Helgafell - 01.03.1942, Side 39

Helgafell - 01.03.1942, Side 39
ELDHNÖTTURINN OG ELDFJALLIÐ 25 trjám í skóginum ? Það er mikið ævin- týri, Kvað sólin og skúrirnar megna á þessari vikurey. Köldutréð gat enginn, sem ég rakst á, sýnt mér. En ég sá sjaldgæfasta tréð af öllum, drekatréð, sem að sköpulagi virðist fremur svepp- ur en tré, risasveppur, í lögun ekki ó- líkt gamalli, þybbinni eik. Særi maður þetta tré, drýpur úr sárinu blóð, dreka- blóðið, sem talið er óbrigðult lyf, — ég veit ekki gegn hverju. Þangað til fyrir skemmstu átti Teneriffa drekatré, sem talið var sex þúsund ára gamalt og þá líklega einu leifarnar frá sköpun veraldar. Nú var elzta tréð á eyjunni þrjú þúsund ára unglingur, og þótti eyjarskeggjum lítið til koma. Ég vildi nú samt fá að sjá það. Ég varð að knýja ýmissa dyra, áður mér væri hleypt inn í klausturskólagarðinn í Lugano. En þar var tré þetta hið sjald- gæfa að finna. Þegar þangað kom, varð mér starsýnna á skólapiltana en drekatréð. Það er svo skrýtið að sjá unglinga í svörtum hempum sparka bolta. Sumir voru að leika sér að ýmis- lega litum glerkúlum, sem þeir gáfu selbita í áttina að holum, sem þeir höfðu búið sér til á víð og dreif í einu horni garðsins, þar sem sandlagið var fast og slétt, — einskonar fingragolf, að því er virtist. Það hefði verið nógu gaman að reyna, en hvað um það. Þessir unglingar voru allir kolsvartir á brún og brá. Ég minntist ekilsins míns, og þá datt mér annað í hug: Var það ekki rétt athugun, að langflestir ökuþórarnir á eyjunni væru ljóshærð- ir ? — Það var annars leiðinlegt að fá aðeins nasasjón af Paradís, þá loksins maður lenti þar. Ekki einu sinni, að manni gæfist tvisvar tækifæri til að sjá eldhnöttinn hníga í eldgíg nætur- innar. Við vorum á bak og burt löngu fyrir sólsetur. Ritað á hafinu milli Hundaeyja í Þorrabyrjun 1928, endurritað að SkriðukJaustri í 8. viku vetr- ar 1941. Gunnar Gunnarsson. Stefan Zweig látinn. Frh. af bls. 17. Stcfan Zweig Var Gyðingur að œtt, en borinn og barnfœddur í Austurríki og átti lengst af heima i Vinarborg. Hann hafði ekk' skipti af stjárnmálum, en þrátt fyrir samúð og aðdáun í b&kum hans gagn- tíart hrikalegum örlögum umsvifamanna sögunnar, gœtir þar huar- vetna hollustu við lýðrœði, frelsi og mannréttindi. Hann var fjöl- menntamaður (humanisti), í beztu merkingu þess orðs, og glœsilegur fulltrúi þess, sem bezt var í fari borgaralegrar menningar, meðan hún lifði sitt fegursta — virðingarinnar jyrir frjálsri hugsun. Slíkt aðalsmerki andans hefði að sjálfsögðu mátt duga Stefan Zweig til þeirrar sœmdar, að bœkur hans væru, svo sem gert var, bornar á bálköst þeirrar villimennsku, er heyir yfirlýsta styrjöld ,,blóðs gegn anda“. En ásamt uppruna hans var það miklu meira en nœg sök til þess, að hann yrði að hrekjast brott af fósturjörð sinni, sem hann hafði varpað á Ijóma með list sinni og snilli, fremur nokkr' um ,,ariskum“ rithöfundi síðustu áratugina. Það var sIík höfuðsök, að örlög hins glœsilegasta og frœgasta sagnaritara á vorum tímum urðu þau að falla með voveiflegum hœtti fyrir menningarhatri og mannfyrirlitningu sjúklegs ofbeldis, réttum sjö öldum eftir morð Snorra Sturlusonar. M. Á.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.