Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 32

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 32
298 HELGAFELL möguleikum. Ferðinni er heitið til Ameríku úr grimmustu frostum 19. ald- arinnar. En ferðin varð aldrei lengri en út í Flatey í biðtíma eftir vesturfarinu og upp til dalstrandarinnar á nýjan leik, og nú inn úr dalnum og upp á heiði og yfir heiði, en svo aldrei lengra. Faðir litla drengsins hafði lánað kunningja sínum peningana, sem hann fékk fyrir búið sitt og ætlaði að nota í fargjaldið, það er einn gallinn við þetta fátæka fólk, það er svo greiðvikið og vill alltaf vera að hjálpa einhverjum. En kunn- ingi hans var svo fátækur, að hann gat ekki greitt skuld sína, og um leið og vetur gekk í garð og vesturfarið bar að landi, þá voru ekki peningarnir til fyrir farinu, og þar með var draumur- inn búinn. Og í staðinn fyrir að byggja upp sameiginlega hamingju í gósen- landi Vesturheims, þá tvístraðist þessi fátæka fimm manna fjölskylda í þrjá eða fjóra staði, og söguhetjan okkar var slitin frá föður og móður, aðeins sex ára að aldri. Þá þrammar hann við hlið föður sínum yfir Flateyjardals- heiði. Faðir hans var enn að flytja hann út í þessa eyju, þar sem hann hafði fæðzt, og nú átti hann að vera þar foreldralaus. Svona hófst lífsferillinn hans, og í þessari tóntegund söng líf hans áfram sinn söng. Foreldra sína heimti hann að vísu aftur næsta vor á fæðingar- stöðvar sínar, en þá var fjölskyldan komin í þurrabúð. Það var búið að selja alla gripi og afsala sér öllu jarð- næði, af því að það átti að fara til Ameríku. Svona getur það verið hættu- legt fyrir fátækan mann að láta sig dreyma um betri daga. Hann fer barn að aldri að sækja sjóinn með föður sín- um, knýr farið áfram með handafli sínu. 13 ára að aldri fær hann brjóst- himnubólgu. Það hefði ekki gert svo mikið til fyrir Krapotkin fursta, þó að hann hefði fengið sams konar brjóst- himnubólgu á æskuárum sínum. Það er óvíst, að hann hefði séð ástæðu til að segja frá því, hann hefði sennilega gleymt því; hann hefði fengið sérstaka hjúkrun sérhvern tíma, meðan þetta var að líða frá. En með Theódór var allt öðru máli að gegna. Þótt hann væri aðeins 13 ára og ætti fullvinnandi föð- ur á lífi, þá hvíldi framfærsla heillar fjölskyldu svo mjög á herðum honum, að hann hafði ekki leyfi til að hlífa sér, meðan uppi varð staðið. Hann varð að sitja við árina og strengja brjóst- vöðvana af ýtrasta megni, og þá rifn- aði upp plásturinn og nuddaði vessa- þrungin fleiðrin um brjóst og herðar. Þetta hlýzt af því að vera sonur fátæks þurrabúðarmanns norður í Flatey á Skjálfanda. Draumur Theódórs var vitanlega sá, að verða stór og sterkur, sá draumur var í rökréttu sambandi við lífskröfur þær, er blöstu við æsku hans. Hann hafði litlar áhyggjur af því, þó að hann fengi ekki mikið að læra. Það var skylda hans við guð að læra að lesa, svo að hann gæti lært kverið, og hon- um var það sérstök lífsnautn að full- nægja þeirri skyldu, þá komu þrjár vik- ur, án þess að hann fyndi til nokkurra þreytuverkja að kvöldinu, og þá hlotn- uðust honum ný leiksystkini. Og hann lærði að drekka þorskalýsi og borða mikið af góðum mat, svo að hann yrði sterkur og gæti borið stóra bagga á bakinu og þyldi að strita nótt með degi. Svo vakna honum auðvitað hneigðir til kvenna, og hann nær sér í kvenmann. En til hjúskapar og bú- skapar hefur hann ekkert á að byggja annað en sinn eigin skrokk og kjark, einstakir blettir fósturjarðarinnar eru honum ótryggir, enda hefur hann ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.