Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 34

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 34
300 HELGAFELL af lífi, fundust honum dýrlingamyndir, og hann lét sér í léttu rúmi liggja, þótt hann fengi ekki axlaskúfa á sambæri- legum tíma og aðrir nemendur á liðs- foringjaskólanum. Átján ára að aldri fer hann að skrifa um þingbundna stjórn í Rússlandi, lýsa óhófi hirðar- innar, vanrækslu embættismannanna og fleiru af þvx tagi. Þetta fór að vísu aðeins þriggja á milli, en það var und- irrót að leynifélagsskap í skólanum. Og í lok skólavistarinnar, þegar hann átti kost á að gerast merkisberi í líf- verðinum, þá lét hann innrita sig í riddaraliðshersveit austur í Síberíu, með það fyrir augum að koma þar á umbótum meðal útlaganna, sem dæmdir höfðu verið fyrir derring gegn keisara og aðli. Þessi aðalsmannssonur er ástríkt náttúrunnar barn. Hann fer að gefa sig að náttúruvísindum, ekki aðeins af fróðleiksþrá, heldur af ást á öflum náttúrunnar og mannanna börnum, sem ættu að fá að njóta þeirra. Hann vill fá að ferðast um víðar veraldir til rannsókna og uppgötvana, en keisar- inn er sinkur og tímir ekki að sjá af nokkrum þúsundum sterlingspunda til norðurhafsleiðangra, og varð Krapot- kin því að láta sér nægja að skreppa til Svíþjóðar og Finnlands til jarðfræði- athugana. Á þessu ferðalagi fer hann að grufla út í það, hvernig bezt mætti gera einstök landsvæði hins víðáttu- mikla Rússaveldis sem arðbærust, og út frá því leiðist hann fyrst fyrir alvöru út í hugleiðingar um þjóðfélagsmál. Hugur hans nemur staðar við finnsku bændurna, honum ofbýður hvílíkur er þrældómur þeirra, og hann verður grip- inn tröllaukinni þrá til að hjálpa þeim. Hann finnur, að þeir eru gáfaðir og tilfinninganæmir, og hann uppgötvar, að svo muni vera um alla alþýðu heimsins. Og hann gengur þess ekki dulinn, að ef allir ættu jafnan aðgang að þekkingunni, þá myndu vísindin taka geysiframförum og framleiðsla, uppfinningar og þjóðfélagsumbætur aukast risaskrefum. Hérna sést það, hve hættulegt það getur verið að fara að elska vísindin. Og Krapotkin slær hendinni á móti því að verða fastur starfsmaður Landíræðifélagsins. Hon- um finnst hann þurfa að vinna með fólkinu sjálfu. Þróun Krapotkins og örlög eru svo heilsteypt frá rökfræðilegu sjónarmiði, að þar kemur eitt sporið af öðru sem eðlilegt og óhjákvæmilegt framhald í viðburðanna rás. Hann ferðast út um heim, ekki aðeins til jarðfræðirann- sókna, heldur einnig til að kynna sér félagslegar hræringar meðal þjóðfé- laga, þar sem andinn var ekki í eins hörðum hlekkjum og heima á ættjörð hans. Þar uppgötvar hann það, að bylting er ekki aðeins óhjákvæmileg, heldur er hún jafn eðlileg og hin stöð- uga, hægfara þróun. Og þegar hann hverfur aftur til fósturjarðarinnar, þá smyglar hann með sér birgðum af bönnuðum byltingarsinnuðum bók- menntum og gengur þar í byltingar- sinnaðan leynifélagsskap. Auðvitað verður hann að taka afleiðingum gerða sinna, hann er tekinn höndum og sett- ur í fangelsi. En hann syngur í fangels- inu og skrifar þar vísindarit. Heilsa hans bilar, en kjarkurinn ekki, hann getur strokið úr fangelsinu og kemst til útlanda, þar lifir hann ártugum sam- an í útlegð, hrakinn og dæmdur. En hann heldur tryggð við hugsjón sína, skrifar um hana og starfar fyrir hana á annan hátt, lætur aldrei bug- ast og fær loks að lifa þá stund, að alþýðan á ættjörð hans steypir kúgur- unum af stóli og stofnsetur nýtt þjóð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.