Helgafell - 01.03.1942, Side 28

Helgafell - 01.03.1942, Side 28
14 HELGAFELL tröllaukni oddviti ,,galdrasmiðanna“. ,,Hann og hofgoðar hans heita ljóða- smiðir, því að sú íþrótt hófst af þeim í Norðurlöndum“, segir Snorri Sturlu- son. Er hér náið nef augum, þar sem höfuðíþróttir hins sama goðs voru að trú manna fjölkynngi og ljóðagerð; Óðinn ,,mælti allt hendingum, svo sem nú er það kveðið, er skáldskapur heitir“, segir Snorri enn fremur. Um það reyndust dæmin deginum ljósari, að í 1000 ár hafa nöfn sjálf- stæðra athafnakvenna lifað í íslenzkum bæjaheitum. Þegar á heildina er litið, sýna heiti bæja, sem hefjast á kvennaheitum, að þar hafi eitt sinn búið kona, sem freistaði að sjá sér farborða af eigin ramleik. Ef jörðin er í stærra lagi, má ætla, að húsfreyjan hafi verið vel efnum búin og haft talsvert mannahald. Meðal þessara kvenna hefur það vafalaust helzt hent, að börn væru fremur við móður sína kennd en föðurinn. Við höfum nú áður séð, að sá siður var mjög bundinn við iðkendur skáldmenntar og dulvísinda. Vindast hér saman þræðir, er mynda sterkan streng, og styrkleika hans má nú reyna til hlítar. 1 flokki þeirra íslenzkra bæjanafna, sem hafa mannanöfn eða viður- nefni að forliðum, eru þau í yfirgnæfandi meirihluta, sem enda á -staÖir, að minnsta kosti, ef smábýlaflokkarnir eru undan skildir. Svo einstaklega vel vill til, að hægt hefur verið að ákveða nokkurn veginn með vissu aldur þessa stærsta bæjarnafnaflokks Islands. Munu fræðimenn vera sammála um það, að allur þorri þeirra bæjanafna sé frá elztu tímum Islands sögu. Örsjaldan eru þeir auðkenndir með nöfnum, sem rót eiga að rekja til menningaráhrifa, er fóru í kjölfar kristindóms og kirkju. Þegar það hendir, er ætíð um eyði- býli eða lítilfjörleg hjáleigukot að ræða. Þetta er auðvitað engin tilviljun. ,,Staða“-bæir stóru jarðanna eru yfirleitt eldri en smábýli sama nafnaflokks. Sökum stærðar sinnar og landkosta hafa þeir langtum síður en smábýlin lagzt í auðn eða orðið að hjáleigum. Við þá mun því athyglin dvelja um stund, enda eru nöfn smájarða sízt mælikvarði á sjálfforræði eða frjálsa framtakssemi fornkvenna. Á öllum tímum hafa blásnauðar ekkjur og aðrar einstæðingskonur orðið að burðast við búskap, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt, og oft án teljandi fyrirvinnu eða forverka karlmanna. Engu að síður hafa nöfn þeirra varðveitzt í bæjaheitum. Heilskyggnir menn mega nú glöggt greina, hvert stefnir. Ef rannsókn mín er á réttri braut, má þess vænta, að nokkurs munar gæti milli landshluta á fjölda þeirra ,,staða“-bæja, sem við konur eru kenndir. Við samanburðinn verður að telja bæði karla- og kvenna-staði landsins og finna síðan hlutfallið milli kvenna-staðanna og heildartölu ,,staða“-bæja í hverjum landshluta. Þessu veldur, að ,,staða“-bæirnir hafa ekki náð jafnmikilli útbreiðslu í öllum fjórum landshlutunum, þótt hvarvetna gæti þeirra mikið. Til samanburðarins valdi ég hið handhæga jarðatal frá 1847, er Jón Johnson gaf út. Taldi ,,staði“ karla og kvenna, sem þá voru byggðir, flokkaði þá eftir kynjunum og fylgdi við skilgreininguna skrá Finns Jónssonar yfir ,,staða“-bæina í Safni til sögu

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.