Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 24

Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 24
10 HELGAPELL og Þorgils, nefndir ,,Döllusynir“, og er þó faðemis þeirra getið rétt á undan. Svo sem vænta mátti kveSur jafnframt rammt aS því, aS hirSskáldin séu ná- komin mönnum, sem auSkenndir eru meS móSurnafni. Sighvatur ÞórSar- son, ÞórSur Sigvaldaskáld og Óttar svarti eru allir taldir í hóp nánustu ætt- ingja Hrafns GuSrúnarsonar. Afi Herdísar, móSur Steins, var Einar skála- glam, frændi Æsusona og Þórhöllusona. ÞórSur Ingunnarson var afi Stúfs hins blinda, en faSir ÞórSar var Glúmur Geirason. Vigfús Víga-Glúmsson er systursonur Þorgríms Hlífarsonar og frændi skáldsins Eyjólfs ValgerSar- sonar. Skúli Þorsteinsson er dóttursonur Gunnars Hlífarsonar, en Þorleifur jarlaskáld, Tindur Hallkelsson, Gunnlaugur ormstunga, Hofgarða-Refur, Þórður Kolbeinsson og Arnór sonur hans, áttu allir til ætta að telja, sem viðhöfðu hinn undarlega nafnasið, þótt ekki verði nú bent á náfrændur þeirra, sem móðurnafn báru. Hef ég nú getið 19 hirðskálda, en á 25 hirð- skáldum þekkjum við nokkur ætternisskil umfram foreldranöfnin. Nærri mun láta, að konurnar séu 34, sem hafa hlotið þann heiðurssess í sögu Islands fyrir og um miðbik 11. aldar, að börn beri þeirra nöfn sem föður- nöfn væru. Eru þá með taldar mæður landnámsmanna þrjár að tölu. Flest- ar þessara kvenna bjuggu í helztu skáldahéruðum Vestur- og Norðurlands, en á öllu Austurlandi tvær til fjórar. Dæmin, sem ef til vill má þaðan telja, eru: Járngerður, Fjörleif, Mardöll og Droplaug. Annar sonur Droplaugar á Arneiðarstöðum er eitt af þeim fáu skáldum, sem kunnugt er um frá Austur- landi. Samkvæmt Brandkrossaþætti á Mardöll að hafa verið amma Drop- laugar, en varla er mark takandi á þeirri heimild. Um Járngerði er það eitt kunnugt, að hún var móðir Ófeigs í Skörðum, sem talinn er afi skáldsins Ófeigs Skíðasonar. Var Ófeigur Járngerðarson ættaður frá Gnúpufelli í Eyjafirði og af hinu merka skáldakyni Helga magra og Þórunnar hyrnu, dóttur Ketils flatnefs, hersis. Nokkur óvissa ríkir því um það, hvort Járn- gerði beri að telja til kvenna austan lands. Aftur á móti er fullvíst, að Fjörleif var reykdælsk að uppruna, dóttir Eyvindar landnámsmanns, sonar Þorsteins höfða, hersis á Hörðalandi. Maður Fjörleifar, Þórir leðurháls, var að lang- feðgatali kominn frá Birni bunu, en frá hersunum Birni bunu, Arinbirni í Fjörðum, Olfi óarga og Katli raum eiga helztu fornskáldaættir Islands að vera runnar. Sonardóttir Fjörleifar var Guðrún, kona Hrólfs í Gnúpufelli. Sonur þeirra hefur hirðskáldið Eilífur Guðrúnarson verið. Það mun sízt ofmælt, að fimmti hver maður frá fornskáldatímum, sem móðurnafn ber, hafi hlotið sess á skáldabekk. Sá hópur skipar þar næstum tíunda hvert sæti. Þessi staðreynd gerir það öldungis óþarft að rekja frekar skyldleika hinna 34 kvenna við fornskáldin. 1 heiðni hljóta náin tengsl að hafa verið milli iðkunar skáldmenntar og siðar þess að kenna börn við mæður sínar. Þetta mikilvæga atriði dregur langan slóða. Nú má auðsætt verða, að forníslenzka skáldmennt ber ekki fyrst og fremst að skoða sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.