Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 78

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 78
334 HELGAFELL söfnum ríkjanna, svo lengi sem telja má nauð- synlegt. En aftur á móti hefur höfundur komizt í náin persónuleg kynni við Roosevelt, og er Iýs- ing hans á skapgerð og daglegu lífi forsetans því mjög lifandi, en ber óneitanlega nokkurn keim af blaðamennsku. Höfundur lýsir Roose- velt með hinni mestu samúð. Virðist forsetinn hafa vaxið mjög í augum höfundarins við kynn- inguna, og er ekki laust við, að hann sé dálítið ,,skotinn“ í hinum glæsilega persónuleik hans. En þó er lýsingin raunhæf og laus við smjaður. Samanburður sá, er hann gerir á Roosevelt og ýmsum öðrum stórmennum sögunnar er mjög skemmtilegur. Hann dáist að frjálslyndi hans, hreinskilni og drengskap, og hefur mjög næman skilning á því, að þessir eiginleikar hafi aflað honum þeirrar takmarkalausu lýðhylli, sem hann nýtur. Hann lýsir baráttuaðferðum forsetans á sviði stjórnmálanna og sýnir, hversu fuljkom- lega andstæðar þær séu aðferðum einræðisherr- anna. í Bandaríkjunum má hver maður gagnrýna forsetann, eins og honum sýnist, bæði í ræðu og riti, enda hefur það ekki verið sparað. Sjálf- um þykir honum vænt um skammir andstæðing- anna, því að honum er það ljóst, að hann græð- ir meira á þeim en á lofi fylgismanna sinna. Forsetinn er ákveðinn lýðræðissinni og virðist vera hinn harðvítugasti andstæðingur allra ólög- mætra aðferða til að afla sér valda. Enda er hann, samkvæmt lýsingu höfundar, þannig gerð- ur, að hann getur prýðilega sætt sig við að leggja niður völdin, og mundi að ýmsu leyti telja það hamingju að losna við allt stjórnmála- þjark. Höfundur lýsir mætavel viðhorfi Roose- velts til auðs og upphefðar. Hann er fæddur ríkur og hefur aldrei haft af fátækt né skorti að segja, en þó hefur hann gerzt foringi hinna fátæku í baráttunni gegn hinum ríku, af því einu, að hann hefur sterka réttlætistilfinningu og næman skilning á kjörum hinna lægri stétta, er hann hefur kynnzt rækilega. Hann er að miklu leyti a]inn upp í sveit, og hefur því betri aðstöðu til að skilja bændur en margir aðrir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum. Höfundi tekst mjög vel að lýsa andlegri þró- un forsetans. Hann telur sjúkdóm Roosevelts, lömunarveikina, sem hann fékk, er hann var um fertugt, hafa verið harla mikilvægan fyrir andlegan þroska hans. Baráttan gegn hinum ill- víga sjúkdómi varð til að auka þroska hans og gera hann að miklum stjórnmájamanni. Hann hefur frá öndverðu talizt til flokks demókrata, og var ákafur fylgismaður Wilsons forseta og Þjóðabandalagsins. Barðist hann fyrir stefnu Wilsons af hinni mestu skapfestu, þótt hann sæi ósigur visan. Höfundur gerir tiltölulega lítið að því að lýsa athöfnum Roosevelts á alþjóðlegum vettvangi, enda stendur hann auðvitað verst að vígi þar, með því að svo mörgu er enn haldið leyndu á því sviði. Roosevelt kom til valda um líkt leyti og Hitler gerðist einræðisherra í Þýzkalandi. Höfundur gerir samanburð á stjórn þeirra, við- horfi þeirra til þjóða sinna og andlegum hæfi- leikum, og tekst það mjög vel. Einnig lýsir hann ágætlega ólíku viðhorfi Ameríkumanna og Evrópumanna til hinna æðstu stjórnarvalda. Bók þessi er mikill fengur íslenzkum lesend- um, því að hún gefur skýra og einfalda mynd af hinum mikla stjórnmálamanni, er hún fjallar um. Eiga bæði þýðandi og útgefandi þakkir skilið fyrir hana. Sl^úli ÞórSarson. Eleonor Roosevelt: FRÚ ROOSEVELT SEGIR FRÁ. Rvk. 1942. 282 bls. Verð; kr. 40,00 og 52,00. Árið 1942 var gefin út í Reykjavík sjálfsævi- saga eiginkonu Roosevelts forseta, frú Eleonor Roosevelt, „Frú Roosevelt segir frá“. Þýðandi bókarinnar, Jón frá Ljárs\ógum, virðist hafa leyst hlutverk sitt sæmilega af hendi og sömu- leiðis útgefandinn, Egill Bjarnason. Bók þessi virðist ekki bera neitt af miklum fjöjda annarra rita af sömu tegund. Frúin lýsir ævi sinni, frá því að hún man fyrst eftir sér og fram um 1925. Bókin er skýrt og látlaust rituð, og virðist höfundur gera sér far um að segja sem sannast og réttast frá. Hún snýst að lang- mestu leyti um einkalíf frúarinnar og þeirra hjóna. Bókin er merkileg vegna þess, að hún lýsir umhverfi Roosevelt-hjónanna. Fjöldi manna kemur þar fyrir, og sumir þeirra hinir mestu áhrifamenn. Frú Roosevelt er náfrænka Theo- dors Roosevelts, er um eitt skeið var forseti Bandaríkjanna. Vegna frændsemi sinnar við hann og vináttu fjölskyldu hennar við marga mikilhæfustu menn þeirra tíma, umgekkst frúin í æsku margar voldugustu og auðugustu fjöl- skyldur Bandaríkjanna, og gefur bókin að ýmsu leyti góðar hugmyndir um menningarstig og lífsviðhorf yfirstéttarinnar þar. Frú Roosevelt er talin vera róttækari í skoðunum en maður henn- ar, og álíta ýmsir, að hún hafi haft allmikil áhrif á hann. Sjálfsævisaga hennar bendir þó ekki til þess, að svo hafi verið. Hún lýsir sjálfri sér sem mjög hlédrægri manneskju, sem þjáðzt hafi af feimni fram eftir öllum aldri. Þegar hún giftist, var hún ung og óreynd, en þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.