Helgafell - 01.03.1942, Side 61

Helgafell - 01.03.1942, Side 61
BÓKMENNTIR 47 ingu, að hún lýsi fremur hinum björtu hliðum lífsins en forsælu þess, og ætti slíkt að vera meira en vítalaust, ef vel væri á haldið. Slíkar bækur eru og líklegar til vinsælda nú um hríð, meðan vel lætur í ári á landi hér, og valda því í senn (auk árferðis) misjafnlega heiðarlegur áróð- ur gegn ,,ádeiluskáldunum“ og eðlileg tilbreyt- ingarþörf hins almenna lesanda. En eins og öll þau sagnaskáld, er ætla sér að segja sögu, sem er ef til vill lítið eitt fallegri en mannlífið sjálft er að ölium jafnaði, má Þórunn gæta þess að fegra ekki það sögufólk sitt, sem hún hef- ur sérstakar mætur á, svo mjög á kostnað sennileikans, að hún geri það að einskonar gljá- myndum í einum fleti. Því fer og fjarri, að þetta verði sagt um allar persónur hennar, en aðal- söguhetja hennar, Leifur, virðist vera í miklum háska af framangreindum ástæðum, og í raun- inni er sá piltur ekk^rt, nema lýtalaus, þegar hún skilur við hann í þessu bindi. Þetta er ekki sagt til að boða þá skoðun, að þeir rithöfundar einir eigi rétt á sér, sem lýsa mannlífinu eins og Bólu-Hjálmar Akrahreppi, en það er nú einhvernveginn svo, þótt undarlegt sé, að skáldskaparýkjur í fegrunaráttina verða að öllum jafnaði stórum leiðinlegri bókmenntir en hinar, sem falsa sannleikann um lífið með öfug- um hætti, nema þar sem snillingar einir fara um höndum. Þórunn ætti því ekki að láta sveigjast, meira en eðli hennar sjálfrar stendur til, fyrir kröfum, sem nú eru bornar fram um ,,fallegar“ og ,,jákvæðar“ þjóðlífslýsingar, í landkynning- arskyni eða af öðrum lakari ástæðum, en vissu- lega ætti hún erindi inn í bókmenntir vorar, ef henni tækist að lýsa ,,fyrirmyndarfólki“ með list og líkindum, því að sannleikurinn er sá, að viðfelldið fólk af því tagi er miklum mun fá- gætara í bókmenntunum en í mannlífinu sjálfu. Ritleikni Guðmundar Daníelssonar virðist einnig vera á framför í fyrsta bindi framhalds- sögu hans, Af jör&u ertu ^ominn, þó að enn verði honum á hrjúfar setningar og orðaval hans mætti á stundum íslenzkara vera. Að efni sýnist þessi nýja saga ætla að verða veigamesta og stórbrotnasta skáldrit hans, þó að enn verði engu spáð til hlítar um það, hvern- ig hann kemst frá henni. Þetta fyrsta bindi er í rauninni nokkrar langar smásögur, fremur laus- lega tengdar, en þó svo, að rofa sést fyrir sögu- heild í bókarlok. Höfundur virðist sízt vera í vandræðum með söguefni, því að þau eru í rauninni mörg í þessu fyrsta bindi, eins og þeg- ar er sagt, en ekki verður annað séð en höfund- urinn geri þeim mjög sæmileg skil og stefni örugglega að því að flétta saman þá þræði, sem virðast eiga að mynda uppistöðu heildarsög- unnar, þó að enn liggi þeir nokkuð á lausu, er fyrsta bindi lýkur. Þrátt fyrir góðar náttúrulýsingar, eðlileg sam- töl víðast hvar og ýmsar eftirminnilegar mann- lýsingar, get ég þó ekki varizt því að finnast ein- hver annarleg hula hvíla yfir atburðum, um- hverfi og sögufólki þessa bindis, eins og allt væri þetta í nokkrum fjarska. Ef þetta er rétt, liggur næst að halda, að höfundur hafi gert sér far um að ná slíkum blæ, ef þeim góðu og gildu ástæðum, að hér sé um forsögu að ræða, í nokkurri fjarlægð frá atburðarás meginsögunn- ar. En engu síður getur þessi tilfinning verið af því sprottin, að sögufólk og viðburðir eru stund- um með nokkuð óvenjulegum, og jafnvel ósenni- legum hætti. Annars er ekki ástæða til að rekja hér efni sögunnar, meðan hún er ekki lengra komin á- leiðis. Ég hef þegar drepið á ýmislegt, sem ég tel bókinni til gildis, en verð að bæta nokkrum aðfinnslum við frá mínu sjónarmiði. Faktorsfaðerni Gísla í Gröf sýnist fremur ó- þarft bragð til skýringar á eðli hans og örlög- um, og minnir óþægilega á prestlegan uppruna rangfeðraðra íslenzkra sögugarpa fyrir heims- styrjöldina fyrri, og reyndar öðru hvoru fram á þennan dag, ekki sízt vegna þess að vafasamt má telja, að séra Gylfi væri í söguna borinn án slíks faðernis — þar sem er Gestur eineygði. Séra Gylfi, sem virðist eiga að verða sögu- hetja og ef til vill píslarvottur höfundar, er að líkindum ekki fullmótaður, þegar skilizt er við hann í þessu bindi, enda langsamlega þoku- kenndasti og órökstuddasti sögumaður bókarinn- ar, og má höfundur gæta þess, að honum verði ekki hálla á þeim guðsmanni en orðið er. Þá verður það ekki látið óátalið, að Guðmund- ur Daníelsson gerist allt að því ósæmilega djarf- tækur, er hann sýður ,,lögmál Grafarmanneskj- unnar“ upp úr ,,Janteloven“ hjá Sandemose, á þann hátt, að ekki getur þar verið um óvituð (né ,,dulvituð“) áhrif að ræða, og eru höf- undi það engar málsbætur, þótt svipað kunni að hafa komið fyrir á góðbúum annarra skálda og rithöfunda hér á landi. Væri vel, að einhver yrði til að kynna sér og öðrum til nokkurrar hlítar, hversu mikið hefur kveðið að slíkum vinnubrögðum í íslenzkum skáldmenntum á síð- ari árum. Og ekki skyldu ungir og upprennandi

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.