Helgafell - 01.03.1942, Side 16

Helgafell - 01.03.1942, Side 16
UMHORF Styrjaldarúrslitin ráðin í sumar? Adolf Hitler hefur einu sinni enn gefið þjóð sinni loforð, og mun vissu- lega reyna að standa við það. í ræðu þeirri, er hann flutti í janúarmánuði síðastliðnum, hét hann sókn, er vora tæki, og skoraði jafnframt á þýzka verkamenn, að leggja sem mest kapp á íramleiðslu hergagna, því að mikils þyrfti við. Hingað til hafa Þjóðverjar verið and- stæðingum sínum langtum fremri um hergagnasmíði, en hlutföllin breytast nú óðum, eftir að Bandaríkin eru komin í stríðið og engar innanlands- erjur draga lengur úr framleiðslu þeirra. Nú er unnið dag og nótt í vopnasmiðjum Bandaríkjanna, og þar verður framleitt gífurlegt magn her- gagna á þessu ári, jafnframt því sem Bretar auka framleiðslu sína jafnt og þétt, og á næsta ári verður hergagna- smíði í Bandaríkjunum nær því tvö- földuð frá því sem nú er. Á því ári verða Bandamenn loks farnir að full- nytja auðlindir sínar til styrjaldarþarfa. ÞRÆLAHALD Eins og kunnugt er, hugð- A 20. OLD ust Þjóðverjar nema stað- ar í Rússlandi vetrarmánuðina, stytta víglínu sína þar hæfilega og bíða vors á þessum vígstöðvum, en hefja þá nýja og stórfellda sókn. Veturinn skyldi nota til þess að undirbúa þessa sókn sem bezt, smíða hergögn, æfa nýtt lið og draga að varalið. Unnið var dag og nótt í verksmiðjum Þýzkalands og her- numdu landanna, og hundruðum þús- (ríf&e*/ Hitler, Mussolini og ítalsf^a þjóðin. unda verkamanna var smalað til Þýzkalands. Að því er Þjóðverjar sjálf- ir telja, eru nú um 2.500.000 erlendra verkamanna í Þýzkalandi, er þangað hafa verið fluttir frá öllum löndum Ev- rópu, sem Þjóðverjum lúta. Misjöfnum sögum fer um kjör þessara manna og allan aðbúnað, og segja Bretar að þeir séu í rauninni þrælar, því að ekki sé þeim leyft að skipta um vinnustað og kaup fái þeir lítið sem ekki. Dr. Todt, sem nú er nýlega látinn, notaði vinnuafl þessara manna til þess að byggja ramgerar víggirðingar á ströndum Atlantshafsins frá Spáni til Norður-Noregs, og tugir þúsunda þeirra vinna í Rússlandi að lagningu

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.