Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 37

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 37
ELDHNÖTTURINN OG ELDFJALLIÐ 23 á fleygiferð upp sneiSingana í brekk- unum á leið til Orotava, þar sem Hum- boldt hitti fyrir Paradís. Innan um bíla á Kraðri ferð og hægfara burÖarasna er brautin full af konum, er bera vörur á torg eða birgÖir til búsins á höfÖinu, — körfur fylltar smáfiski eða stórfiski, sem er blárauÖur í sárið, mjólk í brús- um, mjölpoka, vatn í stórum stein- krukkum og stafla af brauði. Manni flýgur í hug, að karlkyn eyjanna, menn, bræður og synir þessara burð- arkvenna, ættu ef til vill fyrir því að vera settir um stund á vatn og brauÖ. Annars eru margar af þessum dug- miklu konum aðdáanlegar á að líta, — enda er þeim það ljóst. Við brunn, þar sem bíllinn nemur staÖar til að svala þorsta sínum, stendur kona með vatns- strokk allmikinn á höfði, óstuddan, og er í þann veginn að kveðja karlvin sinn einn, lausan og slyppan, en nem- ur staðar og lætur okkur sjá, að hún launi djarfmælgi með drjúgum snopp- ungi án þess að styðja strokkinn, hún snýst á hæli um leið, meira þarf ekki til, strokkurinn stendur sem á jörðu væri þrátt fyrir handaganginn, — og víst er henni ekki móti skapi, að við dáumst örlítiÖ aS henni og fimi hennar, — til þess kemur maður að brunni að fá svölun. MeS burðarasnana í baksýn, makráðar vatnskerlingar og slórandi karla, er engu líkara en maður sé svif- inn á einu vetfangi úr vélagröf tuttug- ustu aldarinnar alla leiS aftur í biflíu- sögur; allt, sem fyrir augun ber, er eitt- hvað svo heilbrigt og frumlegt og spá- mannlegt, bíllinn gæti verið eldvagn með engil sem ökuþór, en ekki mætti spámaðurinn vera nauðrakaður og með gleraugu. ÞaS er vandséð í fljótu bragÖi, hvort þeir meta meira sem burðardýr, eyjar- skeggjar, konuna eða asnann. En lík- lega er ekki jafnhart að konunni geng- ið og asnanum. Þetta litla, þolinmóða og þróttmikla dýr verður eigi aðeins að bera baggana, sem stundum eru stærri en það sjálft, hvor um sig, heldur einnig eigandann ofan í milli. Hitti slíkur reiðmaður kunn- ingja sinn á förnum vegi, kemur honum ekki til hugar að fara af baki, asninn er setubekkur hans skrafstund eftir skrafstund, og ekki liggur á. ÞaS virðist ekki heyra til mannasiSa á Te- neriffa, að fara af baki asna sínum, þótt manni ger- ist skrafdrjúgt við kunningja á ferÖalögum. Um konu eina gamla, gula undir svörtum slæðum og með skinnið skroppið að beinum varð að teljast óvíst, hvort hún átti annað heimili en tjaldið, sem hún vaggaði í heim á leið á asna sínum, en ef til vill tók hún íbúðina ofan að kvöldi. Hún kom frá að flytja mjólk í bæinn, í faðmbreiðum körfunum var hrúgað upp tómum mjólkurbrúsum, ekki stærri en undir eina mörk og tvær merkur, og skrölti í. FerSalag hennar var mjög hátíðlegt og þó um leiÖ ekki óspaugilegt, en sjá vildi ég þann mann, sem hefði hlegiÖ upp í opiÖ geðið á henni. — ÞaS kvaS vera ósköp fákunn- andi fólkið, sem byggir þessar ham- ingju-eyjar, ekki nema fimmti hver maður stautfær, að sögn. Vera má, að það sé ein af undirstöðum hamingjunn- ar, að menn kunni ekki stafrófið. ViS ökum um trjágöng með gildum snúnum lárviðarstofnum á báðar hend- ur. Hin sætbeizka angan frá blöðum trjánna dvelur í kyrru, röku morgun- loftinu. Enn netjar döggin sig á grænu grasi og gulum blómum brautarjaðr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.