Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 66

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 66
322 HELGAFELL Frá Sýningarskála myndlistarmanna Fátt sýnir betur, hversu illa og ómaklega hefur verið búið að íslenzkri myndlistarstarfsemi fram að þessu, en það, að bygging Sýningarskálans á síðastliðnum vetri verður að teljast til stórviðburða í sögu hennar. En lista- menn vorir hafa frá fyrstu tíð verið á stöðugum hrakningi með sýningar sín- ar um þessa höfuðborg húsnæðisleys- isins, og fólk hefur orðið að leita uppi fáránlegustu kjallara og hanabjálka til að kynnast árangrinum af ævistarfi sinna beztu listamanna. Þess vegna er opnun Sýningarskálans einnig merki- legur viðburður í sögu bæjarins. Eins og vænta mátti hefur skálinn reynzt að koma í góðar þarfir, enda er hann hinn vistlegasti og öllum þeim, er að byggingu hans stóðu, til hins mesta sóma. Skálinn var opnaður í viðurvist ríkisstjóra íslands, sem flutti merkilega ræðu um þýðingu listanna fyrir menningarlíf þjóðanna, en sjálf- ur er hann áhugamaður um myndlist. Síðan hófst almenn yfirlitssýning um íslenzka myndlist, ein hin stærsta, er hér hefur verið haldin, og sóttu hana alls um átta þúsund manns. Sýningin var mjög ótvíræð staðfesting þess, sem áður var vitað, að vér höfum þegar eignazt fleiri en eina kynslóð mynd- listarmanna, sem þjóðinni er mikill sómi að, en hitt ber að harma, að sumir hinna eftirtektarverðustu fulltrú- ar hinnar yngri málaralistar virðast ekki hafa séð sér fært að taka þátt í sýningunni. Að vísu er ekki vitað, hverjar orsakir hafa legið til þessa, en hvorki er sæmandi að ætla þeim að hafa óttast samanburð við aðra sýn- endur, né hitt, að þeim hafi getað ver- ið það á móti skapi, að verk þeirra bæru af öðrum á sýningunni. Þá mun mörgum hafa orðið það vonbrigði, hversu hlutur myndhöggvara vorra var íátæklegur að þessu sinni, og er raun- ar engu líkara, en að þeir hafi tekið þátt í sýningunni með hinni mestu ólund. Verður ekki séð, að nokkur þeirra hafi ,,tekið á því, sem hann átti til“, nema ef vera skyldi frú Gunn- fríður Jónsdóttir, sem átti stærstu og fyrirferðarmestu verkin á sýningunni. — Þá verður naumast heldur hjá því komizt að átelja það, að myndaskráin, sem sýningargestum var gefinn kostur á að kaupa, var mjög hroðvirknislega úr garði gerð, og er slíkt, þó í smáu sé, því síður afsakanlegt sem lista- mönnum ber, öðrum fremur, að gera kröfur til sín um vandvirkni og smekk- legan frágang. Þá heyrir brezka Málmstungu- og bókasýningin, sem haldin var að til- hlutun British Council, til eftirminni- legra myndlistarviðburða frá þessu ári. Er vandséð, hvernig hægt hefði verið að taka hinu vingjarnlega boði um þessa sýningu, ef Sýningarskála mynd- listarmanna hefði ekki notið við. Sýn- ing þessi var mjög ánægjuleg bending til þeirra, sem láta sig varða listrænt uppeldi þjóðarinnar, að gera það eitt af höfuðviðfangsefnum sínum, er styrj- öldinni lýkur, að greiða götu merki- legra erlendra myndlistasýninga hing- að til landsins. Enn er þess að geta, að tveir úr hópi snjöllustu málara vorra, Gunn- laugur Óskar Scheving og Þorvaldur Skúlason, hafa nú í haust haldið sam- eiginlega sýningu á verkum sínum í Sýningarskálanum. Sýning þessi var vafalaust ein hin svipmesta og mynd- arlegasta, sem hér hefur sézt, enda vakti hún mikla og almenna athygli. Hefur Helgafell gert ráðstöfun til þess, að hennar verði nánar getið í næsta jólahefti og verða um leið birtar nokkr- ar myndir af málverkum frá sýning- unni. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.