin í Viðey. Hann mun meðal annars ræða um Friðarsúlu Yoko Ono sem reist var árið 2007 og Áfanga eftir banda- ríska myndhöggvarann Richard Serra. Listaganga í Viðey 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987-2012 Tónleikaferða- lagi danska tríós- ins lýkur með tónleikum í Fella- og Hóla- kirkju í dag kl. 20 en þau hafa spilað á tón- leikum m.a. við Mývatn og á Akureyri. Tríóið skipa Hetna Regitze Bruun sópransöngkona, Steffen Bruun bassasöngvari og Philip Schmidt-Madsen orgelleik- ari. Hetna og Steffen eru systkini en söngur þeirra hefur unnið til verðlauna, m.a. BBC Music Magaz- ine Award, og einnig vann Philip nýverið fyrstu verðlaun í orgel- keppni Carls Nielsens í Óðinsvéum í Danmörku. Lokatónleikar Tríó Bruun í kvöld Tríó Bruun Fjöl- breytt efnisskrá. Sumartónleikar Skálholtskirkju fara fram mið- vikudaginn 1. ágúst og fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20 bæði kvöldin. Fyrra kvöldið bjóða sellóleik- arinn Bruno Cocset og hljóðfærasmiðurinn Charles Riché upp á dagskrá í Þor- láksbúð, en þar verða ýmis hljóð- færi Richés kynnt. Seinna kvöldið fer efnisskráin svo vítt og breitt um tónlist Evrópu á 16. og 17. öld, þar sem flutt verða verk eftir m.a. Diego Ortiz, Palestrina, Purcell og Marin Marais. Bruno Cocset og Charles Riché í Skálholtskirkju Skálholtskirkja. Blaðamaðurinn Jonah Lehrer sagði upp störf- um sínum hjá tímaritinu New Yorker eftir að hafa játað að til- vitnanir í Bob Dylan í nýlegri bók sinni, Imag- ine: How Creati- vity Works, hafi verið skáldskapur. Dreifing bókar- innar hefur nú verið stöðvuð og Lehrer hefur einnig játað að hafa endurunnið gamalt efni úr öðrum útgáfum og notað í New Yorker. Blaðamaður skáldar tilvitnanir Dylan Ekki nóg fyrir Jonah Lehrer. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Helga Möller og Jóhann Helgason hafa skipað dúettinn Þú og ég í 33 ár og segjast þau hvergi nærri hætt að syngja saman og skemmta fólki. Í upphafi ferils síns saman gáfu þau út plötuna Ljúfa líf sem sló strax í gegn og urðu þau í kjölfarið holdgerv- ingur íslenska diskótímabilsins. „Samstarf okkar er eiginlega tilvilj- unum háð. Það var nefnilega þannig að Gunnar Þórðarson hafði samband við mig árið 1979 og vildi gefa út plötu. Þetta var í upphafi á nýrri bylgju í tónlistinni hér á landi þ.e. diskótónlistinni og Gunnar hafði hugsað sér að fara út og láta taka upp lögin og fá síðan íslenska söngv- ara til að syngja inn á plötuna. Það vildi hins vegar þannig til að allar þær söngkonur sem hann hafði í huga voru á samningi við Skífuna eða uppteknar við annað og ég stakk þá upp á Helgu Möller en við höfðum sungið saman í hljómsveit nokkrum árum fyrr. Hún kom inn í prufu snemma árs 1979 og var þá kasólétt og söng lagið Í Reykjavíkurborg. Við réðum hana á staðnum eftir að hún hafði tekið lagið,“ segir Jóhann. Sjálf segir Helga að lagið Í Reykja- víkurborg sé eins og hannað fyrir hana. „Lagið er mitt uppáhaldslag og það er svona mitt lag finnst mér. Ég hef sungið lagið mjög mikið og geri enn. Í öllum hljómsveitum sem ég hef starfað með eftir að það kom út hef ég tekið Í Reykjavíkurborg á einhverjum tímapunkti,“ segir Helga sem ætlar auðvitað að taka lagið um helgina þegar Þú og ég skemmta á Innipúkanum í Iðnó á laugardagskvöldið. Nýtt lag frumflutt í Iðnó Jóhann og Helga munu skemmta saman um verslunarmannahelgina í Iðnó ásamt strákunum í Moses Hightower en þeir spila undir hjá þeim og taka sín eigin lög. „Þetta eru ungir strákar sem verða með okkur um helgina og þeir taka nokkur lög af nýju plötunni sinni m.a. Stutt skref sem hefur verið nokkuð vin- sælt í sumar. Við Helga munum síð- an taka þessi klassísku lög eins og Í Reykjavíkurborg, Dans dans dans, Vegir liggja til allra átta ásamt öðr- um góðum lögum,“ segir Jóhann sem útilokar ekki að nýtt lag verði frumflutt á laugardaginn. „Það eru allar líkur á því að við munum frum- flytja nýtt lag sem heitir Ég og þú. Lagið er ekki ósvipað þeim lögum sem við erum að syngja en þar sem við erum að spila með Moses Highto- wer gæti uppfærslan á því orðið önn- ur þetta eina kvöld.“ Aðrir tónleikar með Þú og ég hafa ekki verið skipu- lagðir og því óvíst hvenær aðdáend- um Jóhanns og Helgu gefst tækifæri á að sjá þau syngja saman á ný. Þau útiloka þó ekki að ný plata gæti kom- ið út á næstu árum. „Það er aldrei að vita hverju við tökum upp á. Við gáf- um út lag þegar við héldum upp á 30 ára starfsafmæli okkar og eins gáf- um við út jólalag í fyrra og erum allt- af að vinna að einhverju nýju. Núna er hugmyndavinna í gangi hjá okkur Þú og ég frum- flytja nýtt lag  Syngja í Iðnó um verslunarmannahelgina á Innipúkanum Morgunblaðið/RAX Söngvarinn Jóhann Helgason er hissa á að fólk kunni enn gömlu lögin hans. Morgunblaðið/Sigurgeir S Söngkonan Helga Möller segir Í Reykjavíkurborg vera sitt uppáhaldslag. Fyrsta plata dúettsins Þú og ég kom út á haustmánuðum árið 1979. Platan var unnin að hluta í Marquee Studios í London og sungið inn á hana hér heima. Platan þykir vera ein sú besta sinnar tegundar sem komið hef- ur út á Íslandi og setti hún Jó- hann og Helgu á stall íslenskrar diskómenningar með smellum á borð við Vegir liggja til allra átta, Hið ljúfa líf, Í Reykjavíkur- borg og Dans dans dans. Önnur plata dúetts- ins sem nefnist Á Sprengi- sandi naut hins vegar ekki jafn mikilla vinsælda og fyrsta plat- an. Helga og Jóhann útiloka það ekki að ráðast í gerð nýrrar plötu fyrir landsmenn. Ljúfa líf sló strax í gegn TOPP DISKÓTÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.