Helgafell - 01.03.1942, Side 47

Helgafell - 01.03.1942, Side 47
GEORG BRANDES 33 4. Græninginn þinn! Hver kenndi þér, hver kenndi ykkur öllum, skegglausu drengir, að bregða sverSi, hver var foringi ykkar, er þiS sigruSust á fjendunum, hver gerSi ykkur aS hetjum Dana ? Eg, Pálnatóki. Enginn maSur hefSi getaS tekiS sér í munn þessi orS Pálnatóka í leik- riti Oehlenschlágers meS fyllra rétti en Georg Brandes. Hann kenndi hin- um ungu skáldum Dana vopnaburS. Og víSar átti hann ítök en í Danmörku. Ibsen og Björnson voru báSir orSnir kunnir rithöfundar, er Brandes gerSist bókmenntalegur flokksforingi í Danmörku, en báSir skipuSu þeir sér undir merki hans. Fyrir hans atbeina hófst nýtt skeiS í skáldskap beggja. Björn- son hefur játaS þetta hreinskilnislega, — ,,hann kom mér á flot“, sagSi hann um Brandes. Og segja má, aS flestir meiri háttar rithöfundar Dana fram aS aldamótum hafi mótazt aS meira eSa minna leyti af áhrifum þeirrar hreyfing- ar, er Brandes vakti. Hann kom þeim öllum til nokkurs þroska. Um manns- aldursskeiS var hann þaS andlega stórveldi í dönskum bókmenntum, er fáum tjóaSi aS troSa illsakir viS. Hann var skjól og skjöldur ungra rithöfunda, sem leituSu fulltingis hans og styrktar, en hann gat líka drepiS þá meS þögninni. Eg hygg, aS þaS muni vera einsdæmi í sögu NorSurlanda, aS maSur, er hafSi penna sinn einan aS vopni og boSaSi hvorki nýja trú né pólitískan fagnaSar- boSskap, hafi valdiS slíkum flokkadráttum og unniS sér slíkt fylgi og Brandes gerSi um stund. Hin unga skáldakynslóS, sem átti eftir aS leggja svo mikiS af mörkum í bókmenntasjóS Danmerkur, hlýddi nær óskipt kalli hans og var fús til aS þjóna honum. Einn mesti málsnillingur Dana, I. P. Jacobsen, óx upp undir handarjaSri Brandesar og fylgdi honum trúlega fram til hins síSasta. Drachmann, sem föndraS hafSi viS málaralist, kastaSi frá sér pensl- inum, orti byltingarljóS og flutti níS um hinn myglaSa smáborgaraskap. Hjónaband og frjálsar ástir, Darwinismi og fríhyggja, urSu nú algengustu viSfangsefni ungra rithöfunda, og þeir ræddu þau af teprulausri hreinskilni. sem stakk mjög í stúf viS lögboSnar venjur norrænna fagurmennta og hneykslaSi siSlátt fólk. ViS, sem nú lifum, fáum naumast skiliS bókmennta- legt hreinlæti þessara tíma, en okkur má renna grun í, hvernig andlegu heilsufari almennings var háttaS á þeim tímum, er BrúÓuheimili& eftir Ibsen og Frú María Grubbe eftir Jacobsen voru taldar ósiSlegar bækur. Kappar Brandesar brutu af sér hlekki oddborgaraskaparins í skáldskap og lífsskoS- un meS dirfsku og sjálfsþótta, sem er aSalsmerki allrar sannrar listar. En vopndjarfastur og vígreifastur allra var foringinn.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.