Helgafell - 01.07.1943, Side 37

Helgafell - 01.07.1943, Side 37
ÞORSTEINN JÓSEPSSON: Góð ljósmynd Ljósmyndagerð hefur fleygt fram síðustu áratugina, ekki aSeins hér á landi, heldur um víSa veröld. ÞaS er fyrst og fremst tæknin, sem hér hefur valdiS straumhvöríum, ekki sízt stór- um aukiS næmi og gæSi filmanna. Möguleikar til þess aS taka góSar ljós- myndir eru því margfalt meiri nú en fyrir 15—20 árum, svo aS ekki sé horft lengra um öxl. En hvaS sem þessu líSur, eru þeir næsta fáir, sem góSar ljósmyndir taka, í samanburSi viS allan þann mikla fjölda, sem viS Ijósmyndatökur fæst. Þessi staSreynd bendir til þess, aS ekki sé nægilegt aS eiga Ijósmyndavél og smella af, til þess aS taka góSa ljós- mynd, enda er sú raunin á. ÞaS þarf mann á bak viS vélina, og undir þeim manni er þaS fyrst og fremst komiS, hvaS úr myndinni verSur, miklu frem- ur en gæSum vélarinnar, þótt hinu gagnstæSa sé einatt haldiS fram. Annars hygg ég, aS ekki sé til neinn algildur mælikvarSi á þaS, sem kölluS er ,,góS‘‘ ljósmynd, þótt hún lúti aS visu ákveSnum lögmálum í flestum tilfellum. Því fer himinfjarri, aS galla- lausar myndir hljóti ávallt aS vera ..gó3ar‘\ Ég vil miklu fremur full- yrða, aS þær séu þaS sjaldnar en hitt. Meginþorri þeirra manna, sem viS ljosmyndatökur fást, gera ekki aSrar kröfur til Ijósmyndar en hún sé skýr °g greinileg. Mér er nær aS halda, aS 999 af hverjum 1000 Ijósmyndum, sem teknar eru hér á landi, séu lé- legar, og hin þúsundasta sjaldnast góS, þótt hún kunni aS vera þolanleg. Sjálfur teldi ég mér vel takast, ef mér auSnaSist aS ná einni mynd á ári svo góSri, aS ég gæti veriS ánægSur meS hana. En hvernig er þá ,,gó5“ ljósmynd ? Góð ljósmynd verður fyrst og fremst að vera gallalaus, en tæknigallar eru miklu fleiri en óskýrleikinn einn. Hún verður að sýna listræna hugkvæmni, eigi aðeins í byggingu myndar, sam- ræmi milli lína og flata, ljóss og skugga, heldur og efnisvali. Hún verð- ur að sýna gáfu eSa persónuleik ljós- myndarans, engu síður en skáldrit, tónsmíS eða málverk. GóS ljósmynd verður að hafa , ,sál“; hún verður að geta hrifið eða a. m. k. orkað á áhorf- andann, alveg eins og hvert annað listaverk. í myndinni verður að vera efniviður, líf og samræmi. Myndin verður því betri sem hún er fábrotnari og einfaldari. Góð mynd á helzt að vera þannig, að hún verði aðeins tek- in einu sinni og aldrei framar. Þannig eru í stuttu máli óhjákvæmilegustu skilyrði fyrir ,,góðri“ ljósmynd. En séu myndir gagnrýndar með þau í huga, verða ekki svo ýkja margar éftir í hópi hinna verulega góðu, einstæðu mynda. Þetta sýnir jafnframt, að ,,skýru“ myndirnar eru naumast áfangi og því síður aðalmarkmið Ijós- myndagerðar. Meginþorri fólks, sem fæst við ljós- myndagerð í hjáverkum, lætur sér

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.