Helgafell - 01.03.1942, Side 55

Helgafell - 01.03.1942, Side 55
BÓKMENNTIR 41 í stað þeirra nokkuS af hæpnum bók- um, ,,sagnfræSilegs“ efnis, svo- nefndum blaSamannabókum. VerS- ur ekki annaS sagt meS sanni, en aS margt hafi veriS gefiS út mjög sæmi- legra bóka, þótt lítiS hafi veriS um ga'gnmerka bókmenntaviSburSi. Ekki verSur minnzt svo á bækur árs- ins, aS ástæSulaust geti þótt aS drepa á fyrirbrigSi, sem gætt hefur æ meira meS hverju ári undanfariS í íslenzkri útgáfustarfsemi og mest þó síSastliSiS ár, bókmenningu allri og bóksölu til ó- þurftar og óhagræSis, en þaS er ann- ríkiS og öngþveitiS í prentsmiSjunum fyrir jólin. Stafar þetta aS sjálfsögSu aS mestu af því, aS bókaútgáfan er ekki komin á nægilega öruggan skipu- lagsgrundvöll hjá útgáfufyrirtækjun- um. Bókunum er oft og tíSum flaustr- aS af í prentsmiSjunum fyrir jólin, eins og lagasetningu undir þinglausnir, án þess, aS nægilegur tími gefist til þess aS ganga fyllilega frá prófarkalestri og leiSréttingum, en harSast virSist þessi asi þó hafa komiS niSur á heftingu og bandi bókanna 1941. Þrátt fyrir vaxandi skrumauglýsingar um vand- aSa bókagerS, ,,skrautútgáfur“ o. þ. h. og töluverSa viSleitni í þá átt aS full- nægja tízkukröfum um útlit bóka, er óhætt aS fullyrSa, aS ytri frágangur þeirra hefur yfirleitt veriS meS lakasta móti á árinu sem leiS, og liggur fyrst og fremst til þess sú orsök, er þegar hefur veriS greind. Ein afleiSing henn- ar er og sú, aS oft er undir hælinn lagt, hvaSa bækur komast út á jólamarkaS- inn og hverjar ekki, og getur slíkt leitt til þess aS góS bók fari á mis viS mak- Iega sölu, en önnur lakari njóti góSs markaSar fram yfir verSleika. Ur þessu verSa útgáfufyrirtækin aS bæta meS því aS ákveSa ársútgáfu sína fyrirfram meS hæfilegum fyrirvara og dreifa bókasölunni jafnar á áriS, fyrst og fremst meS endurreisn haustmarkað- arins. ,,Jólaritdómarnir“ gjalda hins mikla annríkis í prentsmiSjunum á síSustu stundu eigi síSur hremmilega en ,,jóla- bækurnar“ sjálfar. Oftast munu þeir vera skrifaSir eftir pöntunum höfunda eSa útgefenda, aS bókunum sjálfum lítt lesnum, svo aS ekki sé fastar aS orSi kveSiS. Segja má, aS séra Bjarni Jóns- son hafi í rauninni komiS aSalefni þeirra flestra fyrir í snilldarlegri setningu í jólaritdómi eftir sjálfan sig í vetur, um bækling eftir konu, sem hér verSur ekki nafngreind, er hann komst aS orSi á þessa leiS: ,,N. N. (þ. e. höfund bæklingsins) langar mjög til þess aS þessi bóþ seljist fyrir jólin“. í þessu og næstu heftum Helgajells mun verSa getiS bóka, frumsaminna og þýddra, frá árinu sem leiS, án þess þó, aS um tæmandi upptalningu, hvaS þá um rökstudda dóma um hverja ein- staka bók, geti orSiS aS ræSa, enda hafa fæstar þeirra borizt tímaritinu enn sem komiS er, af eSlilegum ástæSum. Og þar sem bækur þær, sem hér verSur getiS fyrst um sinn, eru flestar orSnar nokkurra mánaSa gamlar og sumar uppseldar, verSur minna hirt um aS rekja efni þeirra, en viS ætti um ný- útkomnar bækur. Helgafell væntir þess, aS bókaútgef- endur sendi því bækur sínar til um- sagnar framvegis, og mun telja þaS skyldu sína aS gera hverri umtalsverSri bók nokkur skil, eftir því sem rúm leyfir. Þó aS því sé mæta vel ljóst, aS íslenzk bókmenntagagnrýni standi skör lægra en bókmenntirnar sjálfar, og telji þar brýna þörf umbóta, treystir þaS sér ekki til aS gefa önnur fyrirheit en þau, um væntanlega hlutdeild sína í því efni, aS þaS muni gera sér far um aS meta bækur eftir gildi þeirra, frem- ur en höfundum, þýSendum, kostnaS- armönnum og prentsmiSjum, svo sem nú er orSinn mikill siSur í þessu landi.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.