Helgafell - 01.03.1942, Page 20

Helgafell - 01.03.1942, Page 20
Barði Guðmundsson: Uppruni íslenzkrar skáldmenntar I. Skáld, kynngi, kvenréttindi. ÞÓTT Norðmenn og Islendingar séu náskyldar þjóðir, sem öldum sam- an töluðu næstum sömu tungu, gætir ótrúlega mikils munar á forn- menningu þeirra. Að ýmsu leyti bera þjóð- irnar nú langtum skýrari skyldleikamerki en fyrir níu öldum. í flestum meginþáttum ís- lenzkrar og norskrar þjóðmenningar til forna verður munarins vart. Þegar að öndverðu birt- ist hann greinilega í stjórnskipulagi landanna, stéttaskipun þeirra og mannréttindamálum. Grafsiðir Norðmanna og íslendinga í heiðni taka af skarið um það, að þá hafa trúarhug- myndir manna hér verið mótaðar af öðrum menningarviðhorfum en trúarlíf frændþjóðar- innar austan hafs. Frá þeim tíma talið, verða Islendingar öndvegisþjóð hins norræna kyns á sviði skáldmenntarinnar. Svo virðist sem þessi orðsins list og sú menningarstefna, sem fóstraði hana, hverfi næstum úr Noregi með útflytjendum þeim, er Island byggðu. Er sannarlega tími til kominn að leita orsaka þessa dularfulla og stórmerkilega fyrirbæris í sögu bók- menntanna. Frá lokum landnámsaldar talið, voru næstum öll hirðskáld Noregs- konunga Islendingar. Þetta er alkunnugt og óumdeilt. I bókmenntasögu sinni hinni stóru telur Finnur Jónsson upp íslenzku hirðskáldin, sem nú eru kunn. Frá 10. og 11. öld nefnir hann 49 hirðskáld. Við vitum þau skil á BARÐI GUÐMUNDSSGN

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.