Helgafell - 01.03.1942, Side 26

Helgafell - 01.03.1942, Side 26
12 HELGAFELL Finnast einnig furðumörg dæmi þessa. AuSur hin djúpúSga, sonardóttir Bjarnar bunu, ættföSur hinna mörgu fornskálda, ,,var vegskona mikil“. Hún nam öll Dalalönd. AuSi er skipaS í röS hinna valdamestu og göfugustu landnema. ÞorgerSur, ekkja Ásbjarnar Bjarnarsonar hersis, frænda AuSar, nam Oræfasveitina alla. Sonardóttir ÞorgerSar var hofgySja, svo aS ætla má, aS vegur kvenna í þeirri ætt hafi veriS mikill, enda finnum viS líka hof- gySju í Hvammi, ættaróSali AuSar, og þó eru aSeins fimm kvenprestar kunnir úr fornsögu okkar. Ríflegt landsvæSi í Rangárþingi nam ÁsgerSur Asksdóttir hersis, amma skáldsins Njáls á Bergþórshvoli. Hún kom út meS bróSur sínum, en hann nam samt land aS ráSi ÁsgerSar. MeS bræSrum og náfrændum komu einnig út Ljót á LjótarstöSum og Þórunn, mágkona Ás- gríms Ulfssonar hersis. BáSar gerSust konur þessar sjálfstæSir landnemar. Þá er að nefna Steinunni hina gömlu, ekkju hins hersborna Herlaugs, bróSur Skalla-Gríms. Hún vildi ekki land þiggja aS gjöf, ,,en gaf fyrir heklu flekkótta enska og vildi kaupa kalla“. SíSan gaf hún fóstra sínum og frænda af landnáminu. í landnámi Skalla-Gríms byggSu fjórar konur: Arnbjörg á Arnbjargarlæk, Þórunn í Þórunnarholti, Þorbjörg stöng í Stangarholti og ÞuríSur spákona, systir hennar, í Gröf. MeS landnámskonum má líklega telja GeirríSi í Borgardal, ömmu kunnáttukonunnar GeirríSar í MávahlíS, móSur skáldsins Þórarins svarta. ViS ísafjarSardjúp eru nefndar tvær landnáms- konur: ÞuríSur sundafyllir og Þuríður rúmgylta. Má segja, að frásagnir um landnám þeirra séu næsta merkilegar. Önnur nam land með syni sínum, en hin með eiginmanni. Þuríður sundafyllir hefur verið víðkunn, og mikils metin völva. Sagt er, að hún hafi með seið gert ,,hvert sund fullt af síld“, eitt sinn, er hallæri var á Hálogalandi. ,,Hún setti Kvíarmið á Isafjarðar- djúp og tók til á kollótta af hverjum bónda í ísafirði“. Sonur Þuríðar sunda- fyllis var skáldið Völu-Steinn. Hefur hann sjálfsagt borið nafn eftir móður sinni. Frá Þuríði rúmgyltu var komið skáldið Ólafur bjarnylur, sem í vísu einni er kallaður Bjargeyjarson' Síðasta, en ekki ómerkasta, dæmið í upp- talningu landnámskvenna er Arndís hin auðga, móðir Þórðar í Múla. Hann var við móður sína kenndur. Arndís var dóttir landnámsmannsins í Saur- bænum, Steinólfs hins lága Hrólfssonar hersis, en valdi þó sjálfri sér land- nám í Hrútafirði. Bjó hún í Bæ næst eftir Bálka, ættföður skáldanna Hólmgöngu-Bersa og Bjarnar Hítdælakappa. Benda frásagnir mjög til þess, að venzl hafi verið milli þessarar skáldaættar og þeirra mæðgina Arndísar og Þórðar, en ekki er nú kunnugt, hvernig þeim ættarböndum hefur verið háttað. Við veittum því athygli, að Ljót landnámskona bjó á Ljótarstöðum, Þorbjörg stöng í Stangarholti, Arnbjörg að Arnbjargarlæk og Þórunn í Þór- unnarholti. Upp í hugann skýtur nú mörgum hliðstæðum úr elztu byggðar- sögu landsins. Auður djúpúðga byggði fyrst að Auðartóftum. Langholts-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.