Helgafell - 01.03.1942, Page 52
38
HELGAFELL
bótum í Skcrjafirði. Yfirleitt verður þess ekki
krafizt með neinni sanngirni, að flokkarnir
bcri hag allrar þjóðarinnar fyrir brjósti. Það er
jafnvel mjög undir hælinn Iagt, hvort hún eign-
STEINN STEINARR:
Hamingjan og ég
Ég og hamingjan shilclum
aldrei hvort annab,
og ejlaust má henna þaS
vestjirzþum jramburSi mínum,
en hún var svo dramblát
og menntuS og sunnlenzk í sinum,
og sveitadreng vestan af landi
var hús hennar bannaS.
ÞaS hœfir ei neinum
aS tala um töp sín og hnekki,
og til hvaSa gagns myndi verSa
svo heimskuleg iSja?
Samt þurfti ég rétt eins og hinir
mér hjálpar aS biSja,
en hamingjan sneri sér frá mér
og gegndi mér ekk>-
Og loksins varS sunnlenzkan
eiginleg munni mínum,
og málhreimur bernskunnar týndist
í rökkur hins liSna.
Ég hélt, aS viS slíkt myndi þel hennar
glúpna og þiSna,
en þá Var hún orSin vestfirzk
í framburSi sinum.
ast nokkurn fulltrúa á Alþingi eða ekki, enda
getur vart meiri munaðarlcysingja en ríkið
sjálft er oft og tíðum.
Einn kost hefur þó þetta, og hann er sá,
að miklu minna skiptir, hvers konar menn það
cru, sem komast á þing, enda fá kjósendur litlu
um það ráðið, þar sem það eru stjórnir flokk-
anna, sem úthluta þingmönnunum milli kjós-
cndanna. Sömu stjórnir skipa þcssum þing-
mönnum fyrir verkum, og enginn góður flokks-
maður lætur flekast til að hugsa „upp á eigin
spýtur'1. Annað mál er það, að meðan þinginu
cr ekki annað hlutverk ætlað en það, sem á
barnamáli heitir „þykjast vera", er ástæðulaust
að fjargviðrast út af því, að það sé í litlu áliti.
Hitt væri fullkomið áhyggjuefni, ef þjóðin
tæki að bera meiri virðingu fyrir því, að öðm
óbreyttu.
Að vísu mætti þingið vera öllu andríkara og
skemmtilegra en það cr, ekki sízt með hliðsjón
Aðrar af því, að það er nú orðið eitt
skemmtanir. a|f þeim fáu samkomum, sem
eru „aðeins fyrir íslendinga".
En enda þótt sumir þingmenn hafi sýnt við-
leitni í þá átt, að fullnægja skemmtanaþörf
þjóðarinnar, virðist sem þeim hafi ekki tekizt
það, nema að litlu leyti. Hins vegar er högum
okkar þann veg farið nú, að það hlýtur að telj-
ast bæði þjóðernis- og menningarmál, að koma
skemmtanalífi þjóðarinnar í betra horf. Hinar
tíðu auglýsingar ungra manna og kvenna um
gagnkvæma viðkynningu, sýna hvort tveggja,
að illa er að æskulýðnum búið í þessu efni, og
að hann óskar þess ekki, að hverfa þjóðerni
sínu. En heilbrigt samkvæmis- og félagslíf ís-
lenzks æskulýðs, á sér nú í rauninni engan
samastað. Það væri því cngan veginn að ófyrir-
i , , synju, að komið væri upp
Islenaingahus /, , , s , ,. , ) .
t her 1 bænum Islenaingabusi,
1 ey ýatíig'. scm orgjg gæti miðstöð fyrir
menningarleg kynni ungs fólks. Því miður
verður víst ekki að þessu horfið, fyrr en álitleg-
ur hópur kvenna, á ýmsum aldri, er annað-
hvort glataður þjóðinni, eða á ekki lengur
heimangengt.
Það er enn sem komið er ástæðulaust að
kvarta um það, að fólk vilji ekki sækja þjóð-
legar skemmtanir. Ég efast um, að íslendingar
hafi nokkurn tíma verið þjóðlegri en þeir eru
nú. Þeir taka yfirleitt þjóðlegar skemmtanir
fram yfir aðrar, og þegar þeir fara í leikhús,
vilja þeir fyrst og frcmst sjá þjóðlcg, íslenzk
viðfangsefni. Það sýnir aðsóknin að Gullna
hliðinu. Nú þegar hafa röskar tólf þúsundir
sótt þennan leik, og hefur þó börnum rétti-
lega verið bannaður aðgangur, af ótta við það,