Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 21

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 21
JÓN HREGGVIÐSSON 287 þeim Sigurði hafði orðið sundurorða yfir drykkjunni kvöldinu áður, og að hann hafði sofið um nóttina þar skammt frá, sem Sigurður fannst dauður. Þá þótti það ærið grunsamlegt, að hann hafði þessa sömu nótt komið til Galtarholts ríðandi færleik Sigurðar böðuls, með hettu hans á höfðinu. En Jón þrætti jafnan fyrir að hafa orðið Sigurði að bana. Guðmundur sýslumaður nefndi til 12 menn, sem auglýstu, ,,að sann- bevísanleg mannaverk megi heita um tillukt skilningarvit á Sigurði og það verk eftir áðursögðum tíðindum Jóni Hreggviðssyni framar öðrum eign- andi“. Hinn 15. desember 1683 var Jóni síðan dæmdur tylftareiður, en hann kom honum ekki fram, enda var nann þá í varðhaldi á Bessastöðum. Hinn 9. maí 1684 útnefndi Sigurður Björnsson lögmaður tylftardóm að Kjalardal og skyldu þeir menn sanna sína hyggju með eiði, hvort heldur Jón Hreggviðsson væri sekur eða ósekur í dauða Sigurðar Snorrasonar, og var sú hljóðan hans, ,,að þeir hyggi Jón Hreggviðsson sekan í dauða Sig- urðar heit. Snorrasonar, og ei hyggi þeir annað sannara fyrir guði, eftir sinni samvizku“. Mál Jóns kom síðan fyrir lögréttu á Alþingi sumarið 1684, en þá var hann strokinn af landi burt. Jón hafði verið fluttur að Kjalardal til þess að vera viðstaddur eiðvinn- inguna. Nóttina eftir að hann var aftur kominn að Bessastöðum strauk hann úr fangelsinu. Leitaði hann norður í land, og þar komst hann í hollenzka fiskiduggu, og með henni til Hollands. í máli Jóns féll dómur á Alþingi og varð niðurstaða lögþingsdómsins á þessa leið: ,,Þar fyrir að þessu máli svo undirréttuðu, og eftir því frekasta prófi og bevísingum, sem fengizt hafa, rannsökuðu, ásamt því, sem af trúverðugum mönnum auglýsist um margvíslega vonda og illmannlega kynning hérnefnds Jóns Hreggviðssonar, er samþykkilegur dómur og ályktun lögmanna og lögréttumanna, að heilags anda náð tilkallaðri, að téður Jón Hreggviðsson sé sannprófaður banamaður og morðingi Sigurðar heit. Snorra- sonar og þess vegna líflaus og ófriðhelgur, hvar sem hittast kann, utan lands eða innan, og þó svo sé hann kunni einhvers staðar í þessu landi að leynast, og menn geti ei að hættulausu hann til fanga tekið, þá skuli hann hverjum manni óhelgur og réttlaus, hvort hann fær heldur sár, ben eða bana“. Kristófer Heidemann landfógeti beiddist þess síðan í lögréttu, ,,að allir landsins innbyggjarar, einkum sýslumenn og klausturhaldarar eða hverjir aðrir, sem hérnefnt illmenni Jón Hreggviðsson hitta kunna, vildu alvarlega réttarins vegna til hlutast, að hann til fanga tekinn væri og til Bessastaða í góðri vöktun færður“. fjón var settur á land í Rotterdam í Hollandi, en þaðan gekk hann lang- leiðina til Amsterdam. Var hann algerlega fjárlaus og mállaus f framandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.