Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 58

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 58
318 HELGAFELL hinn hæni gróður. Ef til vill er einnig sam- hengið í bókmenntunum fyrst og fremst ávöxturinn af iðni og áhuga ritliöfunda, sem gleymdust, því yfir þeirra verk liggur að jafn- aði vcgur lescndanna til æðri og mikilfeng- lcgri bókmennta. Afburðaskáld rís naumast upp í landi, sem er fátækt af leirskáldum, og sama máli gegnir um önnur svið andlegs lífs. Er ekki til dæmis mikil von til þess, að íslend- ingar gcti orðið merkileg tónlistarþjóð í fram- tíðinni, einmitt vegna þess, að vér stöndum núna á harmoniku- og karlakóra-„stadíinu“? * * * ÞÝÐINGAR OG BÓKAVAL Þegar ég tala hér um gildi hinna skamm- lífu bóka, á ég fyrst og fremst við frumsamd- ar bækur, — þær, sem cru ávöxturinn af bók- hneigð þjóðarinnar. Þýddar bækur, ef lélegar eru, hafa enga slíka þýðingu fyrir bókmenn- ingu hcnnar og yfirleitt mun sjaldgæft, að þýddar bækur hafi varanlegt menningargildi á borð við sams konar bækur, sem ritaðar eru fyrir þjóðina á hcnnar eigin máli. Bók, sem er þýdd, er skrifuð fyrir aðra, og hin persónulegu tengsl, er sameiginleg tunga bindur höfund og lesendur, verða trauð- lega flutt ósködduð yfir á annað mál. Það er því ekkert öfugmæli þótt sagt sé, að þýddar bækur séu yfirleitt verri en jafngóðar bækur frumsamdar. Hins vegar er auðsætt, að vér getum aldrei fullnægt menningarþörf þjóðar- innar með þeim bókum einum, sem vér sjálfir skrifum, enda hverri þjóð hollast að vera einnig upp á aðra komin í þeim cfnum. Því er ætíð fagnaðarefni, er beztu ritum erlendra höfunda er brotin braut til íslenzkra lesenda. En þó að vér höfum átt nokkra menn fyrr og síðar, sem hafa látið sér annt um að kynna löndum sínum ýms úrvalsrit annarra þjóða, og m. a. flutt bókmenntum vorum ómetan- leg verðmæti erlendrar ljóðlistar, gætir engu að síður, þegar á allt er litið, hins mesta handa- hófs í vali þýddra bóka, sem hér eru gefnar út. Mikill meiri hluti þeirra hefur engu menn- ingarlegu hlutverki að gegna á meðal vor, cn standa auk þess góðum bókmenntum fyrir þrifum, að svo miklu leyti sem þær draga til sín kaupendur og lesendur frá öðrum verðugri. Það liggur þó í augum uppi, að þýðendur og útgefendur ættu að hafa því minni ástæðu til að seilast til hinna lélegri bóka sem um auð- ugri garð er að gresja á heimsmarkaðinum. Nú er það auðvitað svo, að bókaútgefcndur eru til þess neyddir að miða val bóka sinna að verulegu leyti við líkindin fyrir sölu þeirra, því ekki verður þess krafizt af þeim með neinni sanngirni, að þeir láti, öðrum þegnum þjóðfélagsins fremur, eigin hagsmuni víkja fyrir menningarlegri velferð heildarinnar. En jafnvel íslenzkur iðnrekandi mundi fremur vilja selja vandaða vöru en lélega, að því til- skiidu, að það gæfi honum jafn góðan arð, og hins sama verður að vænta af útgefendum bóka. Það er því aðeins virðingarvert að tapa fé á því, scm menn taka sér fyrir hendur, að þeir tapi samkvæmt áætlun eins og Þjóðverjar, en hins vegar getur það verið mjög virðingar- vert að láta sér græðast fé, m. a. með útgáfu- starfsemi. En fyrir menningu þjóðarinnar skiptir það miklu máli, hvorn kostinn menn vclja fremur, að græða á útgáfu góðra bóka eða fánýtra. • * * Þetta skýrist betur við nærtækt dæmi. í fyrra hófst Lithoprent handa um ljósprentaða útgáfu Fjölnis, og um líkt leyti kom Kapítóla út í 2. útgáfu á vegum útgáfufélags, sem FJÖLNIR OG “5"“' ”f-amPinn'; 1 KAPlTOLA Sc£“ L‘,h0prCnt. “ í’b‘k' ur bspoltns, samtimis þvi sem annað fyrirtæki (Guðjón O. Guðjónsson) er svo hugulsamt að miðla þjóð sinni nýrri útgáfu af Valdemar munk. Ég vel þessi dæmi vegna þess, að um sumt er líkt á komið með öllum þcssum fjórum útgáfum. Allar eru þær hrein- ar endurprentanir eldri bóka, og vafalaust þjóna þær allar einum og sama tilgangi, að afla útgefendunum fjár. Að minnsta kosti þykist ég vita, að útgefandi Fjölnis og Árbók- anna hafi ekki ætlað sér að tapa á þeim, og þá væri ekki kurteislegt að bera útgefendum Kapítólu og Valdemars munks það á bryn, að þeir hafi látið ofstækisfullan áhuga fyrir bókmenntalegu uppeldi þjóðar sinnar leiða sig í gönur, er þeir völdu þessar tvær bækur til endurprentunar fram yfir allar aðrar, sem horfið hafa af íslenzkum bókamarkaði síðustu fjórar aldirnar. Ég geri ekki heldur ráð fynr,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.