Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 67

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 67
LISTIR 323 Eitt hið ánægjulegasta, sem sýning- ar þessar hafa leitt í ljós, er hinn vax- andi áhugi almennings fyrir listum, og er það því virðingarverðara, sem minna hefur verið gert til þess að glæða hann. Fjöldi manna úr öllum stéttum sækir nú orÖið myndlistarsýn- ingar að staðaldri, og hin mikla að- sókn að fyrirlestrum þeim um listir, sem haldnir voru síÖast liðinn vetur, er einnig til vitnisburðar um það, að fólki er hugleikiÖ að öÖlast meiri fræðslu í þessum efnum, en því hefur verið gefinn kostur á. Vafalaust gætu myndlistarmennirnir sjálfir, eins og áður hefur verið bent á, lagt meira af mörkum til slíkrar fræÖslustarfsemi, og engum ætti raunar að vera annara um þetta en listamönnunum sjálfum. — Síðast en ekki sízt ætti myndlistar- áhugi almennings að ýta undir það, aS einhvern tíma áður en langt um líður verði loks hafizt handa um byggingu myndlistasafns, þó auðvitað sé ekki fé til þess fyrir hendi eins og stendur. íslenzkar listir eru ekki eldri en það, að safnið ætti að geta sýnt nokkurn veginn samfellda þróun þeirra, að því leyti sem um hana er að ræða. Al- menningur myndi áreiðanlega færa sér slíkt safn í nyt, og fyrir starfsemi myndlistarmannanna sjálfra yrði það ef til vill þýðingarmeira en nokkuð annað. MeSan íslenzkar listir eiga ekki sameiginlegt þak yfir höfuðið, standa þær að vissu leyti áttaviltar og átt- hagalausar í sínu eigin landi, og hvort sem menn vilja leggja mikið eða lítið upp úr því, sem þjóÖlegt er kallaÖ, þá er það engu að síður víst, að vér get- um ekki til lengdar látiÖ okkur það nægja, að ,,slá út“ aðrar þjóðir í þeirra eigin list, enda væri slíkt vafasöm kurteisi, og þó enn hæpnara, að oss takist það. Mundi það ekki mælast vel fyrir, að vér settum oss að hafa gert ráð- stafanir til byggingar Listasafns ís- lands fyrir 17. júní 1944? Ef til vill veigra menn sér þó við því að svipta erlenda ferðamenn, sem hingað koma, þeirri ánægju aS geta sagt frá því, að þeir hafi komiÖ í hið eina fullvalda ríki hvítra manna, sem á sér ekkert húsnæði fyrir listir ? T. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.