Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 22
8
HELGAFELL
an EyjafjarSar og VaðlaheiSar NorSurland, SunnlendingafjórSung vestan
Markarfljóts SuSurland, en allt svæSiS austan Eyjafjarðar og Markarfljóts
Austurland. Nær þá AusturlandiS vestur að landnámum Helga hins magra
í Kristnesi og Ketils hængs að Hofi.
Þegar farið er eftir skáldatali Finns Jónssonar, skiptast fornskáldin þann-
ig á landshlutana:
Vesturland 13 hirðskáld 33 tækifærisskáld. Alls 46
Norðurland 13 — 28 — — 41
SuSurland 8 — 15 — — 23
Austurland 1 — 8 — — 9
Þessar tölur tala skýru máli. MiSaS við mannfjölda hefur Austurland
þrisvar til fjórum sinnum færri skáld en við mætti búast og Vesturland rúm-
lega fimm sinnum fleiri skáld en Austurland. ViS þenna samanburð verð-
ur auðvitað einnig að hafa í huga frásagna- eða heimildamagn hvers lands-
hluta, en það mun brátt birtast, að forsendur reistar á þeim grundvelli ná
fremur skammt til skýringar einar saman. ViS tökum strax eftir því, að
munarins á skáldatölu landshlutanna gætir langtum meir í flokki hirðskálda
en tækifærisskálda. Mætti þó vænta þess, að minning um hirðskáldin hefði
geymzt nokkurn veginn jafnt, hver svo sem uppruni þeirra var. ÞaS voru
fyrst og fremst kvæðin um konungana, sem héldu nafni þeirra á lofti. Al-
kunnugt er það einnig, að Vestur- og Norðurland hafa til síðustu alda staðið
SuSur- og Austurlandi miklu framar í skáldskap og annarri bókmennta-
iðju. Einna mikilvægust er þó sú staðreynd, að sjálfar fornsögurnar bera það
með sér, að austan lands muni menn sjaldan hafa ort að fornu og lítt haldið
til haga því litla, sem kveðið var. 1 Ljósvetninga sögu er engin vísa, en ein
í Reykdæla sögu, og hún er eftir eyfirzka skáldið Víga-Glúm. Undan-
tekning þessi er athyglisverð. Af henni má ráða, að höfundur sög-
unnar myndi varla hafa gengið fram hjá vísum, sem vörðuðu söguefni
hans, ef til hefðu verið og honum kunnar. Vopnfirzku sögurnar eru sem
Ljósvetninga saga með öllu vísnalausar. Sama er að segja um sögur Þor-
steins Síðu-Hallssonar, Hrafnkels FreysgoSa og þætti þá, sem Austurland
varða- Vísur hafa aðeins Droplaugarsona saga og frásögnin um dráp Þor-
steins SíSu-Hallssonar. Alls eru það 10 vísur, sem varðveittar eru í sögum
Austurlands, og þrjár þeirra draumvísur. Jafnast þessi kveðskapur um tölu
vísna á við einn þrettánda hlutann af vísnafjölda Egils sögu einnar. Um
vísnamergðina í sögum Vestur- og Norðurlands þarf ekki að fjölyrða, en
vert er að benda á það, hve margar af þessum sögum eru ofnar um ævi-
atriði góðskáldanna. Svo er um Egils sögu, Gunnlaugs sögu, Bjarnar sögu,
Gísla sögu, HávarSar sögu, FóstbræSra sögu, Kormáks sögu, Grettis sögu,
Hallfreðar sögu og Víga-Glúms sögu. MeSal sagna Austurlands höfum viS