Helgafell - 01.03.1942, Side 45

Helgafell - 01.03.1942, Side 45
GEORG BRANDES 31 mundu nafn hans um aldur og ævi í sögu Danmerkur, þótt hann hefði aldrei skrifað neitt annað. Því að Meginstraumar Brandesar eru í sögulegum skilningi merkasta verk hans og hafa skipað honum þann sess í dönskum bókmenntum, sem enginn fær flæmt hann úr. Hann hefur sjálfur lýst þessu réttilega í tveimur ljóðlínum, er hann orti um I. bindið: Et Krigsskrig var den, skulde vække, væbne — Den vakte Hadet, Bogen blev min Skæbne. 1 þessu örlagariti sínu boðaði hann Dönum nýjan sið, ekki aðeins í skáld- skap og fagurfræði, heldur á öllum sviðum mannlegra athafna og hugsana, í trú og siðfræði, í félagslegum og pólitískum efnum. Hann segir í forspjalls- erindinu þessi stoltu orð: ,,En hvað snertir grundvallarskoðanir mínar, meg- inreglur og hugmyndir, þá bið ég mér engrar vægðar í þeim efnum. Ef þar er eitthvað, sem kynni að særa yður, þá verður því ekki breytt. Eg tel það skyldu mína og sóma, að hylla þær lífsskoðanir, sem ég hef játazt, trúna á rétt frjálsrar rannsóknar og lokasigur frjálsrar hugsunar". Slík orð höfðu ekki oft verið töluð í ræðustól háskólans. Menn voru sem þrumu lostnir, og það var ekki trútt um, að sumum fynndist þau bera vott um skort á akadem- ískri háttprýði. En í þessum orðum var Brandes allur. 1 þeim var fólgin stefnuskrá lífs hans. Þau voru upphaf stormsins, sem æsti öldurnar á stöðu- vatni andlegs lífs á Norðurlöndum. Nútímamönnum kann að virðast það furðulegt, að fyrirlestrar um bókmenntaferil Evrópu á fyrri hluta 19. aldar, skyldu koma slíkri ólgu af stað í Danmörku og Norðurlöndum sem raun varð á. En hin nýja bókmenntatúlkun Brandesar átti þar sök á. Hann sleit alla sauma í hinum þrönga stakki fagurfræðinnar, túlkaði bókmenntir í nánu samhengi við sögulegar og félagslegar aðstæður aldarinnar og komst að þeirri niðurstöðu, að hið sanna inntak þróunarinnar væri sigurför frelsisins og mannlegra framfara. Brandes stendur báðum fótum í hugmyndaheimi hinnar frönsku byltingar; hann hefur tröllatrú á hugmyndum hennar um frelsi einstaklingsins, bræðralag þjóðanna og þrotlausan þroska mannkyns- ins. Þessi sögulega bjartsýni Brandesar skipar honum á bekk með hinum frönsku ,,heimspekingum“ og byltingarmönnum 18. aldar. Og þegar Brandes lýsir bókmenntum Evrópu á fyrra hluta 19. aldar, verður það frásögn um bar- áttu byltingarhugmynda við afturhaldið, einstaklings við ríki og þjóðfélag, frjálsborinnar hugsunar við hugsanaþrældóm kirkju og almenningsálits. Brandes flutti þennan boðskap af svo ástríðuþrunginni kynngi og logandi mælsku, að orð hans bárust langt út fyrir veggi danska háskólans. Fyrir- lestrar hans urðu ein glæsilegasta tjáning hinnar borgaralegu frjálslyndis- hreyfingar, eins og hún gerðist fyrir byltingarnar 1848. En hin miklu áhrif,

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.