Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 44
30 HELGAFELL höfðu fyrir löngu varpað af sér kufli hinnar júðsku ghettó-tilveru og töldu sig til þjóðernis þeirrar þjóðar, er hafði veitt forfeðrum þeirra landvist endur fyrir löngu. En þó að Brandes og ættmenn hans vildu gleyma uppruna sínum, tókst þeim það ekki frekar en öðrum Gyðingum, sem hafa nú verið staðfestulausir göngumenn í álfunni í hartnær 2000 ár. Á bernskuárum Brandesar hrópuðu götustrákar Kaupmannahafnar Gyðingsheitið á eftir hon- um. Þegar hann var orðinn fulltíða maður, sendu blaðamennirnir og rithöf- undarnir honum sömu hrópin. Það virðist í rauninni vera svo, að Danir hafi aldrei getað fyrirgefið Brandes uppruna hans, og þeim var að sumu leyti vorkunn. Því að Brandes var í flestum efnum frábrugðinn Dönum, eins og þeir ganga og gerast. Skap hans og gáfnafar var júðskrar ættar. Eldurinn, sem logaði í sál hans, brann af meiri funa en títt er um menn af norrænum toga. Heimsborgarabragur menntunar hans leysti hann snemma úr því tjóðurbandi, sem batt aðra Dani við sögu lands þeirra og heimaerfð- ir. Og því var Brandes alla stund að hálfu leyti gestur í því landi, sem hafði borið hann. Fáir hafa verið skyggnari en hann á veilur og þverbresti danskr- ar menningar og dansks lundarfars, og hann rýndi í þá með glöggu gests- auga. Honum lætur líka bezt að ræða dönsk málefni eins og áhorfandi eða aðkomumaður, og hann setur sig þá sjaldan úr færi að löðrunga landa sína, ef þeir liggja vel við högginu. 1 ræðu, sem hann flutti árið 1900 fyrir minni Islands, sagði hann, að menning Islands væri aðalsbréf Danmerkur í Evrópu, en skjaldarmerkinu danska sendir hann þetta skeyti: „Danska ljónið er nú nánast bara tamið ljón; í Danmörku hafa heldur aldrei verið annað en tam- in Ijón. í íslenzka fálkanum er villtara blóð. Og þessa stundina er oss meiri þörf hins villta, þ. e. oss er meiri þörf dirfsku og framtakssemi en bless- aðrar upplýsingarinnar“. Og hann biður Islendinga þess síðast orða að láta það ekki á sig fá, að þeir séu fáir: ,,Hvað gerir það til, þótt þið séuð fáir ! Auðvitað eruð þið ekki ýkja fjölmennir. Það eru fleiri sauðir en menn á Is- landi. En svo er einnig í Danmörku, þótt með öðrum hætti sé, og samt komumst við af“. Brandes fyrirleit tömdu ljónin og sauðkindur mannfélagsins. Hann sótt- ist eftir sálufélagi við hin gömlu goðmögn mannanna, Prómeþeifs, sem gaf þeim eldinn, og Lúsífer, Ljósberann, engilinn, sem gerði uppreisn gegn Je- hóva og svipti mennina sakleysi þeirra, en kenndi þeim greinarmun góðs og ills. 2. Hinn 3. nóvember 1871 hóf Brandes fyrirlestrana um Meginstrauma í bókmenntum 19. aldar, í háskólanum í Kaupmannahöfn. Þeir voru síðan gefnir út í 6 bindum, og veu: síðasta bindið prentað 1890. Tuttugu beztu ár ævi sinnar helgaði hann þessum bókmenntafyrirlestrum, sem geyma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.